Fréttablaðið - 28.07.2011, Page 13

Fréttablaðið - 28.07.2011, Page 13
13 Kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið Cooke Aquaculture festi fyrir helgi kaup á spænska fiskeldis-fyrirtækinu Culmarex. Íslenska ráðgjafarfyrirtæki Markó Partners var Cooke til ráðgjafar við kaupin. Markó Partners er tveggja ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf til sjávarútvegsfyrirtækja. Fram- kvæmdastjóri Markó Partners er Kjartan Ólafsson sem leiddi áður sjávarútvegsteymi Glitnis. „Þetta verkefni staðfestir í okkar huga að þessi íslenska sérfræðiþekking getur verið útflutningsvara. Við höfum haft trú á því lengi og það hefur skilað sér í góðri verkefnastöðu hjá okkur,“ segir Kjartan. Kaup Cooke Aquaculture á Culmarex voru að sögn Kjartans viðskipti upp á rétt tæpa 10 milljarða króna en Culmarex er eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Spánar. Markó Partners hefur haft nóg fyrir stafni undan- farin misseri. Nýverið ráðlagði fyrirtækið bandaríska fjárfestingarfyrirtækinu Paine & Partners við kaup á norska fyrirtækinu Scanbio Marine Group. Meðal ann- arra fyrirtækja sem Markó Partners hefur starfað með má nefna Highliner Fine Foods, Clearwater Seafoods og Samherja. - mþl Íslenskt fyrirtæki veitti ráðgjöf við stór alþjóðleg viðskipti sjávarútvegsfyrirtækja: Selja þekkingu á sjávarútvegi MARKÓ PARTNERS Nafni fyrirtækisins var nýverið breytt en það hét áður KE-Partners. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur hlotið verðlaun- in „Samstarfsaðili ársins 2011“ hjá Microsoft Íslandi. Verðlaun- in eru veitt þeim sem taldir eru hafa skarað fram úr í þróun og kynningu á Microsoft-tengdum lausnum á síðasta ári. Fyrirtækið var heiðrað ásamt fleiri samstarfsaðilum Micro- soft á heimsvísu, fyrir yfirburði í þróun og útfærslu á þjónustumið- uðum lausnum byggðum á tækni frá Microsoft. Verðlaun voru veitt í ýmsum flokkum og sigurvegar- ar valdir úr hópi fleiri en þrjú þúsund samstarfsaðila frá öllum heimshornum. „Það er mikill heiður að hljóta þessi verðlaun annað árið í röð. Ég trúi því að lykillinn að árangri og vexti Maritech sé sú mikla áhersla sem lögð hefur verið á lausnir fyrir sjávarútveginn og viðskiptagreind, en Maritech hefur lagt mikla vinnu í þróun á þessum sviðum,“ segir Jón Heið- ar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Maritech. Maritech er sjálfstæður sölu- aðili Microsoft Dynamics NAV. Fyrirtækið var stofnað árið 1995 og þjónustar um 500 viðskiptavini um allan heim. Þá hefur Maritech þróað fjölda sérkerfa sem eru samhæfð lausn- um Microsoft Dynamics NAV. - mþl Fyrirtækið valið úr hópi rúmlega þrjú þúsund samstarfsaðila: Microsoft verðlaunar Maritech SKRIFSTOFUR MARITECH Maritech þjónustar um 500 viðskiptavini um allan heim. ERU LÍKURNAR á því að eitthvert evruríkjanna hætti í mynt- samstarfinu á þessu ári samkvæmt spámarkaðinum Intrade. Tekjur Marels á öðrum ársfjórð- ungi ársins námu 162 milljónum evra, sem er 19 prósenta aukning samanborið við sama tímabil fyrir ári og 5 prósent samanborið við fyrri ársfjórðung. Tekjurnar jafn- gilda 26,9 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður var 9,2 pró- sent af veltu á ársfjórðungnum og 10,2 prósent á fyrri hluta árs sem er í samræmi við markmið fyrir- tækisins um rekstrarhagnað upp á 10-12 prósent af veltu á árinu. Pantanabók fyrirtækisins heldur áfram að styrkjast og nema fyrir- liggjandi pantanir 176,3 milljónum evra í lok fjórðungsins samanborið við 125,3 milljónir í fyrra. - mþl Annar ársfjórðungur: Góð afkoma hjá Marel THEO HOEN, FORSTJÓRI MAREL 13% Umsjón: nánar á visir.is M-ið, m.siminn.is Skannaðu kóðann eða sendu sms-ið M í 1900 og fáðu M-ið beint í símann þinn Skannaðu hérna til að sækja Meira Ísland B arcode Scanner SAMSUNG GALAXY S 79.900 kr. SAMSUNG GALAXY S II 109.900 kr. Ertu á leið til Eyja? 6.953 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 9.453 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Símalán-afborgun: Símalán-afborgun:INNEIGN INNEIGN Síminn er styrktar- aðili Þjóðhátíðar 2011 Þessir glæsilegu símar frá Samsung eru frábærir ferðafélagar hvert sem ferðinni er heitið um helgina. Skoðaðu Þjóðhátíðar- dagskrána, kíktu á veðurspána, horfðu á fréttirnar eða finndu nálægasta apótekið. 1.000 króna inneign á mán. í 12 mán. Notaðu 1.000 króna inneignina sem fylgir með öllum þessum símum til að fara oftar á Netið í símanum, hringdu oftar og sendu fleiri SMS. Upplifðu meira Ísland með Símanum!** Með öllum þessum símum fylgir mánaðaráskrift af Tónlist.is þannig að þú hefur aðgang að milljónum laga, hvort sem er í tölvu eða símanum þínum.**

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.