Fréttablaðið - 03.08.2011, Page 18
18 3. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR
Góðan dag. Mig langar að byrja á því að kynna mig. Ég er
ekki hægrisinnuð, hef aldrei kosið
Sjálfstæðis- eða Framsóknar-
flokkinn og er mjög á móti einka-
væðingu allra hluta. En það
breytir ekki því að ég er hlynnt
valkostum og almenn-
um sveigjanleika.
Þetta bréf fjallar þó
ekki um mig og mína
heimssýn. Ofangreint
er bara rétt til að
fyrir byggja ásakanir
um kapítalismarembu
ýmiss konar.
Nema hvað. Þetta
bréf fja l lar um
Menntaskólann Hrað-
braut og lífið á bak við
fyrirsagnirnar.
Nú hef ég bæði
starfað við skólann
en einnig í hinu opin-
bera menntakerfi og
tel mig því hæfa til
þess að hafa skoðun á
skólanum og því starfi
sem þar fer fram. Það
er mín vissa og trú
að það að loka skólanum vegna
hvaða ástæðu sem er, séu mikil
mistök. Þarna fer ekki aðeins
fram faglegt starf góðra kennara,
heldur er Hraðbraut lítið og lit-
ríkt samfélag þar sem nemendur
blómstra og fá góðar undirstöður
fyrir áframhaldandi nám. Í Hrað-
braut þekkja kennarar alla með
nafni og á milli starfsfólks skól-
ans og nemenda sjálfra myndast
samband sem er einstakt á þessu
skólastigi. Nemendur eru fáir
sem er gott vegna þess að nærri
ógerlegt er að hverfa í fjöldann
og fólk sem einhverra hluta
vegna hefur helst úr lestinni í
námi nær þarna upp þræðinum
og klárar stúdentspróf með stæl.
Í Hraðbraut læra nemendur einn-
ig vinnuaga sem svo nýtist þeim í
háskólanámi og þeir eignast vini
sem fylgja þeim ævina á enda.
Menntaskólinn Hraðbraut
er valkostur sem á fullan rétt
á tilveru sinni. Burtséð frá
stjórnarfars legum vandamálum
hverskonar þykir mér ekki rétt-
lætanlegt að leyfa skólanum sjálf-
um og því ómetanlega starfi sem
þar fer fram að deyja drottni
sínum. Það væri órétt-
látt gagnvart þeim hópi
ungmenna sem á erindi
í þennan skóla. Hann er
alls ekki allra, en eng-
inn skóli er það. Fyrir þá
sem þetta kerfi hentar er
möguleikinn á því námi
sem til boða stendur í
Menntaskólanum Hrað-
braut ómissandi. Ekki
aðeins fyrir þá sem ligg-
ur á að komast í gegn-
um þetta skólastig, held-
ur einnig þá sem hafa
hvergi fundið sig í hinu
„venjulega“ skólakerfi
og nýta sér þetta frábæra
tækifæri til að ljúka prófi
sem þeir annars hefðu
jafnvel aldrei gert. Ég
er viss um að fjölmarg-
ir þeirra hundraða nem-
enda sem klárað hafa skólann og
fjölskyldur þeirra séu sammála
mér.
Með þessu bréfi er ég hvorki
að auglýsa skólann né koma mér
í mjúkinn hjá einum né neinum.
Mig langar bara að vekja máls
á því hversu slæmt það væri ef
skólastarfið í Menntaskólanum
Hraðbraut verður látið lognast
út af vegna vandamála sem bitna
þá á þeim sem síst skyldi, en það
eru nemendur og kennarar skól-
ans. Það hljóta að vera til leiðir
til þess að bjarga þessu litla sam-
félagi, ég trúi ekki öðru.
Í huga íslensku þjóðarinnar skipa Þingvellir ákveðinn
sess enda staðurinn sögufræg-
ur og vinsæll áningarstaður til
margra ára. Margir eiga góðar
minningar úr sunnudagsbíl-
túrum þegar haldið var á Þing-
völl og oft og einatt komið við á
Hótel Valhöll. Eftir bruna Val-
hallar hefur mikið verið rætt
um framtíð Þingvallastaðar.
Mörgum finnst sem tómarúm
hafi skapast á staðnum í kjölfar
brunans. Uppi hafa verið margs
konar hugmyndir um uppbygg-
ingu á Þingvallastað. Í þeim
efnum sýnist sitt hverjum en við
erum í hópi þeirra sem söknum
þess að geta hvergi áð á staðn-
um. Góður kaffibolli er nefni-
lega órjúfanlegur þáttur vel-
heppnaðrar Þingvallaferðar.
