Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2011, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 28.07.2011, Qupperneq 56
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR44 sport@frettabladid.is STELPURNAR í 17 ára landsliðinu í fótbolta mæta Spánverjum í undanúrslitum EM í Nyon í Sviss í dag. Íslenska liðið vann alla sex leiki sína í undankeppninni með markatölunni 37-3. Leikurinn hefst klukkan 12 að íslenskum tíma en strax á eftir mætast Þýskaland og Frakkland í hinum undanúrslitaleiknum. Leikirnir verða í beinni útsendingu á Euro- sport sem er stöð númer 40 á Digital Íslandi. FÓTBOLTI KR mætir Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í Vesturbænum í kvöld. Fyrir fram er georgíska liðið talið mun líklegra til afreka í einvíginu en KR-ingar hafa farið á kostum í sumar og skyldi ekki afskrifa þá. „Þetta lið er mun hærra skrif- að en við en Zilina var það reynd- ar líka. Þeir voru líka mun hærra skrifaðir en Georgíumennirn- ir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni,“ segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. Tbilisi-menn slógu út andstæð- ing frá Moldóvu í fyrstu umferð. Í annarri umferð lágu andstæðingar frá Wales þrátt fyrir óvænt tap í fyrri leiknum. Rúnar tekur undir með blaðamanni að Georgíumenn- irnir hafi örugglega lært af tapinu í Wales og séu ólíklegir til þess að vanmeta KR-inga. „Ég hugsa það. Tímabilið hjá þeim er rétt að byrja og þeir eru með nýjan þjálfara. Það eru væntanlega nýjar áherslur í leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrri leiknum í Wales. Liðið var töluvert breytt í síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni en vonandi getum við strítt þeim eitthvað,“ sagði Rúnar. Dinamo Tbilisi er reynslumikið félag í Evrópukeppnum. Félagið hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið frá árinu 1994 og stóð sig einnig vel á árum áður meðan Georgía var hluti af Sovétríkjunum. Hápunkturinn var vorið 1981 þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í Evrópukeppni bikarhafa. Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, var leikmaður Feyenoord á þessum tíma en liðið tapaði gegn Dinamo í undanúrslitum keppninnar. Til marks um breytta tíma þurfti Dinamo-liðið að vinna sigur á fjórum andstæðingum á leið sinni í úrslitaleikinn. Í dag þurfa Dinamo og KR að slá út fjóra andstæðinga til þess að komast í sjálfa aðalkeppnina. „Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókn- djarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika,“ segir Rúnar um leik kvöldsins. KR-ingar hafa enn ekki beðið lægri hlut í leikjum sínum á heima- velli í sumar. Sjö sigrar, tvö jafnt- efli og markatalan 24-6 er niður- staðan úr níu leikjum liðsins í Vesturbænum og ljóst að Georgíu- menn fá ekkert gefins í kvöld. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, segir ekki koma í ljós fyrr en í dag hvort hann verði leikfær en Bjarni meiddist á nára í leiknum gegn Breiðabliki á sunnudag. Hann er þó bjartsýnn miðað við bata síðustu daga og segist vilja ná leiknum. „Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila,“ segir Rúnar. Leikurinn í kvöld hefst á KR-velli klukkan 19.15 en síðari viðureignin fer fram í Georgíu að viku liðinni. - ktd KR tekur á móti Dinamo Tbilisi í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar á KR-velli í kvöld: Leikir sem leikmenn dreymir um að spila GAMAN Í KR KR-ingar hafa farið á kostum í öllum keppnum í sumar og reyna í kvöld að halda Evrópuævintýrinu gangandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NM-karla í körfubolta Ísland-Noregur 80-61 (37-25) Stig Íslands: Hlynur Bæringsson 22 (13 fráköst), Logi Gunnarsson 17, Jakob Örn Sigurðarson 16 Pavel Ermolinskij 9 (9 frák. og 6 stoðs.), Hörður Axel Vilhjálmsson 5, Brynjar Þór Björnsson 3, Haukur Helgi Pálsson 3, Helgi Már Magnússon 3, Finnur Atli Magnússon 2. Valitor-bikar karla Þór Ak.