Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 26
MARKAÐURINN1. JÚNÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR4
Ú T T E K T
Sjávarklasinn er sprottinn upp
úr doktorsverkefni Þórs Vigfús-
sonar í alþjóðaviðskiptum við
Háskóla Íslands. Kortlagning-
in hófst í fyrra og er áætlað að
ljúka henni í haust. Verkefnið
er unnið innan Viðskiptafræði-
stofnunar Háskóla Íslands, en
fjölmörg fyrirtæki leggja til
upplýsingar og hafa aðstoðað
við fjármögnun. Tveir starfs-
menn vinna við verkið auk Þórs.
Þór segir mér að hugmyndin
hafi kviknað þegar hann var að
rannsaka lítil tæknifyrirtæki í
tengslum við doktorsnámið.
„Þar lagði ég áherslu á tengsla-
netið og það hvernig frumkvöðl-
ar nýttu sér það til að styrkja
fyrirtæki sín, komast til út-
landa og annað í þá veruna. Við
rannsóknina sá ég mun á milli
greina, þar á meðal hjá fyrir-
tækjum sem tengdust sjávarút-
vegi. Þar voru ákveðin einkenni
sem voru áhugaverð. Þau voru
þrátt fyrir allt ekki í miklum
samskiptum hvert við annað eða
innan atvinnugreinarinnar líkt
og tíðkast hjá leikjafyrirtækjum.
Lítil samskipti innan
sjávarklasans
Hugmyndasmiðurinn segir misskilning að
upprunaland fyrirtækja opni dyr erlendis.
Þ
að er eins og það þyki ekki
fínt að tilheyra þessum
klasa. Hluti af vinnu okkar
er að koma fólki í skilning
um að þarna eru vannýtt
tækifæri. Við þurfum að fá fólk til að
skynja það og að sækja eigi á þessi
mið,“ segir Þór Sigfússon, fyrrverandi
forstjóri Tryggingafélagsins Sjóvár.
Þór og samstarfsfólk hans kynnti
í síðustu viku verkefnið Sjávarklas-
ann. Vettvangurinn var viðeigandi;
Bryggjan í Sjóminjasafninu Víkinni
úti á Grandagarði í Reykjavík. Þar
voru mættir framámenn íslenskra
fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi
með einum eða öðrum hætti á bryggju-
polla innan um síldartunnur og talíur,
dvergútgáfur af hluta skipa með upp-
ábúnum káetum og vaxmynd af full-
klæddum sjómanni við það að stíga
um borð. Á meðan kynningunni vatt
fram syntu fiskar fram og aftur við
bryggjusporðinn.
Markmið Sjávarklasans felst í því
að kortleggja alla starfsemi sem teng-
ist hafinu og fyrirtækjum sem horfa
til hafs hér á landi. Jafnframt snýr
verkefnið að því að kanna tengsl
ólíkra greina innan sjávarklasans og
gera tilraun til að greina þau tækifæri
sem geta falist í samstarfi fyrirtækja.
Sambærileg vinna hefur verið innt
af hendi í nokkrum öðrum löndum upp
á síðkastið, svo sem á Nýja-Sjálandi,
í Bretlandi og Noregi. Nálgun þeirra
er með öðrum hætti en hér auk þess
sem þau horfa á aðra þætti, svo sem
hlut olíu í norskri landhelgi. Því er
ekki að skipta hér. Umfang fyrirtækja
sem tengd eru sjávarútveginum hefur
aldrei verið kannað hér fyrr en nú.
VERÐMÆTI Í KLASANUM
Samstarf, hagræði og verðmæta-
sköpun sem felst í klasavinnu hefur
verið í umræðunni hér og utan land-
steina um nokkurra ára skeið. Michael
Porter, prófessor við Harvard-háskóla
í Bandaríkjunum, hefur lengi talað
fyrir áhrifum klasa á þróun fyrir-
tækja og lífskjör. Síðast gerði hann
það hér í fyrirlestri seint á síðasta ári
í tengslum við þau tækifæri sem hann
taldi geta falist í jarðvarmaauðlind-
unum og þeirri þekkingu á nýtingu
þeirra, sem hefur byggst upp hér á
landi til að skapa arðvænlega, alþjóð-
lega atvinnustarfsemi. Porter sagði
mikilvægt að horfa fram á við, leita
að tækifærum landsins og grípa þau.
