Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2011, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 28.07.2011, Qupperneq 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 Fimmtudagur skoðun 20 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Gleraugu 28. júlí 2011 174. tölublað 11. árgangur GLERAUGUFIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 KynningarblaðBörnHeilsaTískaFréttir Fróðleikur Þegar velja skal gleraugu fyrir börnin er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um það sem er nauðsynlegt við valið. Gleraugun mega ekki vera of þung og ættu ekki að móta andlit barnsins um of. Einfaldleikinn bestur„Það sem ég legg áherslu á við foreldra er að barnagleraugu séu ekki eingöngu keypt vegna þess að þau séu merkt sérstöku vöru-merki sem er í uppáhaldi hjá barninu,“ segir Kjartan Krist-jánsson, sjónfræðingur og eig-andi Optical Studio verslana. „Frekar eiga þau að vera þægi-leg fyrir barnið, létt og brotaþol-in sem er stór þáttur. Þá mega gleraugun ekki bera andlitið of-urliði í of þykkum og dökkum tónum heldur er betra að hafa einfaldleikann að leiðarljósi. Öllu máli skiptir að gleraugun trufli ekki barnið í öllu sínu atgervi til dæmis við leik, hlaup og snöggar hreyfingar og þá segir sig sjálft að þyngdin skiptir gríðarlegu máli. Þau verða að vera létt en um leið mjög sterk.“Kjartan segir að boðið sé upp á þriggja ára ábyrgð án skilyrða á umgjörðum. „Sem þýðir að ný umgjörð er afgreidd ef umgjörð-in brotnar eða fer í sundur. Slíkt skiptir miklu máli fyrir foreldra sem þurfa að sjá börnum fyrir gleraugum frá unga aldri og fram eftir aldri.“ Lindberg, skrúfulausar umgjarðirPaul-Jörn Lindberg er löngu orðinn heimsfrægur fyrir sína einstöku hönnun á gleraugnaumgjörðum, en í meira en 30 ár hefur hann þróað gleraugnaumgjörð sem gæti verið í senn léttasta og sterkast gleraugna-umgjörð í heimi. Lindberg Kid/ Teen umgjörðin er sex sinnum léttari en hefðbundnar umgjarð-ir og vegur aðeins 0,01% af þyngd 6 ára barns. Umgjörðin er skrúfu-laus en gerð úr títanvír sem snú-inn er saman og er hún því um leið sveigjanleg og sterk. Fyrir yngstu börnin eru gleraugun sérsmíðuð í þeirri stærð sem hentar barninu. Lindberg hefur hlotið fjölda al-þjóðlegra hönnunarviðurkenninga fyrir hönnun sína en Kjartan segir að með framleiðslu sinni vilji Lind-berg koma því til skila með jákvæð-um formerkjum til foreldra að ekk-ert sé nógu gott fyrir börnin þeirra. Optical Studio hefur í meira en 20 ár verið umboðs- og söluaðili fyrir Lindberg umgjarðir á Íslandi. Gott orðspor á gleraugnamarkaðin-um er ekki síst vegna þessara frá-bæru gleraugnaumgjarða og starfs-fólks Optical Studio sem leggur alúð sína í að veita sem besta þjónustu. Kjartan Kristjánsson segir að barnagleraugu eigi að vera þægileg fyrir börnin. MYND/ANTON HEIMSFRÆG BARNAGLERAUGU Nýtt frá Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457Davíð Helgi Andrésson lærði fatahönnun í dönskum lýðháskóla með 27 stelpum og hannaði flík sem minnir á smekkbuxur H gsar út fyrir rammann Á hugi Davíðs Helga Andrés-sonar á fatahönnun kviknaði í valáfanga í Menntaskólanum við Sund. Þaðan lá leið hans í lýðháskólann Den Danske Skandinav-iske Design Højskole. „Í danska skól-anum lærði ég fatahönnun ásamt 27 stelpum sem höfðu saumað síðan þær voru litlar,“ segir Davíð sem var eini strákuri n á brautinni og bætir við: „Þess vegna hjálpuðu stelpurnar og kennararnir mér mikið.