Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 44
8. september 2011 FIMMTUDAGUR32 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Einn dagur - kilja David Nicholls Stóra Disney köku- og brauðbókin - Walt Disney Hollt nesti heiman að Margrét, Sigurrós og Sigurveig Íslenskur fuglavísir Jóhann Óli Hilmarsson Lýtalaus - kilja Tobba Marinós METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 31.08.11 - 07.09.11 Prjónað úr íslenskri ull Oddný S. Jónsdóttir Frelsarinn - kilja Jo Nesbø Justin Bieber - Eins og hann er Sögur útgáfa Skindauði - kilja Thomas Enger Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir 32 menning@frettabladid.is Irène Némirovsky fæddist í Kiev í Úkraínu árið 1903. Þó að móðurmál hennar hefði samkvæmt því átt að vera rússneska varð franska henni strax töm því fóstra hennar sá að mestu um uppeldið. Foreldrar hennar voru auðugir gyðingar sem höfðu lítinn tíma eða áhuga á hefðbundnu fjölskyldulífi. Raunar var móðir hennar alveg áhugalaus um dóttur sína sem setti mikið mark á Némirovsky og verk hennar. Fjölskyldan neyddist til að flýja Rússland eftir rússnesku byltinguna og dvöldu þau meðal annars í Finnlandi í eitt ár áður en þau settust að í Frakklandi. Némirovsky sem hafði tekið að skrifa á unga aldri gaf út sína fyrstu sögu aðeins átján ára gömul. 1929 kom út skáldsagan David Golder sem sló í gegn og í kjölfar hennar varð hún mjög þekkt. Hún hélt ótrauð áfram, skrifaði fjölda verka þar sem söguefnið var iðulega málefni sem hún þekkti vel, arfleifð fjölskyldunnar, rússnesk fortíð, það að vera gyðingur og tilraun hennar til að vera frönsk. Skref í þá átt var þegar hún skírðist til kaþólskrar trúar ásamt fjölskyldunni. Það dugði hins vegar skammt eftir að Frakkland var hernumið. Fjöl- skyldan settist að í smáþorpi í Mið-Frakklandi og þar bjó hún þar til Irène og eiginmaður hennar voru send í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Dæturnar tvær, Denise og Élisabeth, fóru með aðstoð góðs fólks huldu höfði í stríðinu og ávallt var taskan með handritinu að Franskri svítu með í för. Þess má geta að þegar þær systur leituðu á náðir ömmu sinnar að loknu stríðinu vísaði hún þeim á bug, sagði að þær gætu farið á munaðar- leysingjahæli. Eftir að bókin var gefin út kviknaði áhugi á höfundarverki Némirovskys sem var fallin í hálfgerða gleymsku og nú í haust verða öll verk hennar gefin út í veglegri heildarútgáfu í Frakklandi. FÆDDIST Í ÚKRAÍNU, FLÚÐI TIL FRAKKLANDS OG LÉST Í AUSCHWITZ Fáar skáldsögur eiga sér dramatískari útgáfusögu en Frönsk svíta, sem er nýkomin út á íslensku. Höf- undurinn Irène Némirovsky lést í útrýmingar búðum árið 1942 en handritið var í fórum dætra hennar ára- tugum saman. Sú eldri, Denise Epstein, er gestur á Bókmenntahátíð Reykja- víkur. „Ég var þrettán ára og systir mín fimm ára þegar faðir minn var handtekinn í október árið 1942 nokkrum mánuðum á eftir móður minni. Faðir minn bað mig um tvennt, að gæta systur minnar og töskunnar. Það liðu mörg ár þar til ég opnaði töskuna, allavega tíu ár,“ segir Epstein sem vissi af því að í töskunni leyndist handrit enda hafði hún fylgst með móður sinni skrifa það síðustu árin sem hún lifði. „Ég vissi ekki hvað var í þessu handriti. Árum saman héldum við systurnar að það hefði dagbók að geyma og maður má náttúrulega ekki fara í dagbækur annarra. Og ég var alltaf að bíða eftir því að eigandinn kæmi til baka.“ Örlagaríkt vatnstjón Áratugir liðu þar sem handritið var í vörslu Epstein en á níunda áratugnum varð vatnstjón á heim- ili hennar til þess að hefja atburða- rás sem endaði með útgáfu hand- ritsins. „Þetta var hversdagslegt slys, þvottavélin fór að leka og vatnið úr henni lak í áttina að bókahillunni þar sem meðal ann- ars handritið var að finna. Þetta slys opnaði augu mín fyrir því að það væri ekki hægt að geyma handrit af þessu tagi heima við, það síðasta sem móðir mín skrif- aði.