Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 26.05.2011, Blaðsíða 56
26. maí 2011 FIMMTUDAGUR36 Spennumyndin Dylan Dog: Dead of Night með Anitu Briem í einu af aðalhlutverkunum var frumsýnd í Laugarásbíói í gær. Myndin er byggð á samnefndri ítalskri teiknimyndasögu um einkaspæjarann Dylan Dog, sem hefur hæfileika til að kljást við vampírur, varúlfa og uppvakn- inga. Með aðstoð uppvakningsins Marcusar Adams (Sam Hunting- ton) rannsakar hann grunsam- legt mál Elizabeth Ryan (Anita Briem). Í von um að leysa málið þurfa þau að berjast við óvætti næturinnar og virðist það engan endi ætla að taka. Myndin hefur fengið slaka dóma. Á síðunni Imdb.com fær hún 5,1 af 10 mögu- legum og Hollywood Reporter segir að möguleg kvikmyndaröð um Dylan Dog sé andvana fædd. Brandon Routh, sem lék Ofur- mennið í hinni misheppnuðu Superman Returns, fer með hlut- verk Dylan Dog. Hann sást síð- ast á hvíta tjaldinu í Scott Pil- grim vs. the World sem fékk fínar viðtökur. Síðasta mynd Anitu Briem kom út fyrir þrem- ur árum, en það var Journey to the Centre of the World, þar sem Brendan Fraser var í aðal- hlutverkinu. Önnur mynd frá Anitu er væntanleg á árinu, söngvamyndin You, Me & Circus. Berjast við vampírur Í KRÖPPUM DANSI Anita Briem í kröppum dansi í spennumyndinni Dylan Dog: Dead of Night. Fyrir tveimur árum lá heimurinn í krampakasti yfir óförum Phils, Stu og Alans og timburmönnunum þeirra í The Hangover. Nú eru þeir mættir aftur og áningarstaðurinn er Las Vegas austursins, Bangkok. The Hangover II verður frum- sýnd um helgina. Myndin gerist að mestu leyti í Bangkok og segir frá svaðilförum þeirra Phils, Stu og Alans, sem hafa einstakt lag á því að koma sér í vandræði skömmu fyrir brúðkaup. Mynd- in hefur fengið misjafna dóma; sumum gagnrýnendum þykir hún ekki gefa fyrri myndinni neitt eftir á meðan aðrir velta því fyrir sér hvort það sé virkilega hægt að hlæja að sama brandaranum aftur. Hún fær því annaðhvort fullt hús eða ekkert. Fáar gamanmyndir hafa sleg- ið jafn rækilega í gegn og The Hangover, sem var frumsýnd 2009. Hún var vinsælasta myndin á Íslandi og höfundar Áramóta- skaupsins það ár voru undir sterk- um áhrifum af henni, eins og sást vel í upphafsatriðinu. Þetta æði er við fyrstu sýn eilítið skrítið: hugmyndin er í sjálfu sér ekk- ert frumleg, hópur stráka heldur til Las Vegas og lendir í tómum vandræðum sökum drykkjuskap- ar. Þetta hefur verið gert oftar en einu sinni. Myndin var hins vegar snilldarlega útfærð af leikstjór- anum Todd Phillips; Mike Tyson, tígrisdýr og tuddaskapur Kínverja segja meira en mörg orð. Algjört lykilatriði í velgengni myndarinnar var hins vegar aðal- leikararnir þrír: Ed Helms, Zach Galifianakis og Bradley Cooper. Helms var sæmilega þekktur í Bandaríkjunum fyrir störf sín hjá Jon Stewart í The Daily Show og sem Andy Bernard í bandarísku útgáfunni af The Office. Zach Galifianakis var hálfgerð költ- persóna í bandarísku gríni, hafði getið sér gott orð sem uppistand- ari en varla leikið í kvikmynd af viti. Og svo Bradley Cooper; mað- urinn með útlit kvikmyndastjörnu, leikari sem hafði verið á barmi þess að slá í gegn, án þess að ná því takmarki fullkomlega. Þríeyk- ið sem þeir mynduðu varð strax að hálfgerðu fyrirbæri og dýnamík- in sem batt þá saman var eftir- tektarverð; það er ekki á hverjum degi sem kvikmynd snertir svona margar hláturtaugar. Þessir þrír leikarar eiga það sameiginlegt að vera meðal eftir- sóttustu leikara Hollywood eftir frumsýningu The Hangover. Og vöknuðu því timburmannalausir. Cooper hefur smám saman verið að fikra sig inn í hasarhetjuhlut- verkið í kvikmyndum eins og The A-Team og Limitless og mun væntanlega leika aðalhlutverkið í endurgerð The Crow. Þrátt fyrir