“Á sex mánuðum vann Davíð ólík verkefni sem hvert hafði sérstakt þema. Síðustu vikuna í skól um fengu nemendur þó að hanna eftir sínu höfði og leit hann þá til hug-myndar sem hann hafði teiknað upp í menntaskóla. Útkoman var flík sem samanstendur af jakka-fatabuxum og áföstu vesti. „Við hönnunina fékk ég innblástur frá smekkbuxum,“ segir Davíð og bætir við: „Mér finnst karlmannafata-hönnuðir hafa þröngan Óskrifaðar tískureglur eru ófáar. Ein leggur algert bann við því að hafa sama naglalakk á tám og fingrum. Það verður að vera hvort í sínum litnum. Eins mætti hafa annaðhvort fingur eða tær ólakkaðar á móti lit. teg 42026 - frábær og flottur í BC skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur STÆKKAR ÞIG UM NÚMER ! Fólkið í landinu les Fréttablaðið Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. 18-49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Meðallestur á tölublað, apr.-jún 2011 Í fatahönnun með 27 stelpum Davíð Helgi Andrésson hugsar út fyrir rammann. allt 1 Furðulega sannspár Hugleikur Dagsson teiknaði skopmynd um dauða Amy Winehouse fyrir tveimur árum. fólk 50 Fimmtíu ár frá fyrsta blokkflaututímanum Gísli Helgason gefur út afmælisdisk með Eyjalögum. tímamót 24 TÍSKA Gullsmiðurinn Kristján Eyjólfsson hefur fengið inngöngu í hin virtu bresku samtök The Goldsmiths‘ Company Directory, sem eru lokuð samtök gullsmiða í Bretlandi. Samtökin eiga rætur sínar að rekja til þrettándu aldar og eru meðlimir nú einungis þrjú hundruð. Kristján er eini Íslend- ingurinn í samtökunum. „Stærstu nöfnin í gullsmíði í Bretlandi eru meðal annarra í þessum samtökum,“ segir Krist- ján glaðlega og bætir við að þau séu gífurlega virt í Bretlandi. „Þetta þykir mikill heiður og gæðastimpill.“ - mmf / sjá Allt Fékk inngöngu í virt samtök: Með þekktum gullsmiðum BJART AUSTANTIL en lítilsháttar skúrir vestanlands. Vindur verður fremur hægur af suðvestri og hitinn á bilinu 10-20 stig, hlýjast austan- lands. VEÐUR 4 12 15 13 15 16 SAMFÉLAGSMÁL Forsvarsmenn Bandalags íslenskra skáta (BÍS) hafa rekið fjóra menn úr hreyf- ingunni á undanförnum árum eftir að upp komst að þeir höfðu beitt unga skáta kynferðisofbeldi. Elsta málið er um 30 ára og það nýjasta átti sér stað í fyrra. Júlíus Aðalsteinsson, félags- málastjóri BÍS, segir félagið hafa beitt sér fyrir því að vinna úr málum sem þessum eftir að mál kom upp hjá KFUM og KFUK árið 2003 þar sem starfsmaður félagsins var handtekinn fyrir vörslu barnakláms og staðinn að því að áreita börn kynferðislega í starfinu. „Í framhaldinu af því beittum við okkur fyrir því innan æsku- lýðsráðs ríkisins hvernig taka ætti á svona málum,“ útskýrir Júl- íus og bætir við að umræðan um kynferðisbrotin innan kirkjunnar hafi einnig orðið til þess að ákveð- ið hafi verið að setja á fót fagráð um meðferð kynferðisbrota innan skátahreyfingarinnar. Fagráðið mun starfa óháð skát- unum og segir Júlíus það mikil- vægt í ljósi smæðar hreyfingar- innar, þar sem flestir annaðhvort þekkja eða kannast við þolendur eða gerendur. Með því telur Júlíus að trúverðugleiki þess aukist og komið sé í veg fyrir að persónuleg tengsl eigi sér stað. Júlíus segir nauðgun ekki hafa komið við sögu í neinum brotanna, heldur var um að ræða óviðeig- andi ummæli eða kynferðislega snertingu. Börnin voru oftar en ekki fleiri en eitt í hverju máli. Nýjasta tilvikið var í fyrra, þegar ungur maður var dæmdur fyrir að misnota tvo sjö ára drengi sem leiðbeinandi í skátabúðum. Fulltrúar BÍS hafa átt einn fund með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um skipun fagráðs um meðferð kyn- ferðisbrota innan skátahreyfing- arinnar. Formleg beiðni frá BÍS til ráðuneytisins hefur þó enn ekki verið lögð fram. Júlíus segir viðbúið að enn fleiri mál komi upp á yfirborðið eftir stofnun fagráðsins. „Auðvitað vona ég ekki, en það er viðbúið,“ segir hann. „En við viljum alltaf setja barnið í fyrsta sæti. Ef einhver grunur um ofbeldi vaknar, þá er það okkar hlutverk að halda hlífiskildi yfir börnunum í okkar starfi.