Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.07.2011, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 02.07.2011, Qupperneq 70
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR42 PERSÓNAN Sveinbjörn Gísli Þorsteinsson Aldur: Ég er ´77 módel. Starf: Vinn við ljósmyndun. Búseta: 101 Reykjavík. Hjúskapar- staða: Ein- hleypur. Fjölskylda: For- eldrar mínir eru þau Gerður og Þorsteinn. Stjörnumerki: Naut. Sveinbjörn er betur þekktur sem Sveinbi Superman og er orðinn þekktur fyrir ljósmyndir sínar af skemmtanalífinu í Reykjavík. Tökum fyrir erlenda aðila hefur fjölgað hér á landi undanfarið þrátt fyrir tvö eldgos á rúmu ári. Þetta segir Andrea Brabin, eig- andi Eskimo umboðsskrifstofunn- ar, sem leitar nú að þrjú hundruð manns til að leika í erlendri aug- lýsingu. „Það er gaman að sjá hversu mikið erlendum tökum hérlend- is hefur fjölgað. Ég held að gosið í Eyjafjallajökli hafi í rauninni verið hin besta auglýsing fyrir landið. Ég viðurkenni þó að maður fékk í magann þegar gosið í Vatna- jökli byrjaði en sem betur fer stóð það stutt.“ Verið er að leita að þrjú hundruð manns til að fara með hlutverk í auglýsingu fyrir Johnnie Walker. Viskíið er eitt það vinsælasta í heimi og árlega selj- ast yfir hundrað og þrjátíu milljón flöskur af drykknum. Auglýsingin sem tekin verður upp hér er ætluð til heimssýningar og telst því ágæt kynning á landinu. Þegar hefur verið ráðið í aðal- hlutverkið og sex önnur stærri hlutverk en nú er verið að leita að fólki til að taka þátt í nokkrum fjöldasenum. Umsækjendur þurfa þó að hafa náð tuttugu og fimm ára aldri, þar sem um áfengisaug- lýsingu er að ræða. Leikstjórarn- ir eru engir nýgræðingar í aug- lýsingagerð og hafa meðal annars leikstýrt auglýsingu fyrir bíla- framleiðandann Audi. „Við erum að leita að fólki á öllum aldri, stærðum og gerðum til að taka þátt í stórri útisenu. Í leiðinni nýtum við tækifærið til að finna nýtt fólk á skrá hjá okkur,“ segir Andrea Brabin. Aðspurð seg- ist hún ekki vita hver heildarkostn- aðurinn við gerð auglýsingarinn- ar verði en telur hana munu kosta töluvert vegna mannfjöldans sem að henni kemur. Áhugasamir geta komið í prufu á skrifstofu Eskimo á mánudaginn á milli 11 og 18. - sm Viskíauglýsing tekin upp á Íslandi MIKIL LEIT Andrea Brabin leitar að þrjú hundruð aukaleikurum í auglýsingu fyrir Johnnie Walker viskíið. „Ég gerði smá tilraun á sjálfri mér á fimmtu- dagskvöldið þegar við sýndum Bíódaga. Og ég var farin að sofa um miðja mynd,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. Sjónvarpið hefur að undanförnu sýnt íslenskar kvikmyndir á fimmtudags- og sunnudagskvöldum. Kviksjá, kvikmynda- þáttur Sigríðar Pétursdóttur, hefur verið sýnd bæði á undan og eftir kvikmyndunum á fimmtudagskvöldum en þar hefur útvarps- og sjónvarpskonan rætt við Ásgrím Sverris- son um myndirnar og tilurð þeirra. Sýning- arnar hafa hlotið ágætis undirtektir en það hefur hins vegar verið gagnrýnt hversu seint myndirnar eru sýndar; þær eru iðulega ekki búnar fyrr en um eða eftir miðnætti og þá eru flestir landsmenn farnir að sofa enda vinnudagur fram undan. Sigrún lofar bót og betrun: „Fimmtudags- myndirnar verða sýndar strax á eftir tíufréttum og sunnudags- myndirnar á eftir Land- anum,“ segir Sigrún og viðurkennir að fjöldi fólks hafi sett sig í sam- band og kvartað undan sýningartímanum. Hún bætir því hins vegar við að það sé stefna RÚV að vera með íslenskt efni á dagskrá sinni og nefnir þar fjóra nýja íslenska þætti sem hefja göngu sína í júlí; Gulli byggir, Andri á flandri, Með