Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 6
3. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR6 UMFERÐ UM HVALFJARÐARGÖNG Á mánudag var umferð um Hringveginn 6,5 prósentum minni í ár en í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SAMGÖNGUR Umferð á vegum landsins um verslunarmanna- helgina dróst saman um rúm tólf prósent á milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Upplýsingarnar byggja á tölum frá sex völdum talningarstöðum á Hringveginum út frá höfuðborgar svæðinu. Umferðin austur fyrir fjall reyndist 13,3 prósentum minni en um sömu helgi fyrir ári. Norður fyrir varð samdrátturinn 10,5 prósent. Þá reyndist umferðin á mánudeginum, frídegi verslunar- manna, 6,5 prósentum minni en í fyrra. - sv Minni umferð um helgina: Umferð dróst saman um 12% Í ÓREGLU Vallabíur á Tasmaníu éta af ópíumökrum þar sem framleidd eru hráefni í ýmiss konar lyf. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁSTRALÍA Akurhringir á ópíum- ræktarsvæðum á eyjunni Tasman- íu eru ekki af völdum gesta frá öðrum hnetti, eins og sumir gætu haldið, heldur dýra í óreglu. Í frétt BBC er haft eftir ríkis- saksóknara Tasmaníu að valla- bíur, lítil pokadýr náskyld kengúrum, hafi orðið uppvísar af valmúaáti á ópíumökrum, þar sem framleitt er hráefni í lyf. Eftir að hafa gætt sér á valmú- anum komast þær í mikla vímu og hoppa í hringi þar til þær lognast út af í lyfjamóki. Ekki er um víðtækt vandamál að ræða, en þó hefur orðið vart við að önnur dýr, svo sem kindur, séu líka að gæða sér á ólyfjaninni. - þj Akurhringir í Tasmaníu: Lyfjuð pokadýr, ekki geimverur Datt á andlitið Á dansleik í Íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði varð það slys um nýliðna helgi að einn gesta, sem fór upp á sviðið, datt fram af því og lenti illa á andlitinu. Meiðsli hans voru talin það alvarleg að hann var fluttur með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík. LÖGREGLUMÁL SÓMALÍA, AP Sameinuðu þjóðirn- ar (SÞ) og hjálparstofnanir segja að enn sé þörf á frekari aðstoð til nauðstaddra á þurrkasvæðun- um í Austur-Afríku. Tólf millj- ónir manna eru í lífshættu vegna fæðuskorts og ríkir hungursneyð í tveimur héruðum Sómalíu, sem hefur orðið verst úti í þurrkunum. Bresku hjálparsamtökin Oxfam segja að hungursneyðin sé að aukast hratt og að framlög hrökkvi skammt til að vinna gegn versn- andi ástandi. Mannúðarmálaskrifastofa SÞ segir jafnframt í yfirlýsingu að ef ekki komi til stóraukin framlög frá alþjóðasamfélaginu muni hungurs- neyðin breiðast út til fimm eða sex sómalískra héraða í viðbót. SÞ telja að enn vanti 1.400 millj- ónir Bandaríkjadala til að sporna við neyðinni. Samkvæmt síðustu tölum frá Matvælaaðstoð SÞ (WFP) koma um 3.200 sómalískir flóttamenn yfir landamærin til Eþíópíu og Keníu á degi hverjum og hafast nú við rúmlega 700 þúsund menn konur og börn við gríðarlega bágar aðstæður. Þar að auki hefur um ein og hálf milljón flóttamanna leitað til höfuð borgarinnar Mogadisjú. - þj Ekkert lát á þjáningum flóttafólks á neyðarsvæðum í austurhluta Afríku: Ástandið versnar enn í Sómalíu LÍÐA SKORT Þessi börn sem liggja á sjúkrahúsi í Mogadisjú eru meðal þeirra milljóna sem bíða hjálpar vegna neyðar- ástandsins í Austur-Afríku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS ...ég sá það á Vísi Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STJÓRNSÝSLA Tvær til þrjár vikur gætu enn liðið áður en ríkislögmaður tekur ákvörðun um hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá síðustu viku, í máli Sólheima gegn ríkinu, verði áfrýjað til Hæstaréttar. Niðurstaða dómsins var að ríkinu hefði verið óheimilt að skera niður framlög til Sólheima árið 2009 um fjögur prósent, eða sem nemur ellefu millj- ónum króna. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hafði óskað eftir fundi með ríkislögmanni til að ræða málið, en Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið að þess í stað hefði verið fundað innan ráðuneytisins. Niðurstaðan hafi verið sú að meta málið, meðal annars með tilliti til annarra þjónustusamninga sem í gildi eru. Málið er unnið í samstarfi við ríkislögmann, sem mun, að sögn Önnu Sigrúnar, bíða niðurstöðu ráðu- neytisins áður en ákvörðun um áfrýjun verður tekin. