Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 58
8. september 2011 FIMMTUDAGUR46 golfogveidi@frettabladid.is FL U G A N LAXA MÚRINN var rofinn í Breiðdalsá á mánudaginn var.1.000 „Það stefnir í enn eitt tvö þúsund laxa sumarið í Langá á Mýrum,“ segir Hörður Vilberg í skeyti sem birt er á vef Stangaveiði- félags Reykjavíkur. Kemur fram að á hádegi á þriðjudag hafi verið komnir 1.743 laxar á land. „Hollið sem var að hætta veiðum fékk lús- ugan fisk í Strengjunum og í holl- inu á undan fékkst lúsugur fiskur í Hólsbreiðu. Hann er sem sagt enn að ganga á Mýrunum,“ segir Hörð- ur og bætir við að um eitt þúsund laxar séu gengnir upp á fjall. - gar Gott sumar í Langá: Nálgast átján hundruð laxa JÓGVAN HANSEN Söngvarinn góðkunni var í Langá í sumar. „Það er búin að vera alveg klikk- uð veiði hjá okkur félögum í Stóru I-II, það eru komnir 33 laxar á land á einum degi,“ sagði á vef Sogsmanna í fyrradag. „Nokkrir stórir hafa komið á land, þar af einn 102 sentímetra hængur sem ritstjórinn landaði í Kálfhagahyl eftir 40 mínútna baráttu,“ segir á sogsmenn.is. Þar kemur enn fremur fram að Kálf- hagahylur sé fullur af laxi. „Við fórum upp á klettinn með Stefáni bónda á Hrepphólum og sáum sirka 70 til 100 laxa og marga stóra.“ Alls hafa veiðst um 300 laxar á svæðum I og II í sumar. Sogsmenn eru „nokkrir fuglar sem hafa stundað veiðar í Soginu í mörg ár og sumir frá fæðingu,“ eins og þeir segja sjálfir. - gar Mikið stuð í Stóru-Laxá: Fengu 33 laxa á fyrsta deginum STÓRA-LAXÁ Haustið reynist oft drjúgt. Fyrr í þessari viku höfðu ríflega níutíu laxar veiðst í Selá í Álfta- firði. Að sögn Hauks Elíassonar veiðivarðar er þessi veiði í ágætu meðallagi þótt sumarveiðin hafi enn ekki náð metárinu frá í fyrra. Þá náðust yfir 150 laxar á land. „En það er allur september eftir og margir telja það besta tímann svo það er enn von á það bætist verulega í,“ segir Hauk- ur og bendir á að Selá hafi verið að jafna sig á vatnavöxtum eftir rigningar og sé í ákjósanlegu standi þessa dagana. Þannig fékk hollið sem lýkur veiðum í dag strax tvo laxa á fyrstu vakt sinni í fyrrakvöld. „Laxinn virð- ist dreifður nokkuð jafnt um alla á.“ Veitt er á tvær stangir í Selá. Selá er að upplagi sjóbleikjuá en nú er sá góði fiskur nær alger- lega horfinn úr ánni. Haukur kveðst ekki vita hvers vegna það hafi gerst. Laxinn hafi hins vegar ekki verið þar áður en hafi jafnt og þétt sótt í sig veðrið á liðnum árum. „Það hefur gerst af sjálfu sér en ekki með sleppingum. Ég kann ekki skýringu á því nema kannski þá að um sé að ræða lax sem villst hefur úr ræktuninni í Breiðdalsá,“ segir Haukur. - gar Þokkalegur gangur hefur verið í Selá í Álftafirði í sumar og besti tíminn eftir segir veiðivörðurinn: Selá er við hundrað laxa markið LAX ÚR GLJÚFURHYL Einn fallegur úr hylnum neðan Gljúfurstrengs. GLJÚFURSTRENGUR Seláin er víða falleg, sérstaklega á efri svæðunum eins og hér í gilinu við Gljúfurstreng og Helluna sem sést þar fyrir ofan. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR SILUNGAR höfðu veiðst í Fljótaá um síðustu helgi. Veitt er á fjórar stangir í ánni.1.300 Daninn Nils Jörgensen veiddi 108 sentímetra lax í Hólakvörn í Vatnsdalsá í fyrradag. