Fréttablaðið - 01.06.2011, Side 34

Fréttablaðið - 01.06.2011, Side 34
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð 25.000 433.000 5,4manns, eða þar um bil, eru nú á vanskilaskrá. Íslendingar verða líklega til árið 2060, samkvæmt spá Hagstofunnar. milljarða skuldir og skuldbindingar hvíla á Sandgerðisbæ. Forkólfar í bandaríska frum- kvöðla geiranum steggjuðu vin sinn hér á landi um fyrri helgi. Það hefði ekki verið í frásögur færandi ef fluginu heim hefði ekki verið frestað þegar gaus í Grímsvötnum. Þess vegna misstu þeir af opnun frumkvöðlaráðstefnunnar Tech- crunch Disrupt sem haldin var í New York í síðustu viku. Meðal strandaglópa voru stórvesírar frá samskiptasíðunni Twitter, Google og Microsoft. MG Seigler, blaðamaður netmiðils - ins, TechCrunch, var í hópnum og skrifaði hann líflegan pistil um strandið fyrir miðilinn frá bar í miðborginni. Strandaglópar Gunnar Hólmsteinn Guð- munds son, stofnandi og framkvæmdastjóri Clara, sem búsettur er í San Fransico þekkir þá flesta sem tepptust hér. Eins og frumkvöðla er háttur sá hann tækifæri í svartnættinu. Hann bauð þeim að skoða skrifstofur Clara og blés síðan til lítillar frumkvöðlaráðstefnu undir yfirskriftinni TechCrunch Erupt. Helsta framáfólki í nýsköpunargeiranum hér var boðið til fundarins á annarri hæðinni í Kjörgarði við Laugaveg. Fimmtíu mættu, sem þykir gott, ekki síst ef tillit er tekið til þess að ráðstefnan var ákveðin með einnar klukkustundar fyrirvara. Tækifæri í gosinu Eignastýring • Markaðsviðskipti • Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance er framsækið, óháð og sjálfstætt fjármálafyrirtæki sem hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið er í eigu starfsmanna sem búa að áralangri og víðtækri reynslu af innlendum og erlendum fjármálamörkuðum. www.arctica.is | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi | Sími 513 3300 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Guðmundur Arnar Guðmunds- son, vörumerkjastjóri Ice- landair og pistlahöfundur Markaðarins um tíma, var kjörinn formaður Ímark, félags íslensks markaðs fólks, á aðalfundi félagsins 18. maí síðastliðinn. Hann tók við af Gunnari B. Sigurgeirssyni, markaðsstjóra Ölgerðarinnar. Nokkrar breytingar urðu á stjórninni, en þrír af sex stjórnarmönnum hættu og komu fjórir í þeirra stað. Nýir stjórnarmenn eru Kristján Geir Gunnarsson frá Nóa Síríusi, Friðrik Larsen hjá Háskólanum í Reykjavík, Gísli S. Brynjólfsson úr Hvíta húsinu og Guðrún Einars- dóttir hjá Nova. Nýr formaður ÍMARK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.