Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 22
22 26. maí 2011 FIMMTUDAGUR Á síðustu misserum hefur umræða um mengunarmál farið vaxandi og greinilegt að aukinnar vitundar gætir meðal almennings og fjölmiðla um þetta mikilvæga umhverfismál. Því fagna ég og hrósa sérstaklega fjölmiðlum sem hafa staðið fyrir metnaðarfullum og ítarlegum umræðum. Umfjöllun um brenni- steinsmengun frá jarðvarma- virkjunum og möguleg neikvæð áhrif hennar á heilsu fólks hefur verið til umræðu síðustu daga. Má rekja þá umræðu til viðbragða heilbrigðiseftirlita hjá Reykjavík- urborg, Kópavogi og Hafnarfirði en þessir aðilar hafa gert alvar- legar athugasemdir við frummat- skýrslu vegna fyrirhugaðrar jarð- hitavinnslu við Gráuhnjúka. Hafa athugasemdir þeirra meðal annars beinst að ófullnægjandi athugun á áhrifum brennisteinsmengunar á íbúa á höfuðborgarsvæðinu, en mælingar sýna að hún hefur auk- ist um 140 prósent á síðustu árum. Mörk í þágu almennings Fyrir um ári setti ég reglugerð um leyfilegan styrk brennisteins- vetnis í andrúmslofti. Markmið reglugerðarinnar er að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks. Með ríka hagsmuni almennings að leiðarljósi lagði ég áherslu á að setja hámarksregl- ur um leyfilegan styrk brenni- steinsvetnis í andrúmslofti. Mörk- in eru nokkuð lægri en þau mörk sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sett enda eru mörk stofnunarinnar sett með tilliti til mögulegra bráðaáhrifa á augu en ekki langtímaáhrifa á heilsu fólks en við þær aðstæður þurfum við að miða hér á landi vegna fjölda jarðvarmavirkjana og nálægðar þeirra við þéttbýli. Þessa ákvörð- un tók ég á grundvelli þess að mikil óvissa ríkti og ríkir enn um heilsu- farsáhrif af langvarandi innönd- un brennisteinsvetnis og því nauð- synlegt að setja mörkin þannig að almenningur fái notið vafans. Kunnugleg viðbrögð Reglugerðin var harðlega gagn- rýnd af Samtökum orku- og veitu- fyrirtækja á Íslandi sem sögðu ákvörðun mína greinilega tekna á pólitískum forsendum en ekki fag- legum. Þessi viðbrögð hljómuðu á sínum tíma kunnuglega og gera reyndar enn. Því miður. Fulltrúi sömu samtaka kvartar sáran yfir sífellt flóknara starfsumhverfi fyrir orku- og veitufyrirtækin og hefur gagnrýnt ýmis frum- vörp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér breytingu á lagaumhverfi þegar kemur að nýtingu lands og auðlinda. Nefnir hann sem dæmi frumvarp um upplýsingalög en nái það fram að ganga munu orkufyr- irtækin verða sett undir upplýs- ingalögin. Hann telur þá leið ríkis- stjórnarinnar að friðlýst svæði séu undanskilin í Rammaáætlun vera til þess að flækja starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja. Sama eigi við um frumvarp til vatna- mála og frumvarpsdrög um breyt- ingar á náttúruverndarlögum. Þeir hagsmunir sem hafðir eru að leið- arljósi í þessum frumvörpum þ.e. hagsmunir íslenskrar náttúru og íbúa á Íslandi feli í sér sífellt flóknara starfsumhverfi fyrir þá sem vilja nýta auðlindirnar. Nýjar áherslur Sú gagnrýni sem að framan er rakin minnir á þær áherslur sem hagsmunaaðilar viðskiptalífs og fjármálafyrirtæki töluðu fyrir á árunum fyrir hrun. Lagaumgjörðin mátti ekki vera íþyngjandi, stjórn- sýslan átti að vera einföld og litið var á eftirlit sem óþarfa afskipti. Við höfum margoft séð alvar- legar afleiðingar þess að sér- hagsmunir eru teknir fram yfir hagsmuni almennings í mörgum greinum samfélagsins í aðdrag- anda hrunsins og víða á enn eftir að taka til hendinni. Framkvæmda- aðilar og samtök þeirra ættu með stjórnvöldum