Fréttablaðið - 02.07.2011, Page 28

Fréttablaðið - 02.07.2011, Page 28
2. júlí 2011 LAUGAR-2 Undanfarin þrjú ár hefur Tinna búið í San Francisco þar sem hún fékk skólastyrk til háskólanáms vegna góðs árangurs í golfi. Þar lauk hún háskólaprófi í alþjóða- fræðum í nýliðnu vori. „San Francisco er náttúrulega draumastaður golfarans og ekki hægt að lýsa með orðum golfvöll- unum og veðráttunni til sports- ins. Ég fer því aftur út í ágúst til að spila meira og vinna hlutastarf með,“ segir Tinna full tilhlökkun- ar og hún stefnir hátt. „Draumurinn er að komast í Evróputúr kvenna í desember, sem er toppurinn í golfmennsku. Þangað hefur Ólöf María Jóns- dóttir komist ein íslenskra kvenna og mig langar að verða næst. Til að það megi rætast þarf gífurlegan sjálfsaga og æfingu, en einnig svolítinn aur,“ segir Tinna sem ætlar að reyna við undankeppnina þar sem 33 efstu keppendurnir fá fullan þátttöku- rétt í Evrópumótaröðinni og fleiri fá hálfan rétt til að geta unnið sig upp úr því móti. „Núna er ég með 0,4 í forgjöf, en þegar best lætur getur forgjöf- in farið hinum megin við núllið. Ég var þar einhvern tímann, en það er strembið að viðhalda for- gjöfinni heima í þessu veðri,“ segir Tinna. thordis@frettabladid.is Tinna segir ungum konum fjölga hratt í golfi eftir að æfingaaðstaða batnaði árið um kring og keppnum fjölgaði. „Meiri athygli og umfjöllun hefur kveikt áhuga stelpna, sem og viska okkar reyndari sem við deilum óspart til yngri kynslóðarinnar,“ segir Tinna. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Framhald af forsíðu Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opið mánudag til föstudag 10-18, laugardag 10-17 Útsalan hafi n 30-70% afsláttur Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Írskir dagar standa nú yfir á Akranesi. Þar er fjölmargt skemmtilegt í boði. Til dæmis liðurinn „Hittnasta amman“ þar sem hittnar ömmur geta spreytt sig í körfubolta á Jaðarbakkasvæðinu í dag klukkan 14 til 16. Glæsilegum vinningum er lofað. www.irskirdagar.is Rósótt og köflótt er heiti sýning- ar Ólafar Erlu Bjarnadóttur leir- kerasmiðs sem stendur nú yfir í Kraumi. Sýningin er óður til hús- freyjunnar en Ólöf sýnir nýja línu kökudiska á fæti. „Ég er að upphefja kvenna- menninguna í kringum bakk- elsi, diskarnir eru óður til þeirra kvenna sem skreyttu kökur vel, rjómatertur með rósum og hnall- þórur,“ segir Ólöf. „Ég fer ansi nálægt kökunum sjálfum og skreyti diskana hressilega svo þeir eru margir hverjir eins og tertur, úr hvítu postulíni með bleikum rósum. Það þarf ekkert að skreyta kökurnar sem fara á þessa diska.“ Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna sýnir Ólöf Erla einnig köflótta diska. Þeir eru ætlaðir hvunndags. „Köflóttu diskarnir henta vel undir kleinur eða flatbrauð. Þar vinn ég út frá köflótta borðdúkn- um og nota liti sem hægt er að vinna lag fyrir lag svo þeir verða mjög lifandi,“ útskýrir Ólöf Erla en von er á viðbót við línuna í framhaldinu. „Ég mun búa til köflótta bolla og diska til viðbót- ar við kökudiskana.“ Önnur áhugaverð keramiksýn- ing er einnig í Kraumi en sjö nem- endur Myndlistaskólans í Reykjavík hafa s t i l l t upp munum sem unnir voru fyrir postu- línsverk- smiðjuna Kahla. Vör- urnar voru sýndar á DMY í Berlín í júní en þrír nem- endur fengu í framhaldinu starfs- námssamning við verksmiðjuna. Sýning Ólafar Erlu stendur til 14. júlí en sýning nemenda Mynd- listaskólans til 17. júlí. heida@frettabladid.is Köflótt undir kleinurnar Sannkölluð keramíkveisla stendur nú yfir í Kraumi í Aðalstræti 10 en þar sýnir Ólöf Erla Bjarnadóttir nýja línu kökudiska. Einnig sýna nem- endur Myndlistaskólans í Reykjavík vörur sem unnar voru fyrir Kahla. Ekki þarf að skreyta kökurnar sem fara á rósótta postulínsdiska Ólafar Erlu.Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður sýnir nýja línu kökudiska á fæti í Kraumi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Verk nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík sem unnin voru fyrir Kahla.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.