Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 4
8. september 2011 FIMMTUDAGUR4 Í blaði um kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs sem fylgdi Frétta- blaðinu í gær var ranglega sagt hver hefði samið leikritið sem kvikmyndin Brim byggir á. Jón Atli Jónasson samdi leikritið. LEIÐRÉTT VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 28° 16° 17° 16° 21° 16° 16° 30° 20° 30° 25° 28° 17° 22° 23° 15°Á MORGUN Strekkingur með NA- strönd, annars hægari. LAUGARDAGUR Vaxandi vindur SA- og NV-lands. 8 7 7 5 4 89 6 6 7 6 7 10 7 5 4 45 5 6 -1 8 11 5 9 6 10 68 7 8 5 18 BJART EN SVALT verður víða á land- inu næstu daga. Í dag fellur reyndar lítilsháttar úrkoma norðaustanlands en svo léttir þar til. Á laugardag má búast við vaxandi vindi og líklega fer hitinn heldur upp á við á sunnudag. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Tvítug stúlka hefur verið ákærð fyrir ölvunar- og ofsaakstur í miðborginni, fyrst í nóvember og aftur í mars. Í nóvember ók hún samkvæmt ákæru ölvuð á grindverk við Skúlagötu og yfirgaf síðan bílinn og vettvanginn. Í mars ók hún öðrum bíl ölvuð um Þingholtin. Hún sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, ók langt yfir hámarkshraða um fjölda gatna og stöðvaði loks á gatnamótum Frakkastígs og Hverfisgötu. Þar reyndi hún að komast undan á hlaupum. Ákæran var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. - sh Stúlka ók utan í lögreglubíl: Tvítug ákærð fyrir þeysireið um Þingholtin Slasaði sig með kantskera Maður slasaðist á fæti í Æðey í gær þegar hann var að vinna með kant- skera og skar sig. Gunnar Friðriksson, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði, flutti mann- inn á Sjúkrahúsið á Ísafirði, þar sem hlúð var að sárum hans. SLYS ALÞINGI Skiptar skoðanir eru um fyrirhuguð kaup kínverska fjár- festisins Huang Nubo á Grímsstöð- um á Fjöllum. Þingmenn þriggja flokka kölluðu eftir því, á Alþingi í gær, að stjórnvöld settust að samn- ingaborðinu með Nubo og gengju frá málinu í nafni fjárfestinga, upp- byggingar og fjölbreytni í atvinnu- lífi. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna og hvatti til þess að fundað yrði með Nubo. Hann vildi leysa málið með hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga, sem og landsvæðisins sem hann sagði teljast kalt í atvinnulegu tilliti. Hann spurði Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur, þingmann Sjálf- stæðisflokksins, hvort hún væri ekki sama sinnis. Þorgerður játti því og taldi far- sælast að leita lausna á málinu. „Allar þjóðir eiga að vita að land- ið sé opið fyrir fjárfestingum. Hér gildi reglur og lög sem allir fara eftir og sé það gert á ekki að skipta máli hvaðan menn koma. Þorgerður gagnrýndi ráðherra fyrir málflutning sem fældi fjár- festa frá. Forsætisráðherra vildi þjóðnýta ákveðnar eignir, land- búnaðarráðherra ræddi ekki við Evrópusambandið og innanríkis- ráðherra vildi loka og læsa fyrir Kínverjum. Athygli vekur að við annan tón kveður hjá Þorgerði en formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benedikts syni, sem hefur goldið varhug við jarðarkaupum af þess- ari stærðargráðu. Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, einnig í Sjálfstæðisflokknum, fagnaði, líkt og Þorgerður Katrín, áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Höskuldur Þórhallsson, Fram- sóknarflokki, kallaði eftir vilja- yfirlýsingu forsætis-, eða fjármála- ráðherra um viðræður við Nubo. Hann sagði mikilvægt að Nubo hefði lýst yfir fullum vilja til sam- ráðs við heimamenn. Sigmundur Ernir Rúnarsson, Samfylkingunni, sagði brýnt að taka málinu með opnum huga og nauðsynlegt væri að tryggja fjöl- breytni í atvinnulífinu. „Við þurf- um erlenda fjárfestingu, ef hún stenst íslenskar kröfur eigum við ekki að hafna henni, slíkt afturhald er ekki í boði.