Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.07.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 02.07.2011, Qupperneq 8
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR8 Opnunartími: Mán-Fös. kl: 10-18 Laug-Sun. kl: 12-16 Fossháls 5-7 l 110 Reykjavík Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is Eximo 2011 hjólhýsi á einstöku verði! Létt og meðfærileg hús, • auðveld í drætti. Mjög gott verð.• Sterklega smíðuð hús.• Falleg hönnun.• 91 Lítra ísskápur.• Gasmiðstöð m/ Ultra heat • (rafm. hitun) Litaðar rúður• 12 og 220 Volta rafkerfi.• Frábær kaup E xi m o 3 70 Verð: 2.998.000kr Verð: 2.398.000kr Verð: 2.998.000kr E xi m o 5 20 L E xi m o 5 20 B Verð: 2.798.000kr E xi m o 4 60 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI m.visir.isFáðu Vísi í símann! Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Flugsæti á góðu verði til München, Hamburg, Stuttgart og fleiri borga. Eigum nokkur laus sæti í sumar í beinu flugi milli Ís- lands og Þýskalands. Flogið er frá Íslandi þrisvar í viku. Brottför er að kvöldi og lent í Þýskalandi snemma að morgni næsta dags. Verð með sköttum: Önnur leið frá kr. 19.999,- Fram og til baka frá kr. 39.998,- Nánari upplýsingar á skrifstofutíma í síma 588 8660 Langholtsvegi 115 · 104 Reykjavík · Sími 588 8660 · flug@snaeland.is BANDARÍKIN, AP Dómari í New York ákvað í gær að Domin ique Strauss-Kahn, fyrrverandi yfir- maður Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, fái að fara frjáls ferða sinna. Hann fær þó ekki að fara úr landi. Strauss-Kahn hafði verið hald- ið í stofufangelsi í New York með ströngum skilyrðum síðan um miðjan maí, ákærður fyrir að hafa reynt að nauðga þernu á hótelherbergi í sömu borg þann 14. maí. „Þetta er mikill léttir,“ sagði William Taylor, lögmaður Strauss-Kahns, og sagði þetta mál sýna hve auðvelt sé að ásaka fólk um alvarlega glæpi. „Það er svo mikilvægt í þessu landi að fólk, og þá sérstaklega fjölmiðlar, felli ekki dóm fyrr en allar staðreynd- ir liggja fyrir.“ Dómarinn sá ekki ástæðu til að fella niður ákærurnar á hend- ur Strauss-Kahn. Svo virðist sem saksóknarar í málinu telji ákær- urnar þó ekki jafn skotheldar og í fyrstu var talið. Við rannsókn málsins kom í ljós að þernan laug að einhverju leyti til um atburðarásina. Meðal ann- ars reyndist ekki rétt að hún hafi strax látið yfirmann sinn vita um að Strauss-Kahn hefði reynt að nauðga henni, eins og hún þó full- yrti við lögreglu í fyrstu. Þá reyndist hún hafa sagt ósatt um fortíð sína þegar hún sótti um hæli í Bandaríkjunum. Meðal ann- ars hafði hún ekki skýrt rétt frá þegar hún sagði að sér hefði verið nauðgað í heimalandi sínu, Gíneu. Ken Thompson, lögmaður þern- unnar, svaraði allri gagnrýni á hana fullum hálsi. „Það er ljóst að konan gerði ein- hver mistök, en það þýðir ekki að hún sé ekki fórnarlamb nauðgun- ar,“ sagði Thompson. Hann sagði hana hafa komið til Bandaríkjanna vegna þess að hún hafi orðið fyrir limlestingu kyn- færa. Hún hafi haft áhyggjur af því að slíkt hið sama yrði gert við dóttur hennar, sem nú er fimmtán ára. Einnig fullyrti hann að henni hefði verið nauðgað af hermönn- um, en ekki skýrt rétt frá því í hælisumsókn sinni. Strax og fréttist bárust af því í gær að framburður þernunn- ar væri ekki jafn traustur og áður var talið, þá komu félagar Strauss-Kahns úr franskri póli- tík honum strax til málsvarnar. Hann gæti enn tekið þátt í kosn- ingabaráttunni fyrir forsetakosn- ingar á næsta ári, þótt hann yrði ekki sjálfur í framboði. Þá gæti hann átt möguleika á ráðherra- embætti í ríkisstjórn Sósíalista. gudsteinn@frettabladid.is Laus úr haldi en ákærur óbreyttar Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, fékk að fara frjáls ferða sinna í gær eftir sex vikur í stofufangelsi. Trúverðugleiki þernunnar sem sakaði hann um nauðgun er nú dreginn í efa. LAUS ÚR VARÐHALDI Dominique Strauss-Kahn var brosmildur þegar hann yfirgaf dómhúsið í New York ásamt eiginkonu sinni, Anne Sinclair. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.