Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 26
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR26 timamot@frettabladid.is Í dag verða bara rólegheit,“ segir Gunnar Hansson leikari inntur eftir því hvernig hann ætli að halda upp á fertugsafmælið sem er í dag. „En svo ætla ég að halda upp á afmæl- ið um helgina. Fagnaðurinn byrjar á morgun þegar ég mun, ásamt félögum mínum, standa fyrir minningarmóti í golfi fyrir fallinn félaga sem lést langt fyrir aldur fram, Atla Thorodd- sen flugmann. Hann átti afmæli mjög nálægt mér og ég lít á þetta mót sem hluta af afmælishaldi mínu. Á laugar- daginn ætla ég síðan að bjóða nokkrum félögum og vinum til veislu.“ Gunnar segist þó vera afskaplega lítill afmælisdrengur og hafi til dæmis haldið upp á þrítugsafmælið með því að bjóða nokkrum vinum í kakó. „Hins vegar er ég giftur mikilli afmælismanneskju, Unni Elísabetu Gunnarsdóttur, og hún og móðir henn- ar töluðu mig til. Tengdamóðir mín meira að segja eftirlætur mér heim- ili sitt til að halda fagnaðinn og kann ég henni miklar þakkir fyrir. Þessar mæðgur hafa mikil áhrif á mitt líf og sérstaklega í þessu tilfelli.“ En eru þetta ekki skelfileg tímamót fyrir sjarmöra? „Ekki fyrir mig, ég eldist svo vel,“ segir Gunnar og hlær. „Í alvöru talað þá finnst mér þetta bara gaman og er alveg á því að þetta sé besti aldurinn. Enda er það nú þann- ig að þótt maður eldist finnst manni maður alltaf vera jafnmikill strákur.“ Gunnar stendur á tímamótum á öðrum vígstöðvum því í sumar mun hann stjórna golfþætti á RÚV sem hann er á fullu að undirbúa. „Þetta verður vikulegur þáttur um golf á Íslandi, þar sem við munum fjalla um allar hliðar golfíþróttarinnar. Fyrir mig er þetta algjört draumadjobb, þar sem ég hef verið forfallinn golfari frá níu ára aldri. Ég ætla að fá til mín í stúdíóið alls konar kylfinga með ólíka getu, og svo fylgjumst við auðvitað líka með mótaröðinni. Ég hugsa þetta þann- ig að ef lífið væri bara golf væri þetta eini magasínþátturinn sem þú þyrftir að horfa á.“ Undanfarin ár hefur Gunnar lítið sést í leikhúsunum, enda verið á kafi í öðru. „Við Ragnar bróðir minn, sem er leikstjóri, erum eiginlega búnir að vera hálfgerðir síamstvíburar undan- farin þrjú ár, við vorum að framleiða þættina með Frímanni, gera auglýs- ingar og svona eitt og annað, auk þess sem ég er búinn að vera að uppistan- dast sem Frímann út um allt.“ Verð- ur Frímanni þá ekki boðið í partíið á laugardaginn? „Ég held að hann taki sér frí það kvöld,“ segir Gunnar. „Enda er hann miklu eldri en ég, plús það að hann myndi aldrei ræða aldur sinn opinber- lega. Þannig að hann verður örugglega ekki þarna.“ fridrikab@frettabladid.is GUNNAR HANSSON LEIKARI: ER FERTUGUR Í DAG Er alltaf jafnmikill strákur EKKI MIKILL AFMÆLISDRENGUR Gunnar Hansson ætlar ekki að bjóða Frímanni í afmælis- veisluna í tilefni af 40 ára afmælinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JOHN WAYNE leikari (1907-1979) fæddist þennan dag. „Lífið er erfitt, en það er enn erfiðara ef þú ert heimskur.“ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjörg Oddsdóttir Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 20. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 30. maí kl. 14. Valgeir Borgfjörð Fanney Renegado Guðrún Jónína Magnúsdóttir Guðmundur Trausti Magnússon Ingibjörg Gísladóttir Sævar Þór Magnússon Jenný Ásgerður Magnúsdóttir Jón Þórir Leifsson Margrét Högna Magnúsdóttir Erlingur Birgir Magnússon Vilhelmína Oddný Magnúsdóttir Þorgeir Gunnarsson Jónína Björg Magnúsdóttir Guðmundur Sigurðsson barnabörn og langömmubörn. MOSAIK Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn, frændi og vinur, Albert Karl Sigurðsson Tunguvegi 7, Njarðvík, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 27. maí klukkan 14.00. Margrét Sanders Sigurður Guðnason Sigríður Sigurðardóttir Sylvía Sigurðardóttir Guðni Róbertsson Sigríður Sigurjónsdóttir Guðni Sigurðsson Kolbrún Jóna Færseth og aðrir ættingjar og vinir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ingveldur Kristjana Þórarinsdóttir Geirastöðum, sem lést á Sjúkrahúsinu í Bolungarvík 21. maí sl., verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 28. maí klukkan 11.00. Hreinn Ólafsson Sigurður Ólafsson Margrét Ólafsdóttir tengdabörn, barnabörn og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hrefna Júlíusdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þann 24. maí síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 15.00. Bjarkey Magnúsdóttir Jóhannes Kristjánsson Sólveig Sigurðardóttir Brynja Kristjánsdóttir Örn Bergsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra Ingibjörg Sigvaldadóttir frá Svanshóli verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 28. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinafélag Gvendarlaugar hins góða í Bjarnarfirði. Rnr. 1161-26-653 kt. 460209-1530 Sigurrós Gunnarsdóttir Ingimundur Ingimundarson Ragnheiður E. Jónsdóttir Pétur Ingimundarson Margrét Ingadóttir Svanur Ingimundarson Anna Inga Grímsdóttir Ólafur Ingimundarson Hallfríður Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn 80 ára afmæli Kristján Þorláksson varð áttræður þann 19. maí síðastliðinn. Af því tilefni býður hann vinum og ætting jum til veislu. Veislan er haldin laugar- daginn 28. maí klukkan 16.00-19.00 í veislusal Hauka að Ásvöllum í Hafnarfi rði. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, Júlíus Arnarsson íþróttakennari og formaður Íþrótta- félags fatlaðra í Reykjavík (ÍFR), lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 21. maí. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 27. maí kl. 11.00. Þeir sem vilja minnast hans eru vinsamlega beðnir um að láta ÍFR njóta þess. Sími 561-8226, Rn. 515-26-700075 og kt. 500775-0339. Óli Þór Júlíusson Eva Hrund Harðardóttir Lóa Lind Óladóttir og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Rafn Hafnfjörð Gunnlaugsson Krókavaði 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 21. maí síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 27. maí kl. 13.00. Kristín Björg Jóhannsdóttir Hjördís Hafnfjörð Rafnsdóttir Hjörtur Zakaríasson Birna H. Rafnsdóttir Gunnar Örn Kristjánsson Hrafnhildur H. Rafnsdóttir Kristján Gunnarsson Elín Þóra Rafnsdóttir Þyri Rafnsdóttir Elvar Örn Unnsteinsson Jóhann Hafnfjörð Rafnsson Lilja Kúld barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.