“ kolbeinn@frettabladid.is ÚTGEFENDAMÁLÞING | NORRÆNA HÚSIÐ VIÐTÖL | NORRÆNA HÚSIÐ Herta Müller & Jórunn Sigurðardóttir [DE/IS] Sara Stridsberg & Soffía Auður Birgisdóttir [SE] Sjón & Katharina Narbutovic: Politkovskaja (1958-2006) [EN] Alberto Blanco & Margrét Jónsdóttir [EN] FYRIRLESTUR: Nawal El Saadawi, Norræna húsið [EN] FYRIRLESTUR: Alberto Blanco, Háskóli Íslands [EN] UPPLESTUR | IÐNÓ Pétur Gunnarsson | Anna Politkovskaja (1958-2006) | Matt Haig | Kristín Svava Tómasdóttir | Vikas Swarup NÁNAR Á WWW.BOKMENNTAHATID.IS 9:00-11:30 12:00-14:00 14:30 16:00 20:00 BókmenntahátíðFIM M TU DA G UR 8 . S EP T. GENGIÐ 07.09.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,9821 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,58 116,14 184,64 185,54 162,31 163,21 21,790 21,918 21,577 21,705 18,100 18,206 1,4965 1,5053 183,47 184,57 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Þingmenn hvetja stjórn- völd til samninga við Nubo Þingmenn þriggja flokka vilja samningaviðræður við kínverska fjárfestinn Nubo um Grímsstaði á Fjöllum. Hálendið er að langstærstum hluta skilgreint sem þjóðlendur. Kallað eftir fjölbreytni í atvinnlífi. MÁLSHEFJANDI Magnús Orri Shcram hvatti ráðherra til að funda með kínverska fjárfestinum Nubo og liðka fyrir kaupum á Gríms- stöðum. Annar samfylkingarmaður, Sigmundur Ernir Rúnarsson, tók undir og sagði kaupin auka fjölbreytni atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, hefur fengið tölur úr starfi óbyggðanefndar, um skilgrein- ingu þjóðlenda. Nefndin hefur tekið fyrir 67 prósent af landinu og þar af 86 prósent af miðhálendinu. Af þessum 67 prósentum af landinu öllu teljast 49 prósent þjóðlendur og 51 prósent eignarland. Af þessum 86 prósentum af miðhálendinu eru hins vegar 89 prósent þjóðlendur en aðeins 11 prósent eignarland. Ragnheiður Elín segir að sé gert ráð fyrir að ríkið selji ekki sinn hluta setji þessar tölur áhyggjur af því að einhver kaupi landið í rétt samhengi. „Vanda- málið verður aldrei nema í hlutfalli við þetta.“ Lendur þjóðar VIÐSKIPTI „Uppgjörið er mjög traust, í samræmi við áætlanir og stenst þær arðsemiskröfur sem eru gerðar,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, for- stjóri Arion banka. Bankinn hagnaðist um 10,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 2,3 milljörð- um meira en á sama tíma árið á undan. Endur- mat á útlánasafni og uppgjör við þrotabú Kaup- þings setur mark sitt á uppgjör bankans líkt og síðustu misserin eftir efnahagshrunið. Höskuld- ur segir þessa tvo þætti gera uppgjörið óvenju- legt. Þegar fram líði stundir, óvissu tengdri útlánasafni bankans og öðrum eignum verði eytt og reksturinn komist á lygnan sjó muni það verða skýrara. Flestir liðir í rekstri Arion banka bötnuðu á milli ára og er mál þeirra sem Fréttablaðið ræddi við að grunnreksturinn sé á uppleið þótt afkoman sé talin lítillega undir kröfu Bankasýslu ríkisins. Enginn þar vildi tjá sig opinberlega um málið. Krafa Bankasýslunnar af reglulegum rekstri hljóðar almennt upp á 11,0 til 11,5 prósenta arðsemi. Óreglulegir liðir valda því að arð semin nær rúmum 20 prósentum. Að þeim undan- skildum liggur arðsemi af reglulegum rekstri í kringum 9,0 prósent. - jab HÖSKULDUR Aðstæður í efnahags- lífinu eru á margan hátt óvenjulegar, að sögn forstjóra Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Arðsemi af grunnrekstri Arion banka talin undir kröfu Bankasýslu ríkisins: Forstjórinn segir uppgjörið vera traust Lykiltölur úr rekstri Arion banka Liðir jan-júní 2010 jan-júní 2011 Hagnaður* 7,9 10,2 Rekstrartekjur 17,1 24,5 Vaxtamunur 2,9% 3,2% Heildareignir 842,3 805,3 Eigið fé 101,4 117,2 Eiginfjárhlutfall 16,6% 21,4% Arðsemi eigin fjár 17,7% 20,3% * Í milljörðum króna Handtóku önugan ökumann Lögregla handtók konu í Kópavogi í fyrradag eftir að hún var stöðvuð fyrir að tala beltislaus í síma undir stýri en neitaði að segja til nafns og leysa málið á vettvangi. Í tilkynningu er konunni lýst sem mjög þvermóðsku- fullri. Málið var klárað á lögreglustöð. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.