Fréttablaðið - 01.06.2011, Side 10

Fréttablaðið - 01.06.2011, Side 10
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR KRÓKHÁLSI 5 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 517 8050 MÁN. TIL FÖS.- 9 TIL 18 /// LAU. - 10 TIL 16 AÐEINS 54.900,- TILBOÐ AÐEINS 49.900,- TILBOÐ AÐEINS 45.900,- TILBOÐ AÐEINS 89.900,- TILBOÐ AÐEINS 104.900,- TILBOÐ AÐEINS 52.720,- TILBOÐ AÐEINS 59.900,- TILBOÐ AÐEINS 89.900,- TILBOÐ AÐEINS 74.900,- ÓDÝRA VEIÐIBÚÐIN STJÓRNMÁL Samfylkingin áréttir að flokkurinn hafi keypt þjónustu af fjölmörgum aðilum í hótel- og veitingahúsarekstri á síðustu árum. Í tilkynningu frá flokknum segir að Samfylkingin forðist ekki á nokkurn hátt að nýta þjónustu aðila sem tilheyri Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF). „Ljóst er að skilaboðin sem koma fram í tilkynn- ingu [SAF] eiga ekki við nokkur rök að styðjast hvað Samfylkinguna varðar,“ segir í tilkynningunni. Var þetta sent í kjölfar tilkynningar frá SAF sem birtist í fjölmiðlum í gær. Þar sagði að það hefði vakið athygli fyrirtækja sem leigðu út ráðstefnusali að stjórnmálaflokkar hefðu að undanförnu haldið flokksþing sín í skólastofnunum og þyrftu þar af leið- andi ekki að greiða virðisaukaskatt af húsaleigunni. Samtökin nefndu dæmi þar sem sagt var að flokk- ar Vinstri grænna og Samfylkingar hefðu haldið fundi og flokksþing í skólum landsins í stað þess að kaupa þjónustu ráðstefnusala. Auður Lilja Erlingsdóttir, framkvæmdastýra VG, tekur undir ábendingar SAF og segir gott að þeim skuli haldið á lofti. Hins vegar liggi gildar ástæður að baki því að VG hafi tvívegis fundað í skóla og þar sé með engu verið að forðast að borga virðisauka- skatt. Ráðstefnusalir hafi ýmist verið uppbókaðir sökum lítils fyrirvara eða verið að dreifa fundar- stöðum jafnt milli svæða. - sv Stjórnarflokkarnir segjast ekki forðast þjónustu skattlagðra fyrirtækja: Vísar ásökunum SAF á bug SAMFÉLAGSMÁL „Tryggingastofnun á í samstarfi við fjölmarga aðila vegna endurhæfingar. Þessir aðil- ar hafa tekið verulega vel við sér og brugðist hratt við ástandinu og það ber að þakka.“ Þetta segir Sigríður Lillý Baldurs dóttur, forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins, vegna athugasemda á vef Alþýðusam- bands Íslands, ASÍ, um að hún hafi ekki nefnt samstarfið við Virk- Starfsendurhæfingarsjóð í viðtali í Fréttablaðinu nýverið. Sigríður Lillý sagði þar að lík- lega hafi hægt á fjölgun öryrkja vegna aðgerða stjórnvalda undanfarin ár. Þau hefðu grip- ið til margvís- legra úrræða t i l þess að tryggja end- urhæfingu og virkni í kjölfar atvinnumissis og heilsubrests. „Ég tek undir þau orð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að starfsemi á borð við þá sem Virk býður upp á sé einnig mikilvæg til þess að bregð- ast við fjölgun öryrkja. Við höfum reynt það af góðu samstarfi við Virk að þar er vel að verki staðið.“ - ibs Forstjóri Tryggingastofnunar segir starfað með fjölmörgum vegna endurhæfingar: Brugðust hratt við ástandinu SIGRÍÐUR LILLÝ BALDURSDÓTTIR ÞINGFLOKKSFUNDUR SAMFYLKINGARINNAR Samfylkingin segir skilaboðin frá SAF ekki eiga við nein rök að styðjast. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJARAMÁL Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður vegna kjarasamninga ganga vel og hafa fjögur aðildarfélög bandalags- ins náð samkomulagi við viðsemj- endur sína á síðustu dögum. Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, og SFR, stéttar- félag í almannaþjónustu, skrifuðu undir samninga við ríkið og Sam- flot, samtök bæjarstarfsmanna- félaga, samdi við samninganefnd sveitarfélaga. Þá sömdu flugum- ferðastjórar við Isavia og aflýstu með því öllum verkfallsaðgerðum, en þar hafði verið yfirvinnubann í gildi um nokkra hríð. Þrír fyrstnefndu samningarnir eru á svipuðum nótum og stóru samningarnir sem tókust milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Um það bil helmingurinn af vinnumarkað- inum féll undir þá samninga og Elín Björg segir að með þeim hafi hlutirnir farið að hreyfast. „Um leið og þeir voru frágengnir fóru steinarnir að losna úr stíflunni og nú er kominn góður skriður á þessi mál.“ Hún bætti því við að bréf sem BSRB barst nýlega frá ríkisstjórn- inni, þar sem tíunduð var afstaða stjórnvalda gagnvart kjarasamn- ingum opinberra starfsmanna, hafi einnig liðkað fyrir samnings- ferlinu. Þar var meðal annars lögð áhersla á að eyða kynbundnum launamun og vinna í lífeyris- sjóðsmálum. Elín Björg telur að dregið geti til tíðinda á næstunni, en þó sé ekki enn farið að sjá fyrir endann á samningahrinunni. „Enn eiga 23 félög eftir að semja og þar af eru sum félög með marga samninga, þannig að það er mikið eftir enn. Það er hins vegar góður gangur á þessu og ásetningur til að landa samningum,“ segir Elín. Magnús Pétursson ríkis - sáttasemjari segir í samtali við Fréttablaðið að mikill erill sé í húsakynnum hans þessa dagana. Þar voru til dæmis fulltrúar Starfs- greinasambandsins, SFR, BHM og hjúkrunarfræðingar við samninga í gær. Samiðn og Rafiðnaðarsamband Íslands náðu saman í gær. „Þetta er að vinnast ágætlega og það er fullt í öllum okkar sölum og rúmlega það þessa dagana.“ Magnús segir þó að margt sé enn óunnið enda séu liðlega 300 kjara- samningar í landinu. „En þessu miðar öllu vel og það er hugur í fólki að halda áfram.“ thorgils@frettabladid.is Fjögur aðildarfélög BSRB náð samningi Fjögur aðildarfélög BSRB hafa náð samningum við ríki og sveitarfélög undan- farna daga. Formaður bandalagsins segir viðræður ganga vel þótt enn sé nokk- uð í land hjá mörgum. Mikið er að gera í Karphúsinu og allir salir þéttsetnir. VIÐRÆÐUR GANGA VEL Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að hreyfing hafi komið á samingaviðræður opinberra starfsmanna eftir að ASÍ og SA náðu saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Starfsemi á borð við þá sem Virk býður upp á [er] einnig mikilvæg til þess að bregðast við fjölgun öryrkja. SIGRÍÐUR LILLÝ BALDURSDÓTTIR FORSTJÓRI TRYGGINGASTOFNUNAR Þetta er að vinnast ágætlega og það er fullt í öllum okkar sölum og rúmlega það þessa dagana. MAGNÚS PÉTURSSON RÍKISSÁTTASEMJARI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.