Á umliðnum misserum höfum
við ásamt gönguklúbbnum okkar
þrammað um Þingvelli og velt
líkt og margir aðrir fyrir okkur
framtíð svæðisins þar sem Val-
höll stóð áður. Klúbbfélagar
voru sammála um að ekki ætti
að leggjast í neinar bygginga-
framkvæmdir þarna. Svæðið er
kyrrsælt og heildarmynd þess
ber að varðveita. Hins vegar
vorum við samt á því að kaffinu
þyrfti að gera betri skil. Þegar
við ræddum málin komumst við
að sameiginlegri niðurstöðu sem
fól í sér samþættingu náttúru-
verndar og kaffidrykkju. Til
þess að svo mætti verða vorum
við sammála um að hvorki þyrfti
að byggja neitt né breyta nokkru
varðandi ásýnd staðarins.
Margir kunna að spyrja
hvernig okkar ágæti göngu-
klúbbur komst að þessari niður-
stöðu. Jú, þegar við sátum í
kvöldroðanum í brekkunni fyrir
ofan rústir Valhallar og horfðum
til austurs urðum við fyrir hug-
ljómun. Við sáum að á Þing-
völlum er nefnilega til staðar
nægjanlegt húsnæði fyrir kaffi-
hús sem um leið gæti orðið vísir
að safni og upplýsingamiðstöð.
Húsið er upphaflega byggt 1930
og er 365 fermetrar að stærð og
hefur fimm burstir.
Hér erum við að vísa í gamla
Þingvallabæinn sem nú hýsir
embættisbústað forsætisráð-
herra. Spurningin sem læddist
að okkur í gönguklúbbnum var
hvers vegna ríkisstjórnin gæfi
ekki bara þjóðinni embættis-
bústaðinn. Við vorum sammála
um að þar mætti koma fyrir
snyrtilegu kaffihúsi með góðri
salernisaðstöðu. Bærinn er að
okkar mati fallegur og endur-
speglar byggingargerð ákveðins
tíma í þjóðarsögunni.
Ef gamli Þingvallabærinn
fengi nýtt hlutverk mætti segja
að ríkisstjórnin gæfi þjóðinni
bústað sinn. Hér yrði um tákn-
rænan gjörning að ræða enda er
það okkar mat að engin þörf sé
á að embætti forsætis ráðherra
fylgi sumarhús. Við teljum að
sérstök fríðindi og íburður
ráðamönnum til handa passi
ekki við hið nýja Ísland sem
ráðamenn boðuðu að afloknu
efnahagshruni. Ef halda þarf
veislur fyrir tigna erlenda gesti
á vegum hins opinbera er það
okkar mat að áfram megi nýta
salarkynni Þingvallabæjarins.
Gestum hins opinbera er alls
ekkert of gott að stíga inn í
salar kynni sem jafnframt eru
samboðin alþýðu þessa lands.
Með því að gefa þjóðinni
gamla Þingvallabæinn er hægt
að nýta brunabæturnar sem
fengust þegar Hótel Valhöll varð
eldi að bráð til uppbyggingar á
Þingvöllum. Bætur þessar eru
samkvæmt okkar upplýsingum
um 300 milljónir. Hugmynda-
fræði ríkisstjórnar sem kennir
sig við félagshyggju smellpass-
ar við tillögu okkar um að gefa
þjóðinni gamla Þingvalla bæinn.
Tillagan sparar ekki bara pen-
inga og stuðlar að verndun
Þingvalla. Ef af yrði væri um
táknrænan gjörning að ræða
sem rímar vel við þau gildi sem
núverandi forsætisráðherra,
Jóhanna Sigurðardóttir, hefur
staðið fyrir í gegnum árin. Með
því að gefa þjóðinni embættis-
bústað sinn yrði hún öðrum
ráðamönnum fyrirmynd. Stjórn-
málamenn nútímans skulu hafa
hugfast að eftir stóra efnahags-
hrunið eiga þeir þjóðinni gjöf að
gjalda.
Bær í eigu þjóðar Hraðbraut lengi lifi!
Samfélagsmál
Guðjón Ragnar
Jónasson
menntaskólakennari
Kolbrún Elfa
Sigurðardóttir
menntaskólakennari
Menntamál
María
Hjálmtýsdóttir
kennari
Hrútar á haug og aðrir heimsborgarar
Kindakjötsframleiðendur hafa í tímans rás ýmist
flutt út kjöt eða fargað til að
takmarka framboð og hækka
verð á innanlandsmarkaði.
Útflutningur kindakjöts er ekki
og hefur ekki verið útlátalaus
fyrir skattgreiðendur á Íslandi.