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku sagði Guð- mundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sól- heima, að hann vonaðist til þess að málalok yrðu sem allra fyrst. - þj Velferðarráðuneytið skoðar úrskurð héraðsdóms um Sólheima: Óvissa um áfrýjun Sólheimadóms ÓVÍST UM ÁFRÝJUN Tvær til þrjár vikur geta enn liðið áður en ljóst verður hvort dómi í Sólheimamáli verður áfrýjað. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NOREGUR Norskur hóteleigandi dulbýr sig sem stöðumælavörður til þess að sekta ferðamenn. Hótel- eigandinn, Per Garen, sektaði hjón um nær 11 þúsund íslenskar krónur fyrir að leggja bíl á stæði við Videseter-hótel á Strynefjalli. Samkvæmt frétt á vef norska ríkisútvarpsins kveðst Garen hafa varið miklu fé í bílastæðið, sem er í eigu norsku vegagerðarinnar. Garen vakti athygli fyrr í sumar fyrir að rífa niður farsímamastur á lóð hótelsins. Hann kvaðst meðal annars óttast geislun. - ibs Hóteleigandi í dularklæðum: Sektar ferða- menn á stæði Fékkst þú endurgreitt frá skatt- inum í ár? Já 55% Nei 45% SPURNING DAGSINS Í DAG Þekkir þú einhvern sem hefur orðið fyrir kynferðisbroti á útihátíð? Segðu skoðun þína á vísir.is SAMFÉLAGSMÁL Páll Scheving Ingvars son, formaður Þjóðhátíðar- nefndar, vill láta setja upp eftir- litsmyndavélar í Herjólfsdal fyrir næstu Þjóðhátíð. Hann segir slíkt geta haft forvarnargildi og aðstoð- að lögregluna í rannsóknum á afbrotum sem eigi sér stað. Fimm nauðg- anir voru til- k y n nt a r t i l neyðarmóttöku sjúkrahúsa eftir Þjóð hátíð í ár og hafa tvær þeirra verið kærðar til lögreglu. Í einu tilviki var maður handtek- inn í Herjólfsdal og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Í öðru máli hefur lögregla mann grunaðan en ekki í haldi. „Ég held að sá tímapunktur sé kominn að setja upp eftirlits- myndakerfi í Herjólfsdal. Svæðið er ekki stórt. Það yrði öflug for- vörn og getur aðstoðað við að upp- lýsa mál,“ segir Páll og bætir við að nefndin líti nauðgunarmálin grafalvarlegum augum. Næsta skref sé að fara yfir málin, skoða hvernig þau séu vaxin og sjá hvernig brugðist hafi verið við þeim. Hann segir aðkomu Stíga- móta eða Nei-hreyfingarinnar mögulega á næstu Þjóðhátíð. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir of snemmt að segja til um hvort nauðgunar málin hafi verið fleiri en þau sem nú þegar hefur verið tilkynnt um. „Á þessum tíma vitum við aldrei neitt. Þær sem koma til okkar gera það miklu seinna. Engin þeirra hefur haft samband enn sem komið er,“ segir Guðrún og bætir við að verði þjónustu Stígamóta óskað á næstu Þjóðhátíð, verði slíkt vel tekið til greina. „Forvarnastarf á að vera sýnilegt á hátíðum sem þessum. Það getur bæði haft forvarnagildi og svo getur það skapað traust þeirra sem á þurfa að halda,“ segir hún. Finnborg Salome Steinþórs dóttir, talskona Nei-hreyfingarinnar, tekur undir orð Guðrúnar og segir það ólíðandi að fólk sé ekki óhult á útihátíðum. Hún segir það vissulega koma til greina að Nei-hreyfingin mæti á næstu útihátíð í Vestmanna- eyjum, verði þess óskað. Ein nauðgun var tilkynnt eftir helgina á Akureyri og ein tilraun til nauðgunar til lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. sunna@frettabladid.is Eftirlitsmyndavélar settar upp í Dalnum Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, vill setja upp mynda- vélar í Herjólfsdal fyrir næstu Þjóðhátíð. Þær hafi forvarnargildi og geti að- stoðað við rannsóknir. Stígamót og Nei-hreyfingin útiloka ekki að mæta næst. PÁLL SCHEVING INGVARSSON ÞJÓÐHÁTÍÐ Í VESTMANNAEYJUM Formaður Þjóðhátíðarnefndar vill láta setja upp eftirlitsmyndavélar í Herjólfsdal fyrir næstu Þjóðhátíð. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Forvarnastarf á að vera sýnilegt á hátíðum sem þessum. Það getur bæði haft forvarnagildi og svo getur það skapað traust þeirra sem þurf á að halda. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR TALSKONA STÍGAMÓTA SVÍÞJÓÐ Sænsk yfirvöld hafa sett kúabú í einangrun vegna miltisbrandssýkingar. Búið er í nágrenni Odensbacken sunnan við Örebro í miðhluta Svíþjóðar. Frá þessu er greint á vef Lands- sambands kúabænda. Tuttugu kýr eru dauðar vegna miltisbrandsins og hafa hræin verið send til eyðingar. Áður voru dýr sem drápust af miltisbrandi urðuð en þar sem bakterían sem veldur sjúkdómnum lifir lengi í jarðvegi er hræjunum nú eytt. Kýrnar tuttugu gengu á landi þar sem unnið var í jarðvegi og er talið að smitið sé frá hræi sem urðað hafði verið á svæðinu. - sv Miltisbrandur á sænsku búi: Tuttugu kýr hafa drepist KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.