Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 4
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR4
SKIPULAGSMÁL Eigendur hússins
við Baldursgötu 32 skulda
Reykjavíkurborg nú 6,4 milljón-
ir króna í dagsektir, samkvæmt
upplýsingum frá byggingafull-
trúa borgarinnar. Húsið hefur
staðið autt í sex ár og er einungis
brunarústir eftir að kveikt var í
því árið 2008.
Baldursgata 34, sem er í eigu
sama fyrirtækis, er nú að fara
sömu leið, en búið er að negla
þar fyrir alla glugga eftir að síð-
ustu húsráðendur fluttu þaðan út.
Vel yfir hundrað milljónir króna
hvíla á lóðunum tveimur, að sögn
Helga Gunnarssonar, forsvars-
manns Baldursgötu ehf. Hann
segir kaupin á húsunum hafa
verið verstu mistök sem hann
hafi gert.
„Við keyptum húsin árið 2005
og næstu árin á eftir skiptist
afar ört um meirihluta í borg-
inni, þannig að skipulagsmálin
byrjuðu alltaf upp á nýtt. Svo var
allri uppbyggingu harðlega mót-
mælt af nágrönnunum,“ segir
Helgi. „Pólitíkin á stóran þátt í
því hvernig þetta var fyrst og svo
kom bankahrunið strax á eftir.“
Varðandi Baldursgötu 34, sem
hefur staðið auð í tæpan mánuð,
segir Helgi að ekki hafi verið
neitt annað hægt að gera en að
loka húsinu.
„Óreiðufólk braust inn í húsið
og flutti þangað inn. Við létum
einfaldlega hreinsa það út og
lokuðum fyrir allt,“ segir hann.
Helgi vill ekki tjá sig um fram-
haldið, en segir málin vera í
vinnslu.
„Þetta er alveg skelfileg staða.
Það eru mestu mistök sem við
höfum gert að kaupa þessi hús,“
segir hann og bætir við að ef
leysa eigi vandamálin sem fylgi
niðurníddum húsum í miðborg-
inni sé frekar letjandi en hvetj-
andi að beita fólk dagsektum.
Borgin eigi að koma mun meira
að þessum málum en hún hafi
gert. „Pólitíkin ber sína ábyrgð,
þó að við höfum sjálfsögðu líka
gert mistök. Þetta byrjaði sem
mjög góð hugmynd, en endaði
alveg skelfilega.“
Hópur íbúa við Þórsgötu hefur
sent Reykjavíkurborg bréf þar
sem aðgerða er krafist vegna
húsanna við Baldursgötu. Lilja
Gunnarsdóttir, einn íbúanna,
segir að þegar hús númer 34
hafi einnig lagst í eyði fyrr í
mánuðinum hafi mælirinn orðið
fullur.
„Við erum búin að vera þolin-
móðir nágrannar í mörg ár, en
þegar við sáum seinna húsið fara
líka var okkur nóg boðið,“ segir
hún. „Þetta er náttúrlega ekki
boðlegt.“
Magnús Sædal, bygginga-
fulltrúi Reykjavíkur, segir málin
vera í vinnslu. Ekkert hafi verið
ákveðið um aðgerðir að svo
stöddu.
sunna@frettabladid.is
GENGIÐ 31.05.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
221,137
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,58 115,12
189,04 189,96
164,97 165,89
22,123 22,253
21,276 21,402
18,538 18,646
1,4041 1,4123
183,3 184,4
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
FANGELSISMÁL Útboð byggingar nýs fangelsis
er að bresta á, að sögn Ögmundar Jónassonar
innanríkisráðherra. Málið er á dagskrá ríkis-
stjórnarinnar næstkomandi föstudag.
„Það þýðir vonandi að við fáum niðurstöðu í
málið, ekki síðar en á þriðjudag,“ segir innan-
ríkisráðherra. „Það er einhugur um að bjóða
út fangelsið. Það sem hefur verið til umræðu
er í hvaða formi útboðið eigi að vera, hvort
þetta eigi að vera opinber framkvæmd eða
einkaframkvæmd. Það er mjög brýnt að útboð
nýs fangelsis komist á rekspöl hið allra fyrsta.
Það hefur tafist um nokkrar vikur að hefja
útboðið enda ekki hristir fram úr erminni
tveir milljarðar sem áætlað er að fangelsið
kosti.“ Ráðherra útskýrir að þegar hann hafi
komið að málinu hafi hugmyndin verið sú að
bjóða fangelsið út í einkaframkvæmd, nokkuð
sem hann hafi rakið til Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins og þeirrar hugmyndafræði sem hann
stendur fyrir.
„Nú heyri ég að hann sé ekki að setja þessa
kröfu fram nema þá óbeint í kröfunni um að
ná hallalausum fjárlögum sem fyrst. Slíkt
væri þó bara bókhaldsatriði því ef við reisum
fangelsi þá borgar ríkið hverja einustu krónu
framkvæmdarinnar hvort sem það er einka-
framkvæmd eða opinber framkvæmd. Einka-
framkvæmd þýðir að ríkið felur einkaaðila að
reisa fangelsið og leigir það síðan af honum.
