Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 31
SUSHI FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER Kynningarblað Nigiri Maki Temaki Hrísgrjón Wasabi Tofu suZushii Kringlan 4-12 l StjörnutorgSími 553 2222 l www.suzushii.is Aðaláherslan hjá ok kur er fagmennska og fersk-leiki. Við mætum snemma á morgnana og f lökum fiskinn sjálf og búum til allar sósur. Við lögum einnig til allt okkar sushi fyrir framan viðskiptavininn um leið og hann pantar,“ segir Sig- urður Karl, en allt sushi á staðn- um er handgert. „Það koma engin vélmenni nálægt vinnslunni hjá okkur.“ Sigurður Karl lærði til kokks í Perlunni og útskrifaðist árið 1999. Þá eyddi hann tveimur árum í læri hjá japönskum sushi-meistara í Kaupmannahöfn áður en hann varð y f irkok kur á veit inga- staðnum Sticks and sushi. Eftir að hafa haldið fjölmörg nám- skeið og veitt ráðgjöf til fjölda veit- ingastaða opnaði hann suZushii í febrúar árið 2010. Hann er með yfir ellefu ára reynslu í sushi-gerð og hefur SuZushii fengið marg- ar viðurkenningar á þeim stutta tíma sem staðurinn hefur starfað. „Við fengum 9/10 í einkunn í sushi-úttekt Gestgjafans og Dr. Gunni segir að þetta sé það besta á landinu. Eins var The Reykja- vík Grapevine að veita suZushii hæstu einkunn í „best sushi of 2010”,“ segir Sigurður Karl og bætir við að Íslendingar elski gott sushi. „Það er algjör sushi-sprengja núna og gaman að sjá hvað við Íslendingar erum móttækilegir fyrir þessari matargerð. Ég finn líka gríðarlegan mun á hvernig Ís- lendingar borða sushi, en það er ekki sama hvernig það er gert. Hér hefur verið landlægt að drekkja bitunum í sojasósu og nota allt of mikið wasabi en það á alls ekki að gera. Þetta tvennt á að notast sem létt „krydd” á bitann,“ segir Sig- urður Karl, en í Japan þykir það mikil móðgun við kokkinn að biðja um meira wasabi. „Þar er wasabi aldrei borið fram á sushi-diskinum, það sem kokkur inn setur á sushi-bitann er nóg. Þér gæti meira að segja verið vísað á dyr ef þú biður um meira wasabi í Japan.“ Sigurður seg- ist þó ekki vera strangur á þess- um reglum við sína viðskiptavini og taki því ekki sem móðgun ef fólk biður um auka wasabi. „Nei ég leyfi fólki að hafa þetta eins og það vill,“ segir hann hlæjandi. „En ég mæli samt með því að leyfa bragðinu af hráefninu í bitanum að njóta sín.“ Hjá suZushii er bæði hægt að kaupa sushi til að taka með eða borða á staðnum. Einnig er hægt að kaupa veislubakka en panta þarf þá með fyrirvara fyrir helg- arnar. Alls starfa 16 manns hjá suZushii sem veita snögga og persónu lega þjónustu. Allar upp- lýsingar er að finna á heima- síðunni, www.suzushii.is. Það er algjör sushi-sprengja núna og gaman að sjá hvað Íslendingar eru móttækilegir fyrir þessari matargerð. Ég finn líka mun á hvernig Íslendingar borða sushi. Handunnið sushi frá grunni úr gæðahráefni Hjónin Sigurður Karl Guðgeirsson og Ásta Sigríður Sveinsdóttir reka veitingastaðinn suZushii á Stjörnutorginu í Kringlunni. Þau leggja áherslu á fagmennsku og ferskt hráefni og vinna allt frá grunni. Hjónin Sigurður Karl Guðgeirsson sushi-kokkur og Ásta Sigríður Sveinsdóttir leggja áherslu á ferskleika á Suzushii. MYND/GVA VINSÆLASTI BITINN Lax nigiri – teriyaki er lang- vinsælasti bitinn á suZushii að sögn Sigurðar Karls. Hér sést hvernig hann flamberaður áður en hann er borinn fram. FERSKLEIKI Allt sushi er handgert frá grunni fyrir framan viðskipta- vininn á suZushii og einungis notast við ferskt hráefni og unnið eftir japönskum hefðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.