erfiða gríska nafnið fékk Galif- ianakis aðalhlutverkið í gaman- myndinni Due Date á móti Robert Downey jr. og leikur, ef marka má síðustu fréttir, stórt hlutverk í nýjustu Prúðuleikaramyndinni. Og Ed Helms, sem eitt sinn lék ónafngreindar persónur í gaman- myndum, fær nú aðalhlutverkin í stórum og dýrum gamanmynd- um og feitan launatékka inn um lúguna. freyrgigja@frettabladid.is Gullnáma timburmanna EINSTÖK ÞRENNING Þeir Phil, Stu og Alan hafa einstakt lag á því að koma sér í vandræði skömmu fyrir brúðkaup. The Hangover 2 er engin undantekning á þeirri vondu reglu. Bandaríski leikstjórinn Oliver Stone hefur hrós- að Charlie Sheen fyrir leik sinn í stríðsmynd- inni Platoon, en 25 ár eru liðin síðan þessi áhrifamikla Víet- nam-mynd kom út. Þrátt fyrir það segist leikstjórinn ekki þekkja Sheen lengur enda hafi hegðun hans verið stórundarleg síðustu mánuði. „Charlie var sautján ára og blautur á bak við eyrun þegar undirbúning- urinn fyrir myndina hófst árið 1984. Á þessum tveim- ur árum sem liðu þangað til myndin var frumsýnd þroskaðist hann mikið og var orðinn víðsýnni mann- eskja. Mér fannst hann standa sig frábærlega. Hann var hárrétti maðurinn í hlut- verkið og túlkaði vel þann hrylling sem þarna átti sér stað,“ sagði Stone. Þrátt fyrir að þykja vænt um Sheen segist Stone ekki þekkja hann lengur. „Þetta er ekki sá Charlie sem ég þekkti þegar við gerðum Wall Street og Platoon. Þetta er annar persónuleiki. Hann hefur vaxið í svo margar áttir og hann hefur grætt svo mikinn pening. Ég hef ekki hugmynd um hvaða náungi þetta er.“ Næsta mynd Olivers Stone nefnist Savages og er vænt- anleg á næsta ári. Með aðal- hlutverkin í þeirri glæpa- mynd fara Blake Lively og John Travolta. Á meðal annarra leikara verða Uma Thurman, Salma Hayek og Benicio Del Toro. Oliver Stone þekkir ekki Sheen 25 ÁRA AFMÆLI 25 ár eru liðin síðan stríðsmyndin áhrifamikla Platoon kom út. > LENNY Í BÍÓ Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz hefur nælt í hlutverk í framtíðarkvik- myndinni The Hunger Games. Myndarinnar er beðið með talsverðri eftirvæntingu enda er hún byggð á þekktri bók Suzanne Collins. Christopher Nolan er að safna liði fyrir þriðju mynd sína um Leður- blökumanninn. Meðal þeirra sem hafa bæst í hópinn eru sjónvarps- leikararnir Brett Cullen og Chris Ellis auk Tom Conti. Athyglisverð- asta nafnið er hins vegar Matthew Modine. Nafn Matthews Modine á níunda áratugnum var eins og nafn Roberts Pattinson er í dag. En eins og hjá svo mörgum leikurum þessa mis- skilda áratugar, lék tískan Modine grátt og hann hvarf af yfirborði jarðar eftir að hafa leikið aðalhlut- verkið í misheppnaðri sjóræningja- mynd eftir Renny Harlin. Síðan þá hefur hann nánast eingöngu fengið hlutverk í misgáfulegum sjónvarps- myndum. Nolan virðist hins vegar enn hafa trú á leikarahæfileikum Modine sem er ekkert skrítið, þeir sem hafa séð Full Metal Jacket ættu ekkert að efast um að þeir séu til staðar. Nolan virðist ætla að eyða öllu púðrinu í þessa síðustu mynd sína um Bruce Wayne og leyndarmál hans. Heill her af stórstjörnum er í leikarahópnum og af nýjum nöfn- um má nefna Anne Hathaway í hlut- verki kattarkonunnar, Tom Hardy, Marion Cotillard og Joseph Gordon- Levitt. Morgan Freeman, Michael Caine og Christian Bale verða auðvitað á sínum stað sem fyrr. Nolan til bjargar Modine SJALDSÉÐUR HVÍTUR HRAFN Matthew Modine leikur í þriðju myndinni um Leðurblökumanninn. bio@frettabladid.is Á FAKTORÝ Í BOÐI BECK´S FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 26.MAÍ OG ÍSKALDUR BECK´S SING FOR ME SANDRA, UMTBS , YODA REMOTE OG JÓN ÞÓR FRÍTT INN!!! Á TILBOÐI Á BARNUM! FARÐU ÞÍNAR EIGIN LEIÐIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.