Þór er á sama máli, hann segir fólk
sem starfar í fyrirtækjum sem tengj-
ast sjávarútvegi sjá mörg tækifæri.
„Fólk sér þau bæði í framleiðslu-
greinum í fiskeldi, lýsi og fiskimjöli,
frekari úrvinnslu sjávarafurða og
allri annarri úrvinnslu, svo sem
ensímfyrirtækin og líftæknifyrirtæk-
in sem vinna úr fiskinum lyf og fæðu-
bótarefni,“ segir hann. „Við verðum að
átta okkur á umfangi starfseminnar.
Þetta gengur út á að skapa verðmæti
út úr klasanum í þeim skilningi að
þau fyrirtæki sem þar eiga heima geti
tengst honum og gengið í takt. Þegar
því er lokið getum við áttað okkur á
því hvaða tækifæri kunni að vera þar.“
Eins og fram kom í máli Guðmundar
Kristjánssonar, forstjóra Brims, á
kynningarfundinum í síðustu viku,
eru takmörkuð tækifæri í hefðbundn-
um veiðum og vinnslu. Þar eru mögu-
leikarnir takmarkaðir við hvaða fisk
megi veiða í sjónum. Að hans mati
geta fyrirtækin sem heyra undir
sjávarklasann aukið verðmæti aflans
með nýsköpun.
UMFANG HAFSINS
Nú er búið að skilgreina allar atvinnu-
greinar sem tengjast sjávarklasan-
um og hversu mikið þær eiga undir
sjávarútveginum. Horft er til þess
að matið gefi til kynna hvar þjóðin
er sterkust í haftengdri starfsemi og
hvar tækifærin liggja.
„Við höfum metið beint og óbeint
framlag sjávarútvegs, bæði til
landsframleiðslu og atvinnusköpun-
ar. Síðan höfum við verið að kort-
leggja hvaða fyrirtæki falla inn í
hvaða kassa fyrir sig,“ segir Linda
Björk Bryndísardóttir, nemi í hag-
fræði og annar tveggja verkefnis-
stjóra Sjávarklasans.
Starf Lindu fólst í því að meta hlut
sjávarútvegs og þjóðhagslega arðsemi
greinarinnar. Linda kafaði í bókhald
sjávarútvegsfyrirtækja sem ráða yfir
tuttugu prósentum aflaheimilda á Ís-
landsmiðum og fann þar dýrmætar
upplýsingar sem gerðu henni kleift að
draga upp nokkuð skýra mynd af því
við hvaða fyrirtæki sjávarútvegurinn
á helst viðskipti við.
Brot af niðurstöðum Lindu eins og
þær liggja nú fyrir má sjá í töflu á
næstu síðu sem sýnir hvaða fyrir-
tæki eiga mest undir sjávarútvegin-
um. Til marks um það hversu lifandi
verkefnið er eru nýrri upplýsingar
hér en kynntar voru á Bryggjunni í
síðustu viku.
Sjávarútvegur er meira en grun
FRÁ BRYGGJUPOLLANUM Umfang sjávarklasans var kynnt á Sjóminjasafninu á Grandagarði að viðstöddum forsvarsmönnum úr íslensku atvinnulífi, útgerð og fj
með einum eða öðrum hætti.
F Y R I R T Æ K J A K L A S I N N Í K R I N G U M S J Á V A R Ú T V E G I N N
Rannsóknir,
menntun og þjálfun
Sjávarútvegur og
tengd matvælavinnsla
Flutninga- og hafna-
starfsemi
Þjónusta, ráðgjöf og
fjármálastarfsemi
Tæknibúnaður fyrir
vinnslu og veiðar
Sala, markaðssetn-
ing og dreifing
Stjórnun auðlinda,
eftirlit og vöktun
Fiskeldi
Græn orka upplýs-
ingatækni á hafinu
Haftengd
ferðaþjónusta
Lífvirk efni hafsins
Landgrunnið og
sjóefni
Nákvæm kortlagning á sjávarútveginum
og öllum þeim fyrirtækjum sem horfa til
hafs hefur staðið yfir í tæpt ár. Þetta er
einstakt verk hér á landi. Þór Sigfússon
átti hugmyndina að verkefninu.
Hann segir í samtali við Jón Aðalstein
Bergsveinsson að fyrirtæki í sjávarklas-
anum þurfi að vinna meira saman.