Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 24
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Haraldur Guðjónsson Pennar: Marta María Friðriksdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Þórdís Lilja Gunnars- dóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Félagarnir Karíus og Baktus hafa gert mér lífið auðveldara síðustu mánuði. Eftir að dóttir mín heyrði af tilvist þessara ókræsilegu bræðra varð tannburstunarstundin mikið ánægjulegri. Engar mótbárur heyrast þegar burstinn er nefndur á nafn og ef foreldrarnir virðast ætla að gleyma tannhreinsuninni er sú stutta fljót að minna þau á. Eini óverulegi ókostur inn er rútína sem hefur orðið til í kjölfarið. Dóttir mín er á „af hverju“ stiginu, öðru nafni rassálfa- stiginu. Hún er forvitin um flesta hluti en síðan notar hún þessi tvö stuttu orð líka til að pína út úr foreldrum sínum ítarlegar útskýringar og sögur. Karíus og Baktus rútínan hljómar nokkurn veginn svona og er endurtekin samviskusamlega bæði kvölds og morgna: Mamma: Jæja nú skulum við bursta tennur! Dóttir: Akkurru? Mamma: Svo þær verði hreinar og fínar. Dóttir: Akkurru? Mamma: Svo Karíus og Baktus hafi ekkert að borða. Dóttir: Akkurru? Mamma: Svo þeir bori ekki í tennurnar þínar. Dóttir: Akkurru? Mamma: Vegna þess að þeim finnst það svo skemmtilegt. Dóttir: Akkurru? Mamma: Æ, ... af því bara. Svangir bræður Stærri Adrenalíngarður verður opnaður á Nesjavöllum í dag. Nú á vormánuðum hefur Adrenalín- garðurinn verið stækkaður og honum breytt þannig að hægt er að velja um þrautir í eins, fimm og tíu metra hæð. Einnig hafa verið settar upp tvær nýjar svifbrautir, sem eru þær lengstu á landinu. Adrenalíngarðurinn býður upp á afþreyingu og útivist fyrir fjölskyld- una. Garðurinn er stór þrautabraut þar sem hægt er að finna ólíkar þrautir í mismunandi hæð. Í þrauta- brautinni eru 45 þrautir í áður- nefndum þremur mismunandi hæðum en hver og einn velur hvar hann vill byrja og síðan er hægt að fikra sig hærra. Í garðinum er einnig stærsta róla landsins sem er tíu metra há og fólk ræður hversu hátt er farið. Frítt verður í Adrenalíngarðinn í dag fyrir þá sem bóka á netinu en nánari upplýsingar er að finna á www.adrenalin.is. Stærri Adrenalíngarður opnaður í dag Sólveig Gísladóttir skrifar Þetta byrjaði allt árið 2006 þegar við vorum að leita eftir heppilegu sporti fyrir Andra Má. Ég mætti með honum á æfingar og fannst þetta spennandi,“ segir Hrefna Halldórs- dóttir, sem smitaðist af klifuráhuga sonarins og fór sjálf að prófa vegg- ina meðan hann var á æfingum. Ári síðar voru hún og yngri sonurinn Hilmar bæði farin að klifra. „Ég hef reyndar ekki verið nógu dugleg undanfarið en þeir mæta oft saman. Þeir klifra líka mikið úti og við höfum farið í útilegur á Hnappavelli á Öræfum en þar er stærsta klifursvæðið á landinu. Þá erum við bara að dunda okkur fjöl- skyldan, þeir að klifra og við hjón- in að tryggja þá,“ segir Hrefna, en sá sem „tryggir“ heldur í línuna á jörðu niðri og passar að klifrarinn detti ekki. Sambandið milli þeirra hlýtur því að þurfa að vera gott – hefur klifrið styrkt fjölskyldu- böndin? „Já, ég er ekki frá því. Það þarf auðvitað að treysta félagan- um, hann er með líf þitt í lúkun- um,“ segir Hrefna. „Við skemmt- um okkar alltaf mjög vel saman,“ bætir hún við og Hilmar tekur undir það. „Klifur er líka bara svo fjölbreytt sport, það geta allir verið í þessu. Svo er líka gott að geta fengið far á æfingar,“ segir hann hlæjandi. „Það bindur fjölskylduna vel saman þegar allir hafa áhuga á því sama,“ segir Andri. „Við tölum mikið saman um klifur og ráð- leggjum hvert öðru.“ „Það sem er líka gott er að geta hvers og eins skiptir ekki máli, hver klifrar bara á sínum forsend- um,“ segir Hrefna. Þegar hún er spurð hvort klifur sé ekki hættu- leg íþrótt hristir hún hausinn en viðurkennir þó að verða stressuð þegar strákarnir leggja á kletta- vegginn. „Ég fæ stundum hnút í magann en ég held að klifrið kenni þeim að taka ábyrgð og temja sér aga.“ - rat Samferða á æfingar Hrefna Halldórsdóttir klifrar upp um alla veggi ásamt sonum sínum tveim. Fjölskyldan fer saman í útilegur til að klifra og er sammála um að klifur sé fjölskylduvænt sport. Upp um alla veggi Hrefna fór að prófa veggina meðan Andri var á æfingu og fékk þar með klifur- bakteríuna. Mæðgin Hrefna Halldórsdóttir og Andri Már og Hilmar Ómarssynir æfa saman í Klifurhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Úðabrúsi 5L kr. 2.695 ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT Verkfæralagerinn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17 Bílaþvottakústar 2.995 Bílabónvélar 3 gerðir frá kr. 4.995 12V Fjöltengi kr. 1.995 Straumbreytir 12V->230V kr. 7.995 Straumbreytir 230V->12V 3.985 12/24V Framlenging kr. 999 Reiðhjólafestingar á kúlu F/2-hjól kr. 4.785 F/3-hjól kr. 9.760 ÚT Á GRANDA ÚT Á GRANDA Grandagarði 3, 101 Reykjavík, Sími 552 9940 Opið mán.–fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 9–16 Opið á sunnudögum í júní, júlí og ágúst. Frábærir upplásnir bátar með hörðum botni sem pakkast í tösku og smella í skottið á fjölskyldu bílnum ekkert kerru vesen ekkert vesen með að geyma yfir vetur. Pumpa og árar fylgja. 3 STÆRÐIR 290cm 259.000 kr. 320 cm 279.000 kr. 360 cm 299.000 kr. CE vottaðir bátar og samþykktir af siglingastofnun. Léttir bátar sem þola allt að 20 hestafla mótor. Frír Rafmagnsmótor fylgir sem er rúmt hestafl að vermæti 44.950 kr. Takmarkað magn Jaxon slöngubátur Visa raðgreiðslur til 36 mán. Vaxtalaust Visa lán til 6 mánaðaLeigjum einnig út bátana BARNVÆNT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.