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta stærsti lax sumarsins. Fréttir bárust reyndar af því fyrr í sumar að veiðst hefði 116 sentí- metra lax í Kjarrá en engin mynd hefur verið birt af þeim stórlaxi og þar með engin sönnun fyrir stærð hans. „Laxinn tók nýja flugu sem ég hef ekki enn gefið nafn – þetta var míkrótúba“ segir Nils, sem hnýtir sjálfur sínar flugur. „Ég hugsa að ég hafi verið með hann á í svona 25 mínútur. Þetta var ekki leg- inn og ljótur fiskur heldur silfur- bjartur og fallegur hængur. Hann var samt ekki lúsugur. Ég sleppti honum að sjálfsögðu eftir að ég hafði tekið mynd af honum.“ Stórlaxinn sem Nils fékk í Vatnsdalsánni var alls ekki fyrsti stórlax sumarsins hjá honum. „Þetta hefur verið frábært sumar. Ég veiddi tvo stóra í Laxá í Aðaldal fyrr í sumar. Annar þeirra var 100 sentímetrar en hinn 103. Svo veiddi ég einn 104 sentímetra lax í Hafralónsá fyrir skömmu.“ Nils segir galdurinn við haust- veiðina vera að nota nýjar flugur, öðruvísi eða sjaldgæfar. „Á þessum árstíma eru veiði- menn oft að reyna við lax sem hefur verið í á í langan tíma. Þá þýðir oft lítið að nota rauðan eða svartan frances eða aðrar vinsæl- ar flugur því fiskurinn er marg- sinnis búinn að sjá þær.“ Þó laxveiðin skipi stóran sess í lífi Nils þá veiðir hann einnig aðrar tegundir. „Á vorin veiði ég silung, ég held það sé óhætt að segja að ég elski hreinlega að veiða silung,“ segir Nils en aðspurður segist hann þó ekki vilja gefa upp hvaða vötn eða ár séu í uppáhaldi. Hann vilji halda því svolítið fyrir sig. Hvað laxveiðina snertir segir hann Vatnsdalsá og Miðfjarðará vera í sérstöku uppáhaldi en einnig sé Hafralónsáin stórbrotin veiðiá. Nils kynntist landi og þjóð fyrst fyrir um sjö árum. Hann segist strax hafa heillast af ósnortinni náttúrunni og að sjálfsögðu öllum þeim fjölda af veiðiám sem hér séu. Árið 2008, rétt fyrir hrunið, ákvað hann síðan flytja til Íslands en fram að þeim tíma hafði hann heimsótt landið svona sjö til átta sinnum á ári til að veiða. Nils vinnur fyrir sér sem hönn- uður en hann hefur meðal annars hannað veiðifatnað, stangir og hjól fyrir danska fyrirtækið Scierra en í dag á sitt eigið hönnunar- fyrirtæki og vinnur sjálfstætt. „Það má segja að ég reyni að vera sem mest inni á veturna en úti á sumrin. Ég reyni að vinna eins og vitleysingur á veturna svo ég hafi sem mestan tíma til að veiða á sumrin,“ segir Nils sem vinnur einnig sem veiðileiðsögumaður á sumrin. trausti@frettabladid.is Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Nils Jörgensen er þegar búinn að veiða fjóra ríflega 20 punda laxa í sumar. Stærsta laxinn veiddi hann í Vatnsdalsá í fyrradag en hann mældist 108 sentímetrar. Galdurinn í haustveiðinni er að nota nýjar flugur. ÓNEFNDA FLUGAN Laxinn í Vatnsdalsá tók þessa míkrótúbu sem Nils hefur ekki enn gefið nafn. STÓRLAXINN ÚR VATNSDALSÁ Laxinn er gríðarlega fallegur og sver. Reyndar segist Nils aldrei hafa veitt jafn þykkan lax á ævinni. Myndin var tekin og laxinum sleppt. NILS Í HAFRALÓNSÁ Þennan 104 sentímetra hæng veiddi Nils Jörgensen í Hafralónsá. Laxinn tók flugu sem hann hannaði og hnýtti sjálfur. Þessi túpa kom fyrst fram á sjónarsviðið síðastliðið haust og sló í gegn í haustveiðinni. Jafnt lax og sjóbirtingur tók rauða Snældu Wild Boar grimmt. Þú mátt ekki láta þessa túpu vanta í boxið þegar þú ferð í haustveiðina. UPPSKRIFT Hnýtt á 1“ eirrör Tvinni - Svartur UNI 6/0 Stél - Hár af villisvíni ásamt nokkrum þráðum af krystal flash Þar yfir koma fanir af svartlitaðri schlappen-fjöður og að lokum fanir af rauðlitaðri schlappen- fjöður. Vöf - Ávalt silfur tinsel Búkur - Svört ull Hringskegg - fanir af svartlitaðri schlappen-fjöður Góð í laxinn og sjóbirtinginn SNÆLDA WB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.