-ÍBV 2-0 1-0 David Disztl (11.), 2-0 Sveinn Elías Jónss. (54.) 1. deild karla Leiknir R.-Þróttur R. 5-1 1-0 Fannar Þór Arnarsson (22.), 2-0 Kristján Páll Jónsson (56.), 3-0 Þórir Guðjónsson (57.), 3-1 Dusan Ivkovic (76.), 4-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson (88.) 5-1 Þórir Guðjónsson (90.) Haukar-ÍR 3-2 1-0 Úlfar Hrafn Pálsson (12.), 1-1 Jón Gísli Ström (31.), 2-1 Alieu Jagne (53.), 2-2 Haukur Ólafsson, víti (60.), 3-2 Hilmar Rafn Emilsson (66.) Fjölnir-BÍ/Bolungarvík 1-1 0-1 Nicholas Deverdics (81.), 1-1 Marinó Þór Jakobsson (90.). Upplýsingar um markaskorarar af fótbolti.net. STAÐAN Í DEILDINNI: ÍA 14 13 1 0 41-6 40 Selfoss 14 9 1 4 30-14 28 Haukar 14 7 3 4 20-15 24 BÍ/Bolungarvík 14 6 3 5 18-23 21 Fjölnir 14 5 5 4 23-25 20 Þróttur R. 14 6 2 6 17-26 20 Víkingur Ó. 14 5 4 5 18-17 19 Stig hinna liðanna: ÍR 15 stig (-7), Grótta 14 (-9), KA 14 (-10), Leiknir 13 (0), HK 5 (-15). ÚRSLIT Í GÆR KÖRFUBOLTI Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér bronsið á Norður- landamótinu í Sundsvall með því að vinna 19 stiga sigur á Norðmönnum, 80-61, í gær. Hlynur Bæringsson fór á kostum í leiknum og var með 22 stig og 13 fráköst. Logi Gunnarsson fylgdi eftir góðum leik á móti Dönum með því að skora 17 stig og Jakob Örn Sigurðarson skoraði 16 stig. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum Norðurlandamótum sem íslenska liðið nær þriðja sætinu. Liðið náði líka bronsinu 2000 og 2002 en hafði endað í 4. sæti á NM 2006. Finnar urðu Norðurlandameistarar með miklum yfirburðum en þeir unnu úrslitaleikinn á móti Svíum með 22 stiga mun. Jakob Örn og Hlynur voru báðir valdir í úrvalslið mótsins. Jakob skoraði 17,8 stig að meðaltali í fjórum leikjum íslenska liðsins en Hlynur var með 15,5 stig og 10,3 fráköst að meðaltali í leik. - óój Ísland í þriðja sæti á NM: Hlynur og Jakob í liði mótsins HLYNUR BÆRINGSSON Fyrirliðinn var frábær í gær. MYND/KRISTINN GEIR PÁLSSON FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið endaði tólf mánaða fall á Styrkleikalista FIFA í gær þegar gefinn var út nýr heimslisti. Ísland hækkaði um eitt sæti á listanum og er númer 121. Íslenska landsliðið var búið að falla niður listann eða standa í stað samfellt frá júlí 2010 þegar liðið var í 79. sæti. Íslenska liðið er samt í sömu stöðu innan UEFA og verður því í síðasta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2014 í Brasilíu á laugardaginn. Ísland verður því í sex liða riðli með fimm „sterkari“ liðum. - óój Ísland upp um sæti hjá FIFA: Tólf mánaða fall á enda GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON Í leik með A- landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen spilaði sinn fyrsta leik fyrir AEK Aþenu í gærkvöldi þegar liðið gerði markalaust jafntefli við tyrkneska liðið Karabükspor í æfingaleik. Eiður Smári lék aðeins fyrri hálfleikinn og var einu sinni nálægt því að skora. Kamerún- maðurinn Steve Leo Beleck kom inn á fyrir Eið Smára í hálfleik. Elfar Freyr Helgason kom inn á sem varamaður á 58. mínútu. - óój Fyrsti leikur Eiðs með AEK: Fékk 45 mínútur FÓTBOLTI Hópur vísindamanna í Hollandi hefur sett fram skemmtilega kenningu. Sam- kvæmt niðurstöðu rannsóknar sem sérfræðingarnir gerðu eru meiri líkur á því að markverðir