Það er dýrari kostur og við hljótum að gera
það sem er ódýrast og hagkvæmast.“ - jss
Innanríkisráðherra leggur áherslu á að rekstur nýs fangelsis verði sem hagkvæmastur:
Útboð byggingar nýs fangelsis að bresta á
ÖGMUNDUR JÓNASSON Innanríkisráðherra segir hag-
kvæmara að nýtt fangelsi verði reist með opinberri
framkvæmd.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
20°
19°
17°
16°
11°
17°
17°
22°
20°
20°
30°
32°
17°
18°
16°
19°
Á MORGUN
3-10 m/s.
FÖSTUDAGUR
5-13 m/s.
5
8
8
8
10
6
8
10
10
9
4
7
4
5
9
5
4
2
3
3
3
6
8
12
10
5
7
8
10
9
7
ÞOKKALEGA
MILT í veðri á
landinu næstu
daga. Hitinn ætti
að komast í 15°C
þar sem hlýjast
verður suðvestan
til í dag. Á morgun,
uppstigningardag,
verður besta veðrið
austanlands, en
þar verður vindur
hægur, bjart og
hitinn víða 10-14
stig.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
Skuldar 6,4 milljónir í dag-
sektir vegna Baldursgötu
Dagsektir hrannast upp hjá Baldursgötu ehf. vegna húss við Baldursgötu 32. Íbúar við Þórsgötu krefjast þess
að Reykjavíkurborg grípi til aðgerða. Verstu mistök sem ég hef gert eru að kaupa þessi hús, segir eigandinn.
Íbúar á Þórsgötu skora á skipulags- og borgaryfirvöld að fella úr gildi
heimilað byggingarmagn fyrir lóðirnar Baldursgötu 32 og 34. Ástæður fyrir
því eru vanræksla eigenda og hvernig staðið var að nýju deiliskipulagi árið
2007. Íbúarnir segja enn fremur að borgaryfirvöld hafi ekki gætt hagsmuna
hverfisins.
„Ekki er sanngjarnt að braskarar geti keypt lóðir, knúið fram aukið bygg-
ingarmagn og haldið heilu hverfunum í gíslingu. Það er okkar mat að
samþykkt deiliskipulag vegna Baldursgötu 32 og 34 sé ákaflega óréttlátt
gagnvart íbúum í kring. Íbúum, sem hafa fasta búsetu á svæðinu, sumir
hafa búið hér áratugum saman og margir hafa áhuga á að búa í hverfinu
um ókominn tíma. Eigendur Baldursgötu ehf. hafa hins vegar engan áhuga
á að búa í hverfinu sjálfir, þeir hafa eingöngu áhuga á að byggja sem stærst
og selja það dýrt,“ segir í bréfi til borgarinnar. Þess er óskað að borgin
fylgist betur með málum þar sem stundað er kennitölubrask og misnotkun
á einkahlutafélögum. Óskað er eftir því að yfirvöld taki til endurskoðunar
deiliskipulagið fyrir Baldursgötureit.
Skora á yfirvöld að grípa til aðgerða
ÓSÁTTIR ÍBÚAR Íbúar við Þórsgötu eru afar ósáttir við brunarústirnar við Baldurs-
götu og næsta hús sem hefur nú einnig lagst í eyði. Hópurinn krefur borgina um
aðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Við erum búin að
vera þolinmóðir
nágrannar í mörg ár, en þegar
við sáum seinna húsið fara
líka var okkur nóg boðið.
LILJA GUNNARSDÓTTIR
ÍBÚI VIÐ ÞÓRSGÖTU
ELDGOS Fjársöfnun meðal
íslenskra fyrirtækja vegna eld-
gossins í Grímsvötnum fer vel af
stað. Þegar hafa safnast 20 til 35
milljónir króna í sjóð sem settur
var á fót til að veita bændum og
starfsemi á gossvæðinu fjárhags-
legan stuðning.
Söfnunin fer fram í samráði við
Samtök atvinnulífsins, en skipuð
hefur verið fjögurra manna verk-
efnisstjórn. Tengiliður hennar
er Guðni Ágústsson, fyrrverandi
ráðherra. - mþl
Söfnun vegna eldgossins:
Fyrirtækjasöfn-
unin byrjar vel
PORTÚGAL, AP Hvorki sósíalistar
né sósíaldemókratar fá meirihluta
í þingkosningunum í Portúgal
um helgina samkvæmt skoðana-
könnunum. Sósíalistum, með José
Socrates forsætisráðherra í farar-
broddi, er spáð 35 prósentum og
stjórnarandstæðingunum í Sósíal-
demókrataflokknum, með Pedro
Passos Coelho í fararbroddi, álíka
miklu. Þrír minni flokkar njóta
langtum minni stuðnings.
Pattstaðan gæti orðið til þess
að illa gangi að ná samstöðu um
efnahagsmálin, sem enn myndi
auka á vanda bæði Portúgals og
annarra evruríkja. - gb
Kosið í Portúgal á sunnudag:
Virðist stefna í
nýja pattstöðu
VONGÓÐUR Pedro Passos Coelho von-
ast til að taka við efnahagsvandanum af
Socrates. NORDICPHOTOS/AFP