að nálgast verkefnin út frá hagsmunum náttúrunnar og heildarinnar. Það eru raunveruleg- ir hagsmunar framtíðarinnar og komandi kynslóða. Slík sýn verður og á að vera grundvöllur endurmót- unarstarfs íslensks samfélags og í raun eina leiðin út úr kreppunni. Brennisteinn í andrúmslofti – hagsmunir almennings Sjálfbær þróun er hugtak sem mikið hefur verið fjallað um á undanförnum árum, ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins, mikilla verðhækkana á hráefnum og vax- andi vistkreppu. Þrátt fyrir mjög aukið vægi sjálfbærrar þróunar í umræðunni virðast fáir þekkja merkingu hugtaksins nema að mjög takmörkuðu leyti. Marg- ir þekkja grundvallarskilgrein- inguna sem birtist í skýrslunni Sameiginleg framtíð okkar: „Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða mögu- leika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“ Þetta lætur vel í eyrum en er samt ekki fullnægjandi skýr- ing á hugtaki sem ratað hefur inn í stjórnarsátt- mála og námskrár skóla og kann að rata inn í stjórnarskrá. Sjálfbær þróun er viðbragð við framfara- spretthlaupi mannkyns sem hófst með iðnbylt- ingunni og hefur stað- ið linnulaust síðan. Við gerum okkur ef til vill ekki að fullu grein fyrir því hvernig álag á náttúru og auðlindir hefur auk- ist síðan við upphaf iðnbyltingar og hvaða áhrif það mun hafa á líf á Jörðinni. Þess vegna er gott að hafa í huga orð breska forsætis- ráðherrans Winston Churchill, sem sagði að því lengra aftur sem maður liti, því lengra fram í tímann sæi maður. Ef við horfum aftur um nokkra áratugi sjáum við talsverðar breytingar á mann- fjölda og á samskiptum manns og náttúru, en ef við lítum þúsundir eða milljónir ára aftur í tímann sjáum við að algjör grundvallar- breyting er að verða á sambandi manns og náttúru með veldis- vexti í nýtingu auðlinda og mann- fjölgun. Það tók mannkynið um tvær milljónir ára, til ársins 1820, að fylla fyrsta milljarðinn. Það tók hins vegar ekki nema 180 ár að sexfalda þá tölu. Að sama skapi sjöfaldaðist hagkerfi heimsbyggð- arinnar á einungis hálfri öld frá 1950 til 2000. Orsaka þessara miklu breytinga er einna helst að leita í tækniframförum, ekki síst á sviði orkunotkunar. Allt fram á 19. öld byggði mannskepnan um 70% af orkunotkun sinni á eigin vöðvaafli. Þá var þrælahald skil- virkasta leiðin til að afla verald- legra auðæfa. Iðnbyltingin breytti þessu og orkunotkun mannkyns þrefaldaðist á 19. öld með tilkomu gufuvélarinnar og hún þrettán- faldaðist á 20. öld með tilkomu sprengihreyfilsins. Í upphafi 20. aldar voru framleiddar 150 millj- ónir olíutunna á ári en í lok ald- arinnar var ársframleiðslan 28 milljarðar tunna! Í ljósi mannfjölgunar og auk- innar orkunotkunar er óhætt að fullyrða að enginn annar tími í sögu mannkyns jafnist á við 20. öldina. Þá urðu algjörar grund- vallarbreytingar á sambandi manns og náttúru, sér í lagi í kjölfar síðari heimsstyrjaldar. Okkur hefur því vart gefist tóm til að átta okkur á hinni nýju heimsmynd og þeim afleiðingum sem henni fylgja. Kastljós- inu hefur eðlilega verið beint að jákvæðum hliðum framfarasprett- hlaupsins, t.d. aukinni framleiðslu matvæla, hækkun meðalaldurs og greiðari samgangna. En neikvæðar hliðar framfaraspretthlaups- ins eru til staðar og fara stækkandi. Þann- ig hefur mengun vaxið mikið, jarðvegs- og sjávarauðlindir þverra, regnskógar minnka og alvarlegar breytingar eru að verða á vistkerf- um jarðar, t.d. með eyð- ingu ósonlagsins, hlýn- un loftslags og súrnun sjávar. Þessi þróun nefnist einu orði vistkreppa. Það er mín