skutli sér til hægri í vítaspyrn- um sem framkvæmdar eru við hátt spennustig í úrslitaleikjum eða vítaspyrnukeppnum. Hollendingarnir telja sig hafa sannað að það sé eðlislægt hjá mönnum að skutla sér til hægri undir slíkum kringumstæðum. Hins vegar benda vísindamenn- irnir einnig á að við „venjuleg- ar“ aðstæður séu meiri líkur á því að markverðir skutli sér til vinstri þegar verja þarf víta- spyrnum - seth Vísindamenn í Hollandi: Leyndarmálið um vítakeppnir FÓTBOLTI „Deyja fyrir klúbbinn” er einkennislag og einkennisorð Þórsara og þeir sýndu í gær að þeir spila eftir þessum orðum. Þvílík barátta og kraftur sem skilaði 2-0 sigri á ÍBV og sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar. Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur Þórs sem hafði sex sinnum leikið í undanúrslitum áður. Gegn gangi leiksins er ekki nógu sterk klysja sem lýsir varla hálf- leiksstöðunni í gær. Eyjamenn sóttu án afláts til að byrja með og fengu fín færi en skoruðu ekki. Það gerði hins vegar Þór þegar Dvid Dizstl potaði boltanum í tómt markið eftir að Abel Dhaira mark- maður hafði misst boltann klaufa- lega yfir sig eftir innkast. Taflið snerist við í seinni hálfleik. Þórsarar byrjuðu mjög vel, fengu fín færi og uppskáru annað mark. Sveinn Elías skallaði þá hornspyrnu Atla í markið en dekkning Eyjamanna var ömurleg auk þess sem þeir hindruðu eigin markmann í að komast í boltann. ÍBV reyndi hvað það gat en allt kom fyrir ekki. Þeir sköpuðu nokkur ágæt færi en þá skorti greddu í teignum til að koma tuðrunni í netið. Það var þeim dýrt í gær. Þórsarar börðust með hjartanu og uppskáru vel. Þeir átu alla bolta, í eigin teig og andstæðinganna. „Það lá mikið á okkur og fyrri hálfleikurinn var erfiður,” sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs. „Við vörðumst vel gegn mjög vel spilandi ÍBV-liði. Við leiðum 1-0 og það er mjög ósanngjörn staða samkvæmt öllum þeim sem hafa vit á fótbolta. Við vorum þéttir í seinni hálfleik og við vorum brattari í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við féllum of mikið til baka en það getur vel verið að strákarnir séu að stríða mér með þessu og ef þeir eru að gera það er það í lagi, á meðan við erum að vinna,” sagði Páll og hló við. „Ég er auðvitað stoltur af strák- unum. Ég er búinn að vera í klúbbnum frá blautu barnsbeini, hér eru vinirnir og fjölskyldan og ég get ekki annað en verið stoltur. Nú er bara golf á morgun og svo annar úrslitaleikur, á móti Fram á miðvikudaginn. Menn mega fagna þessu afreki en það þýðir ekkert að slaka á,” sagði Páll en Þórsar- ar eru ekki á leiðinni á Þjóðhátíð í Eyjum. „Aldeilis ekki, við leyfum Eyjamönnum að vera þar einir,” sagði Páll. „Þetta var návæmlega eins og í deildarleiknum, við vorum betra knattspyrnulið en okkur skorti bara áræðni í teignum til að klára þetta. Ég ber fulla virðingu fyrir Þórsliðinu, þeir eru rosalega dug- legir í báðum teigunum. Þeir fórna sér fyrir klúbbinn allan leikinn. Það er hægt að fara ansi langt á baráttu og vilja og það hafa þeir sýnt,” sagði Tryggvi Guðmunds- son. - hþh DÁVID DISZTL ÖFLUGUR Ungverjinn kom Þórsurum á bragðið í upphafi leiks og hefur nú skorað 4 mörk í 3 bikarleikjum á þessu tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Er að springa úr stolti Þórsarar sýndu að þeir eru svo sannarlega tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn, eins og þeir syngja ótt og títt í stúkunni. Barátta þeirra var til fyrirmyndar og eftir sex töp í undanúrslitum spilar liðið loks um bikarmeistaratitilinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.