Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 28
Opið: mán.-lau. kl. 10-6 sun. kl. 1-5 50% afsláttur af öllum vörum Dagana 8.-11. sept. Nýju haustvörurnar streyma inn Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Stærðir 40-60. Flott föt fyrir flottar konur, Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Haustvörurnar komnar 25% kynningarafsláttur af öllum vörum Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is Sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is Þurrsjampó er upplagt fyrir fólk sem vill rjúfa vítahring þess að þurfa þvo sér um hárið á hverjum degi. Um er að ræða duft í úðaformi sem þurrkar upp umframolíu í hárinu. Því er úðað í rótina og hárið fær góða lykt og lyftingu. „Ég held að CCP sé fyrsti leikja- framleiðandi heims sem vinn- ur með þekktum fatahönnuði á borð við Formichetti sem þekkt- ur er fyrir samstarf sitt með Lady Gaga,“ segir Eldar Ástþórsson hjá CCP á Íslandi sem gefur út þekkta tölvuleiki á borð við EVE Online og World of Darkness. Fyrirtækið hefur undanfarið unnið með Nicola Formichetti, listrænum stjórnanda Thierry Mugler, að sýningu sem opnuð verður í dag á BOFFO pop- up sýningu Formichetti. Sýningin er hluti af tískuvikunni í New York og stendur næstu tvær vikur. Sam- starfið hefur vakið nokkra athygli og fjallað var um það í grein í New York Times á dögunum. „Við notumst við Carbon tækni CCP og umhverfi úr EVE Online tölvu- leiknum til að bjóða hönnun Formichetti velkomna í nýjan staf- ræna heim,” segir Eldar. Fyrirsætan á sýning- unni er ansi sérstæð en búinn var til „avat- ar” eða tölvuteikn- uð fígúra út frá fyrirsætunni Rick Genest sem Form- ichetti uppgötvaði og hefur notað í auglýsingaher- ferðir og á tísku- sýningum Mugler. Genest, sem einn- ig gengur undir nafninu Zombie boy, er þakinn húð- flúri um allan lík- amann sem breyt- ir honum í nokkurs konar lifandi beina- grind. Í sýningunni mun hinn tölvugerði Zombie boy ganga staf- ræna tískupallinn í leðurjakka með belti í kross yfir líkamann sem Formichetti hannaði sérstaklega fyrir tilefnið. Myndböndin verða sýnd á tveggja metra háum skjá . Sýningin verður gagn- virk þar sem áhorfendur geta breytt sjónarhorn- inu og hrað- anum með i P a d s e m verður nálægt sviðinu. Þeir sem til þekkja segja my nd- böndin ótrúlega raunveruleg þó að andlits drættir fyrirsætunnar hafi vitanlega verið skerptir. Þá þykja fötin ótrúlega nákvæm. Þó samstarfið við Formichetti sé einstætt er CCP ekki óvant því að vinna með hönnuðum. „Hönn- un skipar veigamikinn sess í leikjaþróun CCP og fatahönnun er þar ekki undanskilin. Í EVE Online geta spilarar í leiknum til dæmis keypt föt sem gerð eru af hönnuðum CCP og fatahönnuðir á vegum fyrirtækisins taka virkan þátt í sköpun fatnaðar á persónur í World of Darkness.“ Eldar segir samstarfið við Form- ichetti hafa verið mjög skemmti- legt. „Þetta samstarf getur opnað á ýmsa möguleika þegar kemur að áframhaldandi hönnun og þróun hjá fyrirtækinu,“ segir Eldar og telur jafnvel líklegt að hugað verði að frekari landvinningum í tísku- heiminum. solveig@frettabladid.is Tíska í sýndarheimi Nicola Formichetti, listrænn stjórnandi Thierry Mugler, hefur unnið með tölvuleikjafyrirtækinu CCP að sýningu sem fram fer á tískuvikunni í New York sem hefst í dag. Hin tölvuteiknaða fyrirsæta Zombie boy sem kemur fram á sýningu Formichetti og CCP á tískuvikunni í New York. Nicola Formichetti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.