Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 8. september 2011 3 Kjóladagar 20% afsláttur fimmtudag til sunnudags Kringlan og Debenhams finndu okkur á Facebook 20% afsláttur SKÓR OG TÖSKUR FIMMTUDAG TIL SUNNUDAGS AFMÆLISTILBOÐ Karlkonur í klæðaskápum vetrarins Þrívídd er nánast orðið hið nýja norm í kvikmyndaheiminum. Nokkrir tískuhönnuðir hafa prófað sig áfram með þrívídd og mun bera nokkuð á henni á tískuvikunni í New York sem hefst í dag. Um 250 tískusýningar eru á dag- skrá tískuvikunnar í New York og því samkeppnin um athyglina mikil. Sumir hafa brugðið á það ráð að nýta þrívíddartæknina til að koma sér á framfæri, að því er fram kemur í grein á vef New York Times. Ein þeirra er Norma Kamali, sem setur upp sýningu 14. septem- ber. Þar verður sýningin sýnd á myndbandi í þrívídd sem einnig verður hægt að sjá í gegnum tölv- una heiman frá sér. „Myndband er mun meira lýsandi, hefur meira skemmtanagildi og í raun besta leiðin til að kynna fatalínu. Þrívídd- in er ekki aðeins fyrir tölvuleiki og skemmtanabransann, hún mun nýt- ast mjög vel í okkar bransa líka.“ Kamali er ekki sú fyrsta til að gæla við hugmyndina um þrívíddar tískusýningu. Burberry kynnti haustlínu sína á þrívíddar- skjá í fyrra við dræmar undir tektir þar sem fyrirsæturnar þóttu ekki beint „stökkva af skjánum“. Zegna blandaði saman þrívíddar- myndbandi og raunverulegum fyr- irsætum á sýningu sinni á karl- mannafatnaði í Mílanó í janúar. Það þótti takast ágætlega en komst ekki til skila til þeirra sem horfðu á heima. Tískumerkið Custo Barcelona hugðist einnig á að nota þrívídd- ina í sinni sýningu í vikunni og sendi út boðskort sem þurfti sér- stök gleraugu til að lesa. Ætlunin var að vera með nokkrar flíkur á sýningunni með þrívíddar- prenti en þar sem slíkt myndi ekki skila sér nema til fólksins í fremstu röð var ákveðið að sýna dressin heldur baksviðs. - sg Tískuheimurinn kveikir á þrívíddarmöguleikum Á tískusýningu Ermenegildo Zegna í Mílanó í janúar var blandað saman lifandi fyrir- sætum og þrívíddarmyndbandi. NORDICPHOTOS/GETTY Frá sýningu Burberry prorsum í fyrra. ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá Nice Tími vetrartískunnar er að renna upp þrátt fyrir að hér í suðrinu sé dálítið erfitt að hugsa um kulda og vetur í sumri sem virðist endalaust. Í París byrjaði skólinn í vikunni hins vegar með rigningu svo þar voru klæðin ekki sumarleg. Þrátt fyrir hita fylla hins vegar erlendar konur, sem oft eru rússneskar, töskur sínar af loðfeldum til að nota heima í vetur. Þrátt fyrir gagn- rýni dýraverndunarsinna njóta loðfeldir gríðarlegra vinsælda í vetur sem kannski er kreppu- merki. Svo mikið er um loðfeldi að til mótmæla kom á tískusýn- ingum þegar vetrartískan var kynnt fyrir nokkrum mánuðum. Blessunarlega eru þó sum tísku- hús sem nota gerviloðfeldi eins og Chanel, Armani og Agnès B. því meðferðin á loðdýrunum er líklega með því ömurlegra sem maðurinn tekur sér fyrir hendur hvað dýrahald varðar, stundum lifandi hamflett eða ekki nema rétt tæplega dauð. Á tískusýningum í mars þegar vetrartískan var kynnt var það mál manna að lítið væri um stórtíðindi í hönnun og víst er að óróleiki á verðbréfamörk- uðum og í efnahagslífi almennt bæði vestan hafs og austan ýtir ekki beinlínis undir að teknar séu miklar áhættur hvað tískuna varðar. Sem betur fer eru þó hressandi litir í bland við hinn hefðbundna svarta og dökk- brúna vetrarlit eins og gulrautt að hætti Hermès eða karamellu- brúnt en einnig má sjá hárautt. Í vetur sækja konur í fata- skáp herranna og nota herralega jakka og jakkaföt eða dragtir með vestum. Hvort sem litið er til Alexanders Wang, Dries Van Noten eða Jean-Paul Gaultier má alls staðar sjá sterk herraleg áhrif þó sniðin séu kvenleg. Með vetrarflíkunum eru notuð há stígvél úr leðri eða rúskinni sem er heldur verra fyrir snjó og slabb í Reykjavík og rússnesku viðskiptavinirnir hér á Frönsku Rívíerunni segja þetta ekki hent- ugt fyrir Moskvu. Sumir taka jafnvel fram klofstígvél ef svo má að orði komast, há leðurstíg- vél upp á mið læri sem hljóta auðvitað að vera upplögð í mis- jöfnu veðurlagi. Skikkjur eru vinsælar og geta hentað þeim sem ekki kæra sig um loðfeldi. Kosturinn við skikkjurnar er sá að hægt er að vera vel klæddur innan undir þeim og af hverju ekki í lopapeysu? Fyrir aðdáendur Johns Galliano er síðasta tískulínan sem hann hannaði fyrir Dior nú í búðum en samkvæmt heimildum úr tískugeiranum verður banda- ríski hönnuðurinn Marc Jacobs, sem nú hannar fyrir Louis Vuit- ton bráðlega útnefndur listrænn stjórnandi hjá Dior. bergb75@free.fr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.