Fréttablaðið - 28.07.2011, Page 34

Fréttablaðið - 28.07.2011, Page 34
KYNNING − AUGLÝSINGGleraugu FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 20114 LESGLERAUGU BUNDIN Á EYRU Talið er að lesgleraugu hafi komið til sögunnar á Ítalíu um árið 1260. Þau voru hönnuð til að hjálpa öldruðum við lestur. Lesgleraugun nutu fljótlega mikilla vinsælla en það var einn hængur á, umgjörðin hafði ekkert til að halda glerjunum á sínum stað svo hún datt alltaf af nefinu. Áður en nútíma les- gleraugu komu fram reyndu Spánverjar að bæta úr þessu vandamáli. Þeir tóku band, festu það við umgjörðina og vöfðu því síðan um eyrun á sér. Þessi lausn fékk misgóð viðbrögð meðal fólks. SJÓNTÆKI Sjóntæki er ljósfræðilegt áhald eða hlutur sem er notaður til að bæta sjón þeirra, sem hafa sjóngalla. Algengir sjóngallar eru nærsýni, fjarsýni og sjón- skekkja. Gleraugu, sem borin eru á nefi, eru elsta gerð sjón- tækja og komu fyrst fram á 14. öld. Einglyrni er sjóngler, sem borið er fyrir annað augað, en er lítið notað nú á dögum. Lúpa er lítið stækkunargler sem notað er við vinnu með smáa hluti. Á seinni hluta 20. aldar komu fram augnlinsur, sem settar eru utan á hornhimnu augans. Með leysiaðgerð á augum má nú orðið laga margar gerðir sjón- galla, sem gerir sjóntæki yfirleitt óþörf eftir aðgerðina. Heimild: www.wikipedia.org AFLEIT KAUP Neytendafrömuðurinn doktor Gunni gerði eitt sinn afleit kaup. Þau voru í Elvis Presley-sólgleraugum sem hann fann á heimasíðunni Elvis.com. „Þetta voru vanhugsuð netkaup. Gleraugun kostuðu bara þúsund kall, en voru send með rándýrri Federal Express-sendingu, sem kostaði svona 5.000 kall. Ofan á það bættist tollur og virðisaukaskattur, þannig að gleraugun kostuðu svona 10.000 krónur að lokum. Þetta voru bara plastgleraugu eins og fást í Kolaportinu og ég hefði getað keypt þau á 500 krónur. Konan var lengi að tala um þessi gleraugu og alltaf þegar hún vildi kaupa eitthvað sem ég vildi ekki, þá sagði hún bara „Elvis Presley-sólgleraugun“. Þá gat ég lítið sagt.“ AUGU ÚR KRISTÖLLUM Nökkvar eru tegund lindýra sem til eru um þúsund afbrigði af. Á Íslandi eru þeir gráir. Þeir eru oft undir steinum og geta hringað sig upp til að verjast áreiti. Vísindamenn hjá Duke-háskóla í Norður-Karólínu í Banda- ríkjunum hafa komist að því að þessar pöddur eru með sérlega merkileg kristalsaugu úr aragóníti sem gerir þeim kleift að sjá jafn vel í vatni sem undir beru lofti. Aragónít hefur tvo brennipunkta sem nökkvarnir nýta sér til að sjá og skynja tvær myndir samtímis. Vísindamennirnir vona að í framtíðinni geti þeir hannað sniðug gleraugu eða linsur úr aragónít-kristal.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.