Fréttablaðið - 28.07.2011, Side 6

Fréttablaðið - 28.07.2011, Side 6
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR6 Meira í leiðinni N1 þjónustustöðvar N1 verslanir CARS VÖRUR FÁST HJÁ N1 EFNAHAGSMÁL Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, segir stöðuna í ríkisfjármál- um slæma. Það sé grafalvarlegt að áætlanir um rekstur ríkisins á síð- asta ári skuli ekki hafa náð fram að ganga, jafnvel þó þar spili inn- spýtingarútgjöld inn í. „Staðreynd málsins er sú að um og yfir 100 milljarða halli er gríð- arlegur. Þetta eru um 25 prósent af öllum tekjum ríkisins,“ segir Bjarni. Hann segir Sjálfstæðisflokk- inn ætíð hafa talað fyrir þeirri stefnu að auka þyrfti tekjur ríkis- sjóðs til að loka fjárlagagatinu og standa undir velferðarkerfinu. Til þess þurfi að auka framleiðslu og verðmætasköpun. „Það er í því verkefni sem ríkistjórnin er að bregðast. Hún þarf að skapa fleiri atvinnutækifæri og grípa þau sem gefast.“ Bjarni segir að rætt hafi verið aftur og aftur um sömu fram- kvæmdirnar sem virðist aldrei komast á koppinn. „Síðan hefur ríkisstjórnin með áherslum sínum í skattamálum dregið kjark úr fjárfestum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, segir að breyta verði lögum og reglum til að hvetja til fjár- festinga. Þá eigi að einfalda skatt- kerfið og halda því stöðugu þannig að menn viti að hverju þeir gangi. „Skuldir heimila og fyrirtækja eru svo miklar að stór hluti tekna fer í að standa undir þeim. Svigrúmið er því lítið. Svo bætist við að þetta eykur verðbólguna og verðtrygg- ingin hækkar skuldirnar enn frek- ar.“ Hann segir hallann áhyggjuefni sem sýni að skattahækkunarstefna stjórnarinnar hafi ekki dugað. Landsframleiðsla hafi verið í sögu- legu lágmarki í fyrra, 13%, en hún þurfi að vera um 20 prósent bara til að halda í horfinu. - kóp Stjórnarandstaðan segir fjárlagahallann vera gríðarlegt vandamál sem verði að vinna á: Verður að auka verðmætasköpun í landinu BJARNI BENEDIKTSSON SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra segist vera uggandi yfir alþjóðlegu efna- hagsástandi. Hann segir að í síð- ustu viku hafi verið umtalsverð hætta á nýrri kreppu og ekki sjái fyrir endann á því máli enn þá. „Hagvaxtarhorfurnar eru ekki mjög góðar, til dæmis í þeim hag- kerfum sem við erum mjög tengd og það hefur auðvitað bara áhrif á okkar útflutnings- og viðskipta- hagsmuni.“ Steingrímur segir að ef horft sé á stóru myndina sé það ekki þann- ig að hagvöxtur í Kína, Indlandi og nýmarkaðsríkjum nái að draga efnahagskerfi heimsins áfram, á meðan séu vaxandi erfiðleik- ar í Norður-Ameríku og Evrópu. „Hagvöxtur sumra þessara ríkja hefur byggst á útflutningi inn á þau markaðssvæði og það kemst sandur í öll hjól ef ekki vinnst ein- hvern veginn úr þessu.“ Hann segir Íslendinga sérstak- lega viðkvæma þar sem hagkerf- ið sé mjög háð inn- og útflutn- ingi. Steingrímur varar við því að afstaða til Evrópusambands- ins hafi áhrif á skoðanir manna á alþjóðlegum efnahagsmálum. „Mér finnst það með endem- um að lesa hálfgerða þórðargleði hjá ýmsum yfir því að það gangi illa í Evrópu, burtséð frá afstöðu manna til Evrópusambandsins. Það er öllum mikilvægt að það vinnist úr þessum efnahagsvandræðum og það verði ekki frekari áföll, að ég tali nú ekki umönnur veruleg kreppa.