“ Epstein gat þó ekki hugsað sér að afhenda handritið án þess að vita hvað stæði í því og ákvað að skrifa það upp. „Það tók tímann sinn því handritið var skrifað með mjög smáu letri, stafirnir voru um 3 millimetrar, ég þurfti að nota stækkunargler,“ segir Epstein sem skrifaði upp fyrsta hlutann og áttaði sig ekki á því strax að móðir hennar hafði einnig lokið við annan hluta sögunnar. „En alls tók það mig tvö og hálft ár að skrifa handritið upp.“ Erfitt að skilja við handritið Að lokinni þessari vinnu fór hún með handritið til handritastofn- unar í Frakklandi, og það var ekki auðvelt. „Þetta var eitt af því fáa sem ég átti eftir móður mína, það var mjög erfitt að skilja við það,“ segir Epstein. Þrátt fyrir að hafa skrifað upp handritið hvarflaði það enn ekki að Epstein að gefa það út. Nokkr- um árum síðar barst það hins vegar í tal í kokteilboði þar sem Epstein var að ræða við skáldkon- una Myriam Anissimov og þá varð ekki aftur snúið. „Hún varð strax svo áhugasöm, spurði um efni sögunnar og þegar hún heyrði að þetta væri samtímasaga, gerðist í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari þá vildi hún óð og uppvæg koma handritinu í hendur bóka- útgefenda til yfirlestrar. „Sá sem las það yfir sagði strax að hand- ritið væri meistaraverk. Ég hafði ekki litið á það þannig, fyrir mér hafði það tilfinningalegt gildi sem það síðasta sem móðir mín vann að.“ Epstein segir að hún hafi þó velt því afar vel fyrir sér hvort rétt væri að gefa bókina út. „Ég gat ekki verið alveg viss um að hún hefði verið tilbúin. En ritstjóri verksins virti þær óskir mínar að fara alveg eftir hand ritinu. Þegar svo verkið kom út var ég mjög stolt, en leið samt að sumu leyti eins og ég væri orðin munaðar- lausari en áður, það hafði fylgt mér svo lengi. Ég sé auðvitað ekki eftir neinu, en hefði gjarnan viljað að systir mín hefði notið velgengninn- ar með mér,” segir Epstein en syst- ir hennar Élisabeth lést árið 1993. Frönsk svíta kom út 2004 og fékk strax afbragðsdóma og varð met- sölubók. Hún segir frá því umróti sem varð við hernám Þjóðverja á Frakklandi og þykir lýsa því mjög vel. Spurð hver sé skýringin á því að 62 ára gömul saga slær í gegn segir Epstein söguna auð- vitað mjög góða. „Og svo má ekki gleyma að það eru fáar sögur til sem sagðar eru frá þessu samtíma- sjónarhorni, skáldsögur sem skrif- aðar hafa verið um seinni heims- styrjöldinni eru sjaldnast skrifaðar í stríðinu.“ sigridur@frettabladid.is ÁRATUGAGÖMUL SKÁLD- SAGA VARÐ METSÖLUBÓK DENISE EPSTEIN Hin 82 ára Denise Epstein hefur verið á faraldsfæti síðan Frönsk svíta kom út í Frakklandi 2004. Hún kvartar ekki og segir gaman að fara víða og sjá bókina á svo mörgum tungumálum, en hún hefur verið þýdd á 40 tungumál. FRÉTTABLAÐIÐ/HALLI 9.00 Útgefendamálþing. Norræna húsið 12.00 Höfundaviðtöl, Herta Müller, Jórunn Sigurðardóttir,Sara Stridsberg, Soffía Auður Birgisdóttir, Sjón, Katharina Narbutovic: Anna Politkovs- kaja, Alberto Blanco. Norræna húsið 14.30 Fyrirlestur: Nawal El Saadawi. Norræna húsið 16.00 Fyrirlestur: Alberto Blanco. Háskóli Íslands 20.00 Upplestur, Pétur Gunnars- son, Anna Politkovskaja (1958-2006), Matt Haig, Kristín Svava Tómasdóttir Vikas Swarup. Iðnó BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í DAG KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR myndlistarmaður og Anne L. Strauss, sýningarstjóri við Metropolitan-safnið í New York, ræða um sýninguna Katrin Sigurdardottir at the Met, sem sett var upp í Metropolitan á síðasta ári. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, stýrir umræðunum, sem fara fram í Hafnarhúsinu og hefjast klukkan átta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.