Fréttablaðið - 03.08.2011, Side 11

Fréttablaðið - 03.08.2011, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2011 11 Nánari upplýsingar á landsbankinn.is Nýsköpunarstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Með því að styðja við nýsköpun J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA FUKUSHIMA 100.000 tonn af vatni voru notuð til að kæla kjarnorkuverið í Fukushima. Vatnið er nú verulega mengað og hættulegt, leki það út. NORDICPHOTOS/AFPP JAPAN Mesta geislun sem mælst hefur í kjarnorkuverinu í Fuku- shima í Japan frá því að jarð- skjálfti og risaflóðbylgja skemmdu það alvarlega í mars mældist nú á mánudag. Svæðið í kringum kjarnorkuverið var girt af án tafar en verið er að rann- saka af hverju geislunin rauk skyndilega upp. Enn er unnið að því að tak- marka skaðann af kjarnorkuslys- inu en búist er við að þeirri vinnu ljúki í lok ársins. Risaflóðbylgjan eyðilagði kælikerfi þriggja kjarnakljúfa í kjarnorkuverinu, sem olli því að þeir ofhitnuðu og sprungu. - mþl Kjarnorkuverið í Fukushima: Mikil geislun mældist í Japan VIÐSKIPTI Bandaríski bílafram- leiðandinn Ford hefur innkallað 1,2 milljónir pallbíla í Banda- ríkjunum og Kanada. Ástæðan er ótti um að eldsneytisgeymar bílanna geti dottið af og valdið elds voðum. Innköllunin nær til pallbíla af ákveðnum gerðum sem fram- leiddir voru á árunum 1997 til 2004 og seldir í kaldari hlutum Norður-Ameríku. Óttast er að ólar sem halda geymunum föstum geti slitnað vegna tæring- ar af völdum vegasalts. Talið er að gallinn hafi valdið átta eldsvoðum og því að einn hafi slasast. - mþl 1,2 milljónir bíla innkallaðir: Ford innkallar fjölda pallbíla DANMÖRK Hátt í þrjú þúsund mink- ar sluppu úr búrum sínum í grennd við Assens á Fjóni í Danmörku á mánudag. Um 30 íbúar hverfisins þurftu að smala saman minkunum og koma þeim aftur í minkabúið. Óprúttnir aðilar klipptu göt á vírnet á búinu, sem gerði það að verkum að um helmingur mink- anna sem á búinu voru slapp út. Greint var frá því í dönskum fjölmiðlum í gær að smölunin hefði gengið vonum framar og nær öllum minkunum hefði verið komið aftur í búið. - sv Skemmdarverk í Danmörku: Nokkur þúsund minkar sluppu LÖGREGLUMÁL Samtals 29 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Vestfjörðum um helgina. Sá er hraðast ók mældist á 130 kílómetra hraða og þakk- aði hann lögreglumanni fyrir að stöðva akstur sinn, með þeim orðum að hann hefði verið sof- andi og ekki vaknað fyrr en far- þegar hans bentu honum á að lög- reglan væri að gefa honum merki um að stoppa. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkni- efna og einn fyrir ölvunarakstur. Sex umferðaróhöpp urðu, þar af tvö þar sem fólk slasaðist minni háttar. - jss Þakkaði lögreglu aðstoðina: Tekinn sofandi á ofsahraða BÚFJÁRHALD Ákeyrslum á sauðfé á Vestfjörðum hefur stórfækkað milli ára að sögn Önundar Jóns- sonar, yfirlögregluþjóns hjá lög- reglunni á Vestfjörðum. Það sem af er þessu ári hafa komið upp 44 mál þessa eðlis, en þau voru 76 talsins á sama tímabili í fyrra. Önundur bendir á að fjöldi mála segi ekki alla söguna um fjölda þess fjár sem ekið hefur verið á. Oftar en ekki sé ekið á fleiri en eina kind í senn. „Það er þó ljóst að fjöldinn sem orðið hefur fyrir bílum í ár er mun minni heldur en í fyrra, því málin eru svo miklu færri nú.“ Önundur kveðst ekki kunna ein- hliða skýringu á þessari fækkun. „Ég veit ekki hvort búfjáreignin á Vestfjarðakjálkanum hefur eitt- hvað breyst,“ segir hann. „Svo getur verið að ökumenn séu betur vakandi í kjölfar umræðu sem orðið hefur um þetta viðvarandi vandamál.“ Loks bendir Önundur á þá hugsanlegu skýringu að bændur hafi sleppt fénu seinna á fjall í ár heldur en árin á undan. Vorið hafi verið óvenju kalt og staðreynd sé að féð hafi verið lengur innan girðinga en undanfarin ár. - jss Ökumenn líklega orðnir varfærnari á Vestfjörðum í ár heldur en undanfarin ár að sögn lögreglu: Ákeyrslum á sauðfé fækkar til muna SAUÐFÉ Sú ánægjulega þróun hefur orðið í ár að ákeyrslum á sauðfé hefur fækkað stórlega. Svo getur verið að ökumenn séu betur vakandi í kjölfar umræðu sem orðið hefur um þetta viðvarandi vandamál. ÖNUNDUR JÓNSSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN Á VESTFJÖRÐUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.