Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2011, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 28.07.2011, Qupperneq 13
13 Kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið Cooke Aquaculture festi fyrir helgi kaup á spænska fiskeldis-fyrirtækinu Culmarex. Íslenska ráðgjafarfyrirtæki Markó Partners var Cooke til ráðgjafar við kaupin. Markó Partners er tveggja ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf til sjávarútvegsfyrirtækja. Fram- kvæmdastjóri Markó Partners er Kjartan Ólafsson sem leiddi áður sjávarútvegsteymi Glitnis. „Þetta verkefni staðfestir í okkar huga að þessi íslenska sérfræðiþekking getur verið útflutningsvara. Við höfum haft trú á því lengi og það hefur skilað sér í góðri verkefnastöðu hjá okkur,“ segir Kjartan. Kaup Cooke Aquaculture á Culmarex voru að sögn Kjartans viðskipti upp á rétt tæpa 10 milljarða króna en Culmarex er eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Spánar. Markó Partners hefur haft nóg fyrir stafni undan- farin misseri. Nýverið ráðlagði fyrirtækið bandaríska fjárfestingarfyrirtækinu Paine & Partners við kaup á norska fyrirtækinu Scanbio Marine Group. Meðal ann- arra fyrirtækja sem Markó Partners hefur starfað með má nefna Highliner Fine Foods, Clearwater Seafoods og Samherja. - mþl Íslenskt fyrirtæki veitti ráðgjöf við stór alþjóðleg viðskipti sjávarútvegsfyrirtækja: Selja þekkingu á sjávarútvegi MARKÓ PARTNERS Nafni fyrirtækisins var nýverið breytt en það hét áður KE-Partners. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur hlotið verðlaun- in „Samstarfsaðili ársins 2011“ hjá Microsoft Íslandi. Verðlaun- in eru veitt þeim sem taldir eru hafa skarað fram úr í þróun og kynningu á Microsoft-tengdum lausnum á síðasta ári. Fyrirtækið var heiðrað ásamt fleiri samstarfsaðilum Micro- soft á heimsvísu, fyrir yfirburði í þróun og útfærslu á þjónustumið- uðum lausnum byggðum á tækni frá Microsoft. Verðlaun voru veitt í ýmsum flokkum og sigurvegar- ar valdir úr hópi fleiri en þrjú þúsund samstarfsaðila frá öllum heimshornum. „Það er mikill heiður að hljóta þessi verðlaun annað árið í röð. Ég trúi því að lykillinn að árangri og vexti Maritech sé sú mikla áhersla sem lögð hefur verið á lausnir fyrir sjávarútveginn og viðskiptagreind, en Maritech hefur lagt mikla vinnu í þróun á þessum sviðum,“ segir Jón Heið- ar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Maritech. Maritech er sjálfstæður sölu- aðili Microsoft Dynamics NAV. Fyrirtækið var stofnað árið 1995 og þjónustar um 500 viðskiptavini um allan heim. Þá hefur Maritech þróað fjölda sérkerfa sem eru samhæfð lausn- um Microsoft Dynamics NAV. - mþl Fyrirtækið valið úr hópi rúmlega þrjú þúsund samstarfsaðila: Microsoft verðlaunar Maritech SKRIFSTOFUR MARITECH Maritech þjónustar um 500 viðskiptavini um allan heim. ERU LÍKURNAR á því að eitthvert evruríkjanna hætti í mynt- samstarfinu á þessu ári samkvæmt spámarkaðinum Intrade. Tekjur Marels á öðrum ársfjórð- ungi ársins námu 162 milljónum evra, sem er 19 prósenta aukning samanborið við sama tímabil fyrir ári og 5 prósent samanborið við fyrri ársfjórðung. Tekjurnar jafn- gilda 26,9 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður var 9,2 pró- sent af veltu á ársfjórðungnum og 10,2 prósent á fyrri hluta árs sem er í samræmi við markmið fyrir- tækisins um rekstrarhagnað upp á 10-12 prósent af veltu á árinu. Pantanabók fyrirtækisins heldur áfram að styrkjast og nema fyrir- liggjandi pantanir 176,3 milljónum evra í lok fjórðungsins samanborið við 125,3 milljónir í fyrra. - mþl Annar ársfjórðungur: Góð afkoma hjá Marel THEO HOEN, FORSTJÓRI MAREL 13% Umsjón: nánar á visir.is M-ið, m.siminn.is Skannaðu kóðann eða sendu sms-ið M í 1900 og fáðu M-ið beint í símann þinn Skannaðu hérna til að sækja Meira Ísland B arcode Scanner SAMSUNG GALAXY S 79.900 kr. SAMSUNG GALAXY S II 109.900 kr. Ertu á leið til Eyja? 6.953 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 9.453 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Símalán-afborgun: Símalán-afborgun:INNEIGN INNEIGN Síminn er styrktar- aðili Þjóðhátíðar 2011 Þessir glæsilegu símar frá Samsung eru frábærir ferðafélagar hvert sem ferðinni er heitið um helgina. Skoðaðu Þjóðhátíðar- dagskrána, kíktu á veðurspána, horfðu á fréttirnar eða finndu nálægasta apótekið. 1.000 króna inneign á mán. í 12 mán. Notaðu 1.000 króna inneignina sem fylgir með öllum þessum símum til að fara oftar á Netið í símanum, hringdu oftar og sendu fleiri SMS. Upplifðu meira Ísland með Símanum!** Með öllum þessum símum fylgir mánaðaráskrift af Tónlist.is þannig að þú hefur aðgang að milljónum laga, hvort sem er í tölvu eða símanum þínum.**
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.