“ - sv Fjórir skátar reknir fyrir kynferðisbrot gegn börnum Bandalag íslenskra skáta hefur rekið fjóra menn úr hreyfingunni á síðustu árum eftir að upp komst að þeir höfðu beitt börn kynferðisofbeldi. Elsta málið er 30 ára gamalt. Forsvarsmenn skáta vilja setja á fót fagráð. Ef einhver grunur um ofbeldi vaknar, þá er það okkar hlutverk að halda hlífiskildi yfir börnunum í okkar starfi. JÚLÍUS AÐALSTEINSSON FÉLAGSMÁLASTJÓRI BÍS Sögleg stund hjá Þór Þórsarar eru komnir alla leið í bikarúrslitaleikinn eftir 2-0 sigur á ÍBV í gær. sport 44 SJÁVARÚTVEGUR María Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, vill að innflutningsbann verði sett á íslenskar sjávarafurðir og að aðildarviðræð- um verði fryst- ar verði Íslend- ingar ekki við viðvörunum Evrópusam- bandsins vegna makrílveiða. Sat hún fund með fulltrú- um skoskra og norskra útgerðarmanna og þar sem þetta bar á góma. Þar var ákveðið að krefja Norður-Atlants- hafs fiskveiðiráðið um að senda eftirlitsmenn til Íslands og Fær- eyja en sögusagnir hafa verið á kreiki um að Færeyingar hafi fengið erlenda togara til að hjálpa við að ná að veiða upp í makríl- kvóta sinn. Ekki náðist í Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra. - jse Makríldeilan í hnút: Íslendingar fá hótun frá ESBVEÐURGUÐIR AFTRA EKKI VEIÐI Menn létu veðrið ekki aftra sér frá því að veiða í soðið í höfuðborginni í gær. Á Skarfabakka við Sundahöfn var margt um manninn og voru þeir ófáir sem urðu varir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SJÁVARÚTVEGUR Ef áform tveggja fyrirtækja ganga eftir munu að minnsta kosti 110 störf skapast við hlývatnseldi á Suðurnesjum á næstu árum. Fyrirækið Stolt Sea Farm hefur sótt um öll tilskilin leyfi til að reisa eldisstöð fyrir senegalfúru og yrði hún ein sinn- ar tegundar í heiminum, að sögn Pablo García, forstjóra fyrirtæk- isins. Að minnsta kosti fimmtíu manns munu starfa þar. Íslensk matorka hefur síðan uppi áform um að reisa eldisstöð fyrir norræna tilapíu og bleikju. Þar munu starfa á bilinu 60 til 80 manns. Margir þekkja tilapíu undir nafninu beitarfiskur en þessa norrænu tilapiu kýs fyrir- tækið að kalla hekluborra. Í næsta mánuði mun fyrirtækið flytja út fyrsta farm sinn af þessum fiski. Um er að ræða tilraun en til mik- ils er að vinna þar sem þessi fisk- ur nýtur mun meiri vinsælda en þorskurinn víðast hvar. - jse / sjá síðu 6 Að minnsta kosti 110 störf skapast á Reykjanesi ef áform um fiskeldi ganga eftir: Vilja hefja fiskeldi á Suðurnesjum Mikilvægur stólpi undir atvinnulífið Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir þessi verkefni gríðarlega mikilvæg og að allt stefni í að fiskeldi verði ein af sterkustu stoðum atvinnu- lífins á Reykjanesi en þar er atvinnuleysi nú um tólf prósent. „Það er ekki nóg með að þarna skapist bein störf við eldið heldur höfum við einnig rætt við þessi fyrirtæki um að þau nýti þær fiskvinnslustöðvar sem hér eru til staðar en hafa staðið höllum fæti frá því að kvótinn fór héðan,“ segir hann. Garcia segir að um 75 störf muni skapast samhliða stafsemi fyrirtækisins á svæðinu. MARIA DAMANAKI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.