“ - kóp Fjármálaráðherra hefur verulegar áhyggjur af alþjóðlegu efnahagsástandi: Telur ekki útséð um aðra kreppu STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Fjármála- ráðherra segir lítil hagkerfi vera mjög háð breytingum í alþjóðlegu umhverfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Styður þú þá hugmynd að nýtt fangelsi verði reist sem einka- framkvæmd? Já 49% Nei 51% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú styrkt hjálparstarf á þessu ári? Segðu þína skoðun á Vísi.is SJÁVARÚTVEGUR Tvö fyrirtæki vinna nú að því að hefja fiskeldi á Suð- urnesjum og verður framleiðsl- an samtals um fimm þúsund tonn innan fárra ára ef hugmyndirnar ganga eftir. Einnig munu þá að minnsta kosti 110 manns vinna við þessar stöðvar. Þetta eru fyr- irtækin Íslensk matorka sem hyggst hefja eldi á 3.000 tonnum samtals af bleikju og norrænni tilapíu eða hekluborra. Að sögn Stef- aníu K. Karls- dóttur, eins af eigendum fyrir- tækisins, munu á bilinu 60 til 80 vinna við fisk- eldið, slátrun, flökun og pökk- un en einnig séu uppi hugmyndir hjá fyrirtækinu um enn frekari vinnslu á afurð- inni. Hún segist enn fremur búast við því að fram- leiðslan hefjist þegar á næsta ári. Hitt fyrirtækið er Stolt Sea Farm, sem hyggur á eldi á 2.000 tonnum af senegalflúru. Athafna- svæði fyrirtækisins verður um 600 metra vestan við Reykjanes- virkjun HS Orku. Ráðgert er að ekki færri en fimmtíu manns starfi við eldisstöðina en allt að 75 önnur störf gætu fylgt starfsem- inni að sögn Pablos Garcia, for- stjóra Stolt Sea Farm. Hann segir að fyrirtækið hafi sótt um öll til- skilin leyfi og vonast hann til að hægt verði að hefja framkvæmd- ir á þessu ári. Áætlaður kostnað- ur við þær verður ekki minni en 2,5 milljarður en byggt verður á um sjö hektara svæði. „Við erum í þessu af fullri alvöru og ég get sagt það að eldisstöð sem þessi mun ekki eiga sinn líka í heiminum svo þetta mun heldur betur koma Íslandi á kortið í þessum geira,“ segir hann. Hann vonast til þess að getað kynnt þessi áform ítar- lega á blaðamannafundi á Íslandi í næsta mánuði. Hann segir enn fremur margar ástæður fyrir því að Ísland varð fyrir valinu. „Til dæmis kemur jarðhitinn sér vel og svo er Ísland afar jákvætt fyrir verkefnum sem þessum og hingað til höfum við ekkert nema gott um sam- skipti okkar við íslensk stjórnvöld að segja,“ segir Pablo. Fyrirtækið rekur nú þegar níu eldisstöðvar; þar af sex á Spáni, eina í Noregi, eina í Portúgal og eina í Frakk- landi. jse@frettabladid.is Vilja rækta tilapíu og flúru á Suðurnesjum Ef áform tveggja fyrirtækja ganga eftir verður komið upp fimm þúsund tonna fiskeldi á næstu árum, meðal annars á tilapíu og senegalflúru. Framkvæmd- irnar kosta nokkra milljarða og gætu hafist í október. Jarðhitinn verður nýttur. Við erum í þessu af fullri alvöru og ég get sagt það að eldisstöð sem þessi mun ekki eiga sína líka í heiminum svo þetta mun heldur betur koma Íslandi á kortið í þessum geira. PABLO GARCIA FOSTJÓRI STOLT SEA FARM. VINSÆLLI EN ÞORSKURINN Norræn tilapía, eða hekluborri, verður fluttur út í fyrsta sinn frá Íslandi í næsta mánuði. Fyrirtækið Matorka er með áform um mikið borraeldi á Reykjanesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STEFANÍA K. KARLSDÓTTI PABLO GARCIA KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.