Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 50
8. september 2011 FIMMTUDAGUR38 bio@frettabladid.is Reykjavík International Film Festival Hrönn Marinósdóttir á heiðurinn af einum stærsta menningarviðburði landsins. Það verður mikið fjör í kvikmynda- húsum borgarinnar um helgina, þrjár íslenskar myndir verða frumsýndar, verðlaunamyndir frá Norður löndum keppast um áhorf- endur í Bíó Paradís og Hollywood verður á sínum stað. Þriðja Sveppamyndin, Algjör Sveppi og töfraskápurinn, verður frumsýnd í Sambíóunum á föstudag. Fyrstu tvær myndirnar nutu mik- illa vinsælda og að þessu sinni þurfa þeir Sveppi, Gói og Villi að kljást við illmenni sem ásælist skápinn hans Sveppa. Sambíóin frumsýna einnig hryllingsmyndina Fright Night með Colin Farrell í aðalhlut- verki. Þar leikur írska sjarmatröll- ið vampíru sem flytur í dæmigert bandarískt úthverfi og gerir allt brjálað. Íslenska heimildarmyndin Ge9n fjallar um réttarhöldin yfir níumenningunum sem voru kærð- ir fyrir árás á Alþingi í desember 2008. Leikstjóri er Haukur Már Helgason en myndin er sýnd í Bíó Paradís. Þar verða einnig sýndar þær myndir sem tilnefndar eru til kvikmyndaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Þá verður einnig frumsýnd heimildarmyndin Mótvægi sem fjallar um Bryndísi Pétursdóttur garðyrkjufræðing. Heimildarmyndin Knuckle verð- ur einnig tekin til sýningar um helgina, en hún var tólf ár í vinnslu. Hún segir frá því hvernig þrjár írsk- ar fjölskyldur leysa aldagamlar deil- ur sínar með blóðugum hnefaleika- bardögum. Kvikmyndin Colombiana sem kemur úr smiðju Luc Besson verður frumsýnd í Laugarásbíói en myndin segir frá ungri stúlku sem verður vitni að morði foreldra sinna og ákveður að ger- ast leigumorðingi. Zoe Zaldana úr Avatar leikur aðalhlutverk- ið. Síðust en ekki síst er það síðan Melanch- olia Lars von Trier með Kirsten Dunst í aðal- hlutverki, en mynd- in hefur hlotið ein- róma lof gagnrýn- enda. - fgg > HEIÐRUÐ Í COLORADO Bæði George Clooney og Tilda Swinton voru heiðruð á Telluride-kvikmyndahátíðinni í Colorado nýverið fyrir framlag sitt til kvikmynda- gerðar. Þau mættu bæði og veittu viðurkenningum sínum viðtöku. Clooney er sterklega orðaður við Óskarinn fyrir kvikmynd sína, The Ides of March. Arnold Schwarzenegger og Bruce Willis fá stærri hlutverk í The Expendables 2. Þetta staðfestir einn af framleiðendum myndarinn- ar í samtali við bandaríska vefsíðu, en tökur á myndinni hefjast í Búlgaríu í næstu viku. Fyrsta myndin vakti gríðarlega kátínu hjá aðdáendum gamaldags hasarmynda og naut töluverðra vinsælda í kvikmyndahúsum. Bæði Schwarzenegger og Willis fóru með lítil hlutverk í fyrstu myndinni en sá fyrr- nefndi hefur látið hafa eftir sér að hann ætli að blása nýju lífi í kvikmyndaferil sinn. Bruce mun leika illmenni myndarinn- ar og honum til halds og traust verður eng- inn annar en Jean-Claude Van Damme. Hins vegar er ekki ljóst hvert hlutverk Schwarze- neggers verður. Og það verður ekkert til sparað til að gera Expendables stærri og betri. Því Simon West hefur verið fengin til að leikstýra og þá mun John Travolta leika lítið hlutverk. Aðdá- endur Chuck Norris ættu að geta tekið gleði sína á ný eftir mögur ár því gamli harðhausinn, sem hefur orðið að hálfgerðri költfígúru, mun leika í myndinni. - fgg Frumsýningafjör um helgina STÓRSKOTALIÐ Jean-Claude Van Damme og Chuck Norris leika mis- stór hlutverk í framhaldsmyndinni The Expendables 2. Bruce Willis og Arnold Schwarzenegger verða í stærri hlutverkum en áður. MIKIÐ UM AÐ VERA Haukur Már Helgason frumsýnir kvikmynd sína, Ge9n, í Bíó Paradís um helgina. Sveppi verður einnig á ferðinni með þriðju myndina sína. Þá verður mynd Lars von Trier, Melancholia, einnig frumsýnd. Die Hard 5 verður að veruleika og leikstjórinn John Moore hefur verið ráðinn til að leikstýra mynd- inni. Þetta kemur fram á vefsíðunni Deadline.com. Myndin verður gerð í Rússlandi og það verður forvitni- legt að sjá hvernig John McClane gengur að takast á við Rússana. Willis verður því önnum kafinn á næstunni því eins og kemur fram hér á öðrum stað þá leikur hann stórt hlutverk í The Expendables 2. Upphaflega var gert ráð fyrir því að leikstjórinn Noam Murro myndi stýra myndinni en hann hætti við eftir að hafa verið ráðinn til að leikstýra framhaldsmyndinni 300: Battle of Artemisia. Moore hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Behind Enemy Lines og Max Payne en hann þurfti engu að síður að fara í gegnum síu hjá Willis sem hefur mikið um leikstjóramálin að segja í Die Hard-myndunum. Þetta er án nokkurs vafa stærsta mynd Moore sem fær að öllum líkindum hundr- að milljónir dollara til ráðstöfunar en síðasta Die Hard-mynd þénaði litlar 384 milljónir dollara á heims- vísu. - fgg Die Hard 5 verður til Í FIMMTA SINN Bruce Willis þreytist seint á því að leika John McClane, lögreglu- manninn snjalla frá New York. Eddie Murphy verður kynnir á Óskarnum. Sem þýðir að það verður stuð á stóra Kodak-sviðinu þegar gaman leikarinn stígur á stokk vopnaður einu fræg- asta brosi Hollywood og ein- stökum hlátri. Sögusagnirnar um Eddie Murphy í kynnishlutverki Óskarsins fóru á kreik um helgina. Leikstjórinn Brett Ratner, sem stýrir Murphy í gaman- myndinni Tower Heist, var sagður áhugasamur um að fá gamanleikar- ann til liðs við sig og í gær var verst geymda leyndarmálið í Hollywood opinberað; að Murphy hefði fengið starfið, hann yrði kynnir. Yngra fólk kann að hrista haus- inn yfir þessari ákvörðun og hugsa með sjálfu sér: hvað í ósköpunum hefur Eddie Murphy gert síðastlið- in ár til að verðskulda þennan heið- ur? Og það er kannski ekki margt, þessi annars eitursnjalli gamanleik- ari hefur verið sjálfum sér verstur í hlutverkavali, hver b-myndin á fætur annarri hefur bæst á feril- skrána, ef undanskilið er auka- hlutverkið í Dreamgirls. Hlátur- gasið, sem Murphy hafði ótæmandi aðgang að á síðustu öld, hefur ekki hrifið áhorfendur í kvikmyndum á borð við Meet