Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 18
8. september 2011 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is Úlfa 18.893 26.990 Halli 17.493 24.990 Sigmar 9.093 12.990 Sigurbjört 9.093 12.990 Sigurbjört 9.093 12.990 Cintamani Kringlunni, Cintamani Bankastræti, Cintamani Austurhrauni 30% AFSLÁTTUR FRÁ FIMMTUDEGI TIL FIMMTUDAGS AF MJÚKUM SKELJUM OG MERINO ULLARPEYSUM „Konur eru stundum ekki nógu duglegar við að stíga fram. Það er ekki nóg að þær hafi hugmynd á blaði, mikilvægt er að gera þær að veruleika og koma þeim í formi vöru á markað, segir Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður og stofn- andi Samtaka frumkvöðlakvenna. Alþjóðleg ráðstefna samtakanna var sett í fyrradag í gær þar sem vakin er athygli á uppfinninga- og frumkvöðlastarfsemi kvenna. Ráðstefnan hefur verið haldin annað hvert ár frá 2007 og er þetta í þriðja sinn sem hún er haldin, en í fyrsta sinn hér á landi. Hér eru 158 konur skráðar á ráðstefnuna, sem haldin er með fjölmörgum fyrirlestrum, umræðum og sýn- ingum í ráðstefnuhúsinu Hörpu í tvo daga en lýkur með hátíðlegum hætti í Bláa lóninu í kvöld. Í kynningu um ráðstefnuna segir að ráðstefnan sé einhver fjölmennasta samkoma frum- kvöðlakvenna í Evrópu á árinu. Mikilvægt sé að draga frum- kvöðlastarf kvenna fram í dags- ljósið. Tölfræðin sýni að konur fái aðeins fimmtung af þeim styrkj- um sem séu í boði hér og þá iðu- lega lægri upphæðir en aðrir fá. Á sama tíma eru konur skráðar fyrir fimmtungi allra fyrirtækja hér. Í öðrum Evrópuríkjum eru konur skráðar fyrir aðeins níu prósent- um af öllum einkaleyfum en eiga fimm til fimmtán prósent af öllum tæknifyrirtækjum. - jab Fjölmenni á evrópskri ráðstefnu frumkvöðlakvenna: Konur fá aðeins brot styrkja HLUTI RÁÐSTEFNUGESTA Mikilvægt að styðja konur í því að gera hugmyndir sínar að veruleika, segir formaður Samtaka frumkvöðlakvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta var tilraun og hefði engu breytt. Það var verið að reyna að tryggja hagsmuni ríkisins og þessar kröfur eins og hægt var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að ólíklegt þyki að Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ), sem á tæplega fimmtíu milljarða króna kröfu á hendur Sögu fjárfestingar- banka og VBS fjárfestingarbanka fái hana að fullu greidda. Eftir því sem næst verður komist gæti ESÍ í besta falli fengið tíu prósent af kröfunni til baka, um fimm millj- arða af um fimmtíu. Krafan er tilkomin eftir svo- kölluð ástarbréfaviðskipti fyrir- tækjanna sem fólst í að þau öfluðu gömlu stóru bönkunum lausafjár úr Seðlabankanum með endur- hverfum viðskiptum. Þegar bank- arnir fóru í þrot stóðu Saga og VBS uppi með kröfur Seðlabank- ans. Kröfum þessum var breytt í lán til fyrirtækjanna. Ekki var um nýjar lánveitingar að ræða. VBS fór í þrot ári eftir að kröf- unni var breytt í lán og náði fyr- irtækið aldrei að greiða fyrstu afborgun þess. Ólíklegt þykir að mikið skili sér af skuldinni til ESÍ. Líklegt þykir hins vegar að eign- arhaldsfélag Sögu fjárfestingar- banka sem á að standa straum af afborgunum geti greitt allt að fjórðung af tæplega tuttugu millj- arða láni. - jab FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur J. Sigfússon segir ríkið ekkert hafa tapað á því að hafa breytt kröfu á hendur Sögu fjárfestingabanka og VBS fjárfestingarbanka í lán. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ríkið talið geta fengið til baka aðeins tíu prósent af lánum til VBS og Sögu: Tilraun sem breytti litlu STIG er gildi OMX Iceland hlutabréfa- vísitölunnar. Vísitalan var rúm þúsund stig í maí.914,48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.