Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 16
8. september 2011 FIMMTUDAGUR16 Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt 3. desember nk. þeim sem hafa stuðlað að jafnrétti, sjálfstæðu lífi fatlaðra og einu samfélagi fyrir alla. Verðlaun eru veitt í flokki: 1. Einstaklinga 2. Fyrirtækja/stofnana 3. Umfjöllunar/kynninga Þekkir þú einhvern sem er verðugur verðlaunahafi? Sendu okkur tilnefningu fyrir 12. september nk. á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á www.obi.is. Tilnefningar óskast! Undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011 Bentu á þann ... 16 hagur heimilanna GÓÐ HÚSRÁÐ Finna smáhlut á gólfinu Ef eyrnalokkur dettur á gólfi ð getur verið erfi tt að fi nna hann aftur. Til þess að finna lítinn smáhlut sem dottið hefur á gólfið og illa gengur að sjá með berum augum er hægt að nota ryksuguna til aðstoðar. Settu nælonsokk framan á ryksuguna og ryksugaðu svæðið þar sem hluturinn gæti verið á. Hluturinn ætti að ryksugast upp og festast í nælonsokknum. TILBOÐ AUGLÝST Þýski hagfræðiprófessorinn Alexander Hennig segir meira að segja mjög meðvitaða neytendur láta glepjast í stórmörkuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Stórmarkaðirnir ráðskast með viðskiptavinina. Sjötíu prósent af því sem við kaup- um inn í stórmörkuðunum eru vörur sem við gætum oftast verið án. Þetta full- yrðir þýskur hagfræðipró- fessor, Alexander Hennig. Hann hefur gefið út bók um aðferðirnar sem lokka eiga viðskiptavinina til þess að kaupa meira en þeir þurfa. „Þegar aðeins 30 prósent af því sem við setjum í innkaupakerr- urnar eru vel ígrunduð innkaup er það vegna þess að stórmarkað- irnir eru duglegri og útspekúler- aðri en neytendur gera sér grein fyrir,“ segir prófessorinn í viðtali við danska blaðið 24timer. Hann bendir á allar tilboðs- vörurnar á brettum við inngang verslananna og segir að uppstill- ingar þar sem dýrum vörum er stillt upp við hlið ódýrra blekki neytendur. Viðskiptavinirnir grípa dýrari vöruna með þeirri ódýru í stað þess að kaupa ódýrari og jafn- vel betri tegund innar í verslun- inni. Vörukynningar, þegar við- skiptavinum er boðið að smakka á matvælum, virka vel og marg- falda söluna, að sögn hagfræði- prófessorsins. Þeir kaupa vöruna þótt þeir hafi hvorki haft það í huga né þörf fyrir hana. Matvælin sem mest er keypt af, eins og mjólk, brauð og spag- ettí svo eitthvað sé nefnt, eru höfð innst í versluninni. Neytendur þurfa þá að ganga framhjá alls kyns varningi áður en þeir kom- ast að vörunni sem þeir voru búnir að ráðgera að kaupa. Að sögn Hennigs láta meira að segja mjög meðvitaðir neytendur glepjast af tilboðsskiltum í æpandi litum með stórum bókstöfum og tölustöfum þótt sparnaðurinn sé hlægilega lítill eða enginn. Hagfræðiprófessorinn segir að þótt fæstir vilji viðurkenna það upplifi þeir 199 krónur talsvert lægri upphæð en 200 krónur. Það sé vegna þess að við lesum frá vinstri til hægri og lesum 1 í stað- inn fyrir 2. Þar sem innkaupakerrurnar eru hafðar risastórar virðist eins og eitthvað vanti í kerruna þegar viðskiptavinurinn er aðeins búinn að kaupa hálft kíló af kjöthakki, nokkrar dósir af niðursoðnum tómötum og einn lítra af mjólk. Viðskiptavinurinn finnur fyrir þörf til þess að kaupa meira. Það er freistandi að teygja sig í varning við greiðslukass- ana á meðan beðið er í röðinni. Súkkulaði stykki, tyggjói, raf- hlöðum, rakvélarblöðum og svo framvegis er þá oft stungið ofan í innkaupakerruna. Neytendur eru tregir til þess að beygja sig til þess að ná í vörur í neðstu hillunum. Þess vegna eru vörurnar sem stórmarkaðirnir græða mest á hafðar í 120 til 180 cm hæð. Ódýrari vörur eru hafðar í neðstu hillunum. ibs@frettabladid.is Aðeins 30% í kerrunum vel ígrunduð innkaup KRÓNUR var meðalverðið á kílói af nautagúllasi í ágúst síðastliðnum samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Verðið hefur hækkað um 47 prósent á fimm árum. Ekki er lengur heimilt að selja glærar 60 W glóperur á Íslandi. Nýjar visthönnunarkröfur fyrir ljósaperur tóku gildi 1. september sem hafa það að markmiði að spara raforku í ríkj- um á Evrópska efnahagssvæðinu. Verslunum er þó leyft að selja þær glóperur sem fluttar voru til landsins fyrir 1. september. Áður höfðu tekið gildi lög sem bönnuðu sölu á öllum möttum glóperum auk þess sem bann við sölu á 75 W glóperum tók gildi fyrir ári síðan. Frá og með 1. september 2012 verða svo 15, 25 og 40 W glærar glóperur einnig bannaðar. Í stað glópera munu neytendum bjóðast orkusparandi perur, til dæmis sparperur, LED perur og halógen eco perur. Kolvetnissnauðir matarkúrar, þar sem mælt er með neyslu kjöts og fitu, byggja á rannsóknum sem kjöt bransinn og mjólkuriðnaðurinn í Bandaríkjunum hafa fjármagnað, að því er greint var frá í sænska ríkisútvarpinu. Meðal þeirra sem fjármagnað hafa rannsóknirnar eru National Cattlements Association, Swissmilk og samtök sem tengjast megrunargúrúnum Robert Atkins sem nú er látinn. Ekkja Atkins rekur fyrirtæki þeirra sem selur fjölda bóka um Atkins-kúrinn auk þess sem fyrirlestrar eru haldnir á vegum hreyfingarinnar. ■ Matvæli Kjötbransinn á bak við kolvetnissnauða kúrinn Búast má við því að Íbúðalánasjóður hefji brátt veitingu óverðtryggðra lána. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp frá Guðbjarti Hannessyni, félags- og trygg- ingamálaráðherra, þess efnis. Frumvarpið var lagt fram í október í fyrra og hefur verið til meðferðar í þinginu síðan. Síðasta föstudag skilaði svo meirihluti félags- og tryggingamálanefndar áliti um frumvarpið og mælti með samþykki þess. Reikna má með að frumvarpið verði að lögum á yfirstandandi haustþingi. ■ Lánamarkaður Íbúðalánasjóður veitir brátt óverðtryggð lán ■ Rafmagnsvörur Glóperur að hverfa af markaðnum 2.330
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.