Í þessari grein verður gerð til-
raun til að útskýra gangvirki
förgunar og útflutnings kinda-
kjöts jafnframt því sem reynt
verður að svara þeirri spurn-
ingu hvort réttlætanlegt sé að
flytja kindakjöt til útlanda í
þeim tilgangi að afla gjaldeyris.
Förgun kjöts
Í fréttaskýringu í Fréttablaðinu
þann 28. júní síðastliðinn er
farið yfir skipulag sölumála á
kindakjötsmarkaðnum á Íslandi.
Í fréttaskýringunni kemur
m.a. fram að förgun svokallaðs
skilakjöts kostaði tugi milljóna
á ári. Ekki fylgir fréttinni hvert
söluverð eða kostnaðarverð
hins fargaða kjöts er, en ekki
þarf að fara í grafgötur með að
þær tölur hlaupa á hundruðum
milljóna. Þessi förgun er til-
komin vegna þess fyrirkomu-
lags á kjötsölu sem afurðastöðv-
ar landbúnaðarins hafa komið
á. Afurðastöðvarnar eða aðrir
vinnsluaðilar eiga kjötið þar
til það hefur verið selt neyt-
andanum. Þetta fyrirkomulag
kemur í veg fyrir að smásalinn
bjóði neytendum kjötvörur sem
eru að nálgast síðasta söludag
á lækkuðu verði. Þess í stað
kemur sendibíll frá afurðastöð-
inni með nýjar birgðir og flytur
kjötið sem er næstum útrunnið
til förgunar. Förgunaraðferðir
hafa breyst síðan 1987 þegar
hrútakjöt var keyrt á haugana,
en förgun er förgun bæði nú og
1987.
Kjötkaupmenn og afurða-
stöðvamenn sem ég hef talað við
hafa bent á þrjár athygliverðar
staðreyndir: Í fyrsta lagi er
miklu minni rýrnun í hvíta
kjötinu en í kindakjötinu, í
öðru lagi hefur dregið mjög úr
yfirfyllingu kindakjötskælanna
eftir að krónan féll og útflutn-
ingsmarkaðir fóru að gefa
meira. Í þriðja lagi er bent á
að í framleiðslu hvíta kjötsins
séu markaðslögmál virk og
að offramboð verði til þess að
framleiðendur fái að hætta og
jafnvel að fara á hausinn. Þess-
ar staðreyndir benda til þess að
afurðastöðvar landbúnaðarins
geti haft stjórn á hversu miklu
er fargað af kindakjöti og að
förgunin sé liður í að halda uppi
verði á þessháttar kjöti. Hvern-
ig svo sem þessu er háttað þá er
það staðreynd að kjöt af hrút og
gimbur sem áður fór þurrkrydd-
að eða bláberjalegið til förgunar
í innlendri sorpeyðingarstöð fer
nú í utanlandsreisu. Skoðum í
hvaða mæli sú reisa er á kostnað
íslenskra skattgreiðenda.
Niðurgreiðsla á
útfluttu lambakjöti.
Forsvarsmenn bænda halda
því gjarnan fram að ekki sé
lengur greitt með útflutningi
lambakjöts, enda hafi útflutn-
ingauppbætur verið aflagðar
árið 1992. En ekki er allt sem
sýnist þegar styrkjakerfi land-
búnaðarins er annars vegar.
Íslenskir skattgreiðendur leggja
gífurlega fjármuni til lamba-
kjötsframleiðslunnar í formi
beingreiðslna. Beingreiðslur
og gæðastýringar álag vegna
sauðfjárframleiðslu nam um
3 milljörðum króna á síðasta
ári. Samkvæmt búreikningum
koma nærri 40% tekna sauðfjár-
bænda frá hinu opinbera. Hag-
stofan upplýsir að fob-verðmæti
útfluttra sauðfjárafurða hafi
verið um 2,75 milljarðar króna
árið 2010. Samkvæmt Hagtölum
landbúnaðarins nam greiðslu-
mark ársins 2010 í kindakjöti
um 6,7 þúsundum tonna meðan
innanlandssalan nam um 6,1
þúsundi tonna. Meðlag ríkisins
með útflutningi felst því í bein-
greiðslum og gæðastýringar-
álagi vegna þeirra 600 tonna
sem eru innan greiðslumarks og
eru flutt út. Upphæðin nemur
um 400 milljónum króna. Hærri
upphæð fæst sé beingreiðslum
dreift á hvert framleitt kíló.
