Fréttablaðið - 02.07.2011, Side 8

Fréttablaðið - 02.07.2011, Side 8
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR8 Opnunartími: Mán-Fös. kl: 10-18 Laug-Sun. kl: 12-16 Fossháls 5-7 l 110 Reykjavík Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is Eximo 2011 hjólhýsi á einstöku verði! Létt og meðfærileg hús, • auðveld í drætti. Mjög gott verð.• Sterklega smíðuð hús.• Falleg hönnun.• 91 Lítra ísskápur.• Gasmiðstöð m/ Ultra heat • (rafm. hitun) Litaðar rúður• 12 og 220 Volta rafkerfi.• Frábær kaup E xi m o 3 70 Verð: 2.998.000kr Verð: 2.398.000kr Verð: 2.998.000kr E xi m o 5 20 L E xi m o 5 20 B Verð: 2.798.000kr E xi m o 4 60 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI m.visir.isFáðu Vísi í símann! Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Flugsæti á góðu verði til München, Hamburg, Stuttgart og fleiri borga. Eigum nokkur laus sæti í sumar í beinu flugi milli Ís- lands og Þýskalands. Flogið er frá Íslandi þrisvar í viku. Brottför er að kvöldi og lent í Þýskalandi snemma að morgni næsta dags. Verð með sköttum: Önnur leið frá kr. 19.999,- Fram og til baka frá kr. 39.998,- Nánari upplýsingar á skrifstofutíma í síma 588 8660 Langholtsvegi 115 · 104 Reykjavík · Sími 588 8660 · flug@snaeland.is BANDARÍKIN, AP Dómari í New York ákvað í gær að Domin ique Strauss-Kahn, fyrrverandi yfir- maður Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, fái að fara frjáls ferða sinna. Hann fær þó ekki að fara úr landi. Strauss-Kahn hafði verið hald- ið í stofufangelsi í New York með ströngum skilyrðum síðan um miðjan maí, ákærður fyrir að hafa reynt að nauðga þernu á hótelherbergi í sömu borg þann 14. maí. „Þetta er mikill léttir,“ sagði William Taylor, lögmaður Strauss-Kahns, og sagði þetta mál sýna hve auðvelt sé að ásaka fólk um alvarlega glæpi. „Það er svo mikilvægt í þessu landi að fólk, og þá sérstaklega fjölmiðlar, felli ekki dóm fyrr en allar staðreynd- ir liggja fyrir.“ Dómarinn sá ekki ástæðu til að fella niður ákærurnar á hend- ur Strauss-Kahn. Svo virðist sem saksóknarar í málinu telji ákær- urnar þó ekki jafn skotheldar og í fyrstu var talið. Við rannsókn málsins kom í ljós að þernan laug að einhverju leyti til um atburðarásina. Meðal ann- ars reyndist ekki rétt að hún hafi strax látið yfirmann sinn vita um að Strauss-Kahn hefði reynt að nauðga henni, eins og hún þó full- yrti við lögreglu í fyrstu. Þá reyndist hún hafa sagt ósatt um fortíð sína þegar hún sótti um hæli í Bandaríkjunum. Meðal ann- ars hafði hún ekki skýrt rétt frá þegar hún sagði að sér hefði verið nauðgað í heimalandi sínu, Gíneu. Ken Thompson, lögmaður þern- unnar, svaraði allri gagnrýni á hana fullum hálsi. „Það er ljóst að konan gerði ein- hver mistök, en það þýðir ekki að hún sé ekki fórnarlamb nauðgun- ar,“ sagði Thompson. Hann sagði hana hafa komið til Bandaríkjanna vegna þess að hún hafi orðið fyrir limlestingu kyn- færa. Hún hafi haft áhyggjur af því að slíkt hið sama yrði gert við dóttur hennar, sem nú er fimmtán ára. Einnig fullyrti hann að henni hefði verið nauðgað af hermönn- um, en ekki skýrt rétt frá því í hælisumsókn sinni. Strax og fréttist bárust af því í gær að framburður þernunn- ar væri ekki jafn traustur og áður var talið, þá komu félagar Strauss-Kahns úr franskri póli- tík honum strax til málsvarnar. Hann gæti enn tekið þátt í kosn- ingabaráttunni fyrir forsetakosn- ingar á næsta ári, þótt hann yrði ekki sjálfur í framboði. Þá gæti hann átt möguleika á ráðherra- embætti í ríkisstjórn Sósíalista. gudsteinn@frettabladid.is Laus úr haldi en ákærur óbreyttar Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, fékk að fara frjáls ferða sinna í gær eftir sex vikur í stofufangelsi. Trúverðugleiki þernunnar sem sakaði hann um nauðgun er nú dreginn í efa. LAUS ÚR VARÐHALDI Dominique Strauss-Kahn var brosmildur þegar hann yfirgaf dómhúsið í New York ásamt eiginkonu sinni, Anne Sinclair. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.