okkar eigin augum og Grillað með Völla Snæ. - fgg Sigrún dagskrárstjóri sofnaði yfir Bíódögum BREYTING Sigrún Stefánsdóttir náði ekki að halda sér vakandi yfir Bíó- dögum og nú hefur sýningartímum íslensku bíómyndanna verið breytt. Þær verða mun fyrr á dagskrá. Bandalag íslenskra tónleikahald- ara, BÍT, hefur verið stofnað hér á landi. Markmiðið með samtökun- um er að styrkja bakland tónleika- haldara og verja hagsmuni þeirra. „Þetta eru ákveðnir aðilar sem hafa haldið tónleika á Íslandi um árabil. Þetta eru náttúrulega samkeppnisaðilar en á móti eru ákveðnir hlutir sem er gott að standa saman um,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Ice- land Airwaves, sem er í stjórn BÍT. „Þegar þú ert alltaf sóló einhvers staðar úti á túni er þetta mjög erf- itt,“ segir hann og bætir við að svona samtök þekkist víða erlendis, meðal annars í Bretlandi. Formaður er Ísleifur B. Þór- hallsson og aðrir sem sátu stofn- fundinn voru Einar Bárðarson, Þorsteinn Stephensen, Páll Eyj- ólfsson, Steinþór Helgi Arnsteins- son og Helgi Björnsson. Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT, er oddamaður. „Hann bauð mönnum skrifstofu til að halda fundinn og kallaði menn saman, sem var sniðugt. Mér fannst þetta fyrst kannski óraunhæft en svo fannst mér mjög gott að fólk tal- aði saman,“ segir Grímur. „Þetta er eins og Félag hljómplötuútgef- enda. Þeir hittast og tala saman. Þeir eiga sameiginlegra hags- muna að gæta en þeir eru að keppa grimmilega í plötubúðunum.“ Áður hefur verið reynt að sam- eina tónleikahaldara í eina sæng en án árangurs og núna virð- ast menn tilbúnir til að sameina krafta sína, kannski vegna krepp- unnar og hennar fylgifiska. Grímur nefnir að tónleikahald sé ekki jafn ríkisstyrkt og aðrir geir- ar tónlistar og því hafi verið mjög áhættusamt fyrir menn að halda tónleika. Oftast hafi þeir gert það hver í sínu horni. „Þeir sem eru reyndir eru farnir að átta sig á hvernig þetta virkar. Allir þessir aðilar hafa tapað peningum. Allir hafa haldið góða tónleika en allir hafa gert mistök,“ segir Grímur. „Það er allt í lagi að deila þessum mistökum. Svona vettvangur er bara góður, líka fyrir miðakaup- endur. Þeir geta treyst því sem er að fara að gerast,“ segir hann og á þar við að ákveðinn gæðastimp- ill muni felast í vöru- merkinu BÍT, eða PA (Promoters Alliance) eins og það útleggst á ensku. freyr@frettabladid.is GRÍMUR ATLASON: ALLT Í LAGI AÐ DEILA MISTÖKUNUM Tónleikahaldarar snúa bökum saman og stofna BÍT SNÚA BÖKUM SAMAN Frá vinstri: Einar Bárðarson, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Ísleifur B. Þórhallsson, Páll Eyjólfsson, Grímur Atlason, Þorsteinn Stephensen og Helgi Björnsson hafa snúið bökum saman og stofnað BÍT. Ferðaskrifstofa AUSTFAR - Fjarðargötu 8 ·710 Seyðisfirði · Sími: 472 1111 NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN - Stangarhyl 1 · 110 Reykjavik · Sími: 570 8600 WWW.SMYRIL-LINE.IS FERÐAPOTTUR - SMYRIL LINE - 28.000 Innifalið: Sigling til og frá Danmörku eða Færeyja með bíl að 4.9 m á lengd og að 1.9 m á hæð, gisting i fjögurra m. klefa án glugga, skattar og önnur aukagjöld. Verð m.v. tvo ásamt bíl er kr. 75.500 eða kr. 37.500 á mann. Aðeins 20 klefar í sölu og gildir fram til kl.17:00 þriðjudaginn 5 júlí. Verð m.v. fjóra í fjögurra m. klefa án glugga ásamt bíl er kr. 112.000 eða kr. 28.000 á mann. Smyril Line býður nú frábært tilboð með Norrænu til Danmerkur Farið út þann 7. júlí og heim frá Danmörku þ. 26.7 og frá Færeyjum þ. 27.7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.