Þannig reiknað verður meðlag
hins opinbera með útfluttum
sauðfjárafurðum um 1,2 millj-
arðar króna, enda er nú meira en
þriðja hvert kíló sauðfjárafurða
flutt út. Þessu fé væri líklega
betur varið með öðrum hætti
en til að auka fjölbreytni í kjöt-
framboði í erlendum stórmörk-
uðum. Ekki skiptir máli hvaða
nafn þessum greiðslum er gefið
á þriðju hæðinni á Hótel Sögu,
þær stuðla að slæmri meðferð á
opinberu fé hvert sem heitið er.
Gjaldeyristekjusköpun
sauðfjárbænda rýr
Útflutningstekjur vegna
útflutnings sauðfjárafurða
námu 2,75 milljörðum króna
árið 2010 eins og fyrr sagði.
Bændur fá á bilinu 0,4 til 1,2
milljarða króna beint frá hinu
opinbera til að framleiða þessa
2,75 milljarða af útflutnings-
tekjum. Það væri hægari leikur
fyrir hið opinbera að versla
þessa 0,4 til 1,2 milljarða króna
í gjaldeyri beint við bankana
en að senda þessa peninga fyrst
í ferðalag upp í sveit. En þar
með er ekki öll sagan sögð því
bændur þurfa að kaupa erlend
aðföng, olíu, áburð, dráttar-
vélar, varahluti, heyrúlluplast
og fleira fyrir um 1,1 milljarð
króna til að framleiða afurðir
sem gefa af sér 2,75 milljarða
króna í útflutningstekjur.
Hreinar gjaldeyristekjur séð
frá sjónarhóli almennings í
landinu vegna þessarar starf-
semi er því 0,45 til 1,25 millj-
arðar króna. Lauslega áætlað
eru það um 800 manns sem
vinna við þessa gjaldeyris öflun
sauðfjárbænda. Ætli bein og
óbein gjaldeyrissköpun 40 til
100 álversstarfsmanna sé ekki
eitthvað af svipaðri stærðar-
gráðu? Sagt með öðrum orðum:
Sé tilgangurinn með því að
flytja kindakjöt út frekar en að
bjóða það á innlendum markaði
sá að afla útflutningstekna væri
margfalt hagkvæmara að grípa
til annarra meðala. Fimmtíu
til hundrað verkamenn í hefð-
bundinni útflutningsframleiðslu
gætu leyst þessa átta hundruð
bændur undan sínu striti. Sjö
hundruð manna harðsnúið lið
myndi geta tekist á við brýn
verkefni um allt land. Sagt með
enn öðrum hætti: Framleiðsla
kindakjöts til útflutnings er
örugglega ekki þjóðhagslega
hagkvæm iðja, og þó er ekki
tekið tillit til kostnaðar við
gróðureyðingu sem starfsem-
inni fylgir.
Niðurlag
Halldór Laxness lætur sögu-
hetju sína Bjart í Sumarhúsum
bregðast við ytra áreiti með
því að hverfa með síminnkandi
áhöfn sína og síminnkandi fjöl-
skyldu hærra upp í heiðina og
óbyggðirnar, á vit hægdrepandi
sjálfsútrýmingar. Væri pers-
ónan Bjartur skrifuð inn í veru-
leika dagsins væri hann sjálf-
sagt látinn hefja gönguna í átt
að Urðaseli með óskiljanlegu
tauti um greiðslumark, fæðu-
öryggi, gjaldeyrisöflun, vonda
menn í Brussel, sjálfstæði
Íslendinga, forna búskaparhætti
og glæsileik sauðkindarinnar
umfram hænsn og svín. Von-
andi hafa forystumenn Bænda-
samtaka Íslands ekki gert Bjart
að fyrirmynd sinni. En margt
af því sem þeir hafa aðhafst í
nafni umbjóðenda sinna síðustu
misseri á opinberum vettvangi
gæti vissulega vakið upp spurn-
ingar í þá veru.
Landbúnaður
Þórólfur
Matthíasson
prófessor í hagfræði
við HÍ
Íslenskir skattgreiðendur leggja gífurlega
fjármuni til lambakjötsframleiðslunnar
í formi beingreiðslna. Beingreiðslur og
gæðastýringarálag vegna sauðfjárframleiðslu nam
um 3 milljörðum króna á síðasta ári.
Þarna fer
ekki aðeins
fram faglegt
starf góðra
kennara
heldur er
Hraðbraut
lítið og litríkt
samfélag þar
sem nemend-
ur blómstra...
Með því að gefa þjóðinni gamla Þingvalla-
bæinn er hægt að nýta brunabæturnar
sem fengust þegar Hótel Valhöll varð eldi
að bráð til uppbyggingar á Þingvöllum. Bætur þessar
eru samkvæmt okkar upplýsingum um 300 milljónir.