skoðun að sjálfbær þróun spretti upp úr jarðvegi pólitískrar grasrótar sem við- bragð við vistkreppunni og því óréttlæti sem komandi kynslóðir og þjóðir þróunarlandanna verða fyrir af hennar völdum. Sjálfbær þróun er því sambærileg öðrum hugmyndastefnum sem hafa komið fram í kjölfar iðnbylting- ar til að lagfæra gallað ástand samfélaga og til varnar jafnrétti. Þannig börðust afnámssinnar gegn þrælahaldi og fyrir jöfnum rétti kynþátta allt frá 18. öld og fram til dagsins í dag í einhverri mynd, jafnaðarstefnan mótaðist á 19. öld og hafði það að markmiði að draga úr misskiptingu auðs og kvenfrelsisstefnan hafði mikil áhrif á 19. og 20. öld við að jafna rétt kynjanna. Sjálfbær þróun er jafnréttisbarátta 21. aldarinn- ar með áherslu á jafnan rétt til umhverfisgæða og auðlinda og á efnahagslegt jafnrétti milli þjóða iðnríkja og þróunarríkja. Sjálf- bær þróun er nýr áfangi í jafn- réttisbaráttu sem staðið hefur um aldir. Sjálfbær þróun er jafn- réttisbarátta 21. aldar Umhverfismál Guðmundur Hörður Guðmundsson umhverfisfræðingur Orsaka þess- ara miklu breytinga er einna helst að leita í tæknifram- förum, ekki síst á sviði orkunotk- unar. Umhverfismál Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Stjórnsýslan átti að vera einföld og litið var á eftirlit sem óþarfa afskipti. Nýleg skýrsla svonefndar Verð-tryggingarnefndar opinberar, óvænt kannski, djúpstæða kreppu í íslenskum stjórnmálum. Þeir sem eiga að leiða þjóðina út úr efna- hagslegum erfiðleikum virðast margir hverjir álíka stefnufastir og skopparakringlur. Nú er þörf á því sem aldrei fyrr að leggja spilin á borðið af raunsæi og að vænting- ar taki mið af efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins. Varast ber að láta eins og þeim vanda sem fjölmargir standa frammi fyrir eftir langvar- andi góðæri og á köflum aðgátslitla einkaneyslu sé hægt að þeyta eitt- hvert út í buskann og þar með sé hann horfinn. Fjórir nefndarmanna í Verðtryggingarnefndinni undir forystu tveggja alþingismanna tóku sér því miður þessa stöðu á póli- tíska leiksviðinu með tillögum sem þeir hafa kynnt í tveimur greinum í Fréttablaðinu. Fjórmenningarnir boða það sem skuldugir vilja sjálfsagt helst heyra, að þeir muni ekki þurfa að borga skuldir sínar að fullu. Lagt er til að raunvextir verði lækkaðir á gildandi lánum með handafli og beinlínis nefnt að tiltekin vaxtapró- senta sé á við 20% lækkun höfuð- stóls skuldarinnar. Eflaust er það einlægur vilji tillögumannanna að bæta efnahag skuldugs fólks, en þeim er það vel ljóst og það kemur fram í skýrslunni að aðrir muni greiða reikninginn. Skuldir hverfa ekki heldur aðeins færast til. Það sem einn sleppur við verður annar að borga. Það er kjarni málsins. Hinir góðhjörtuðu nefndarmenn ætla með tillögu sinni lífeyrisþeg- unum að borga. Ellilífeyrir, sem lífeyrissjóðirnir greiða, verður lækkaður gangi tillögurnar eftir, bæði þeirra sem nú þegar taka út sinn lífeyri og eins hinna sem á næstu árum munu fara á eftirlaun. Þetta eru líklega milljarðatugir á hverju ári sem velta á frá þeim sem skulda yfir á herðar hinna sem hafa lagt fyrir til elliáranna. Gamla fólkið á að borga. Bæta á gamla fólkinu upp tekjuskerð- inguna að einhverju leyti með því að hækka bætur almannatrygginga úr ríkissjóði. Það fylgir ekki tillög- unum hverjir eigi að borga þessi auknu ríkisútgjöld. Það gleymdist. Svona málflutningur er vandamál en ekki lausn og lýsir alvarlegri pólitískri kreppu. Pólitískar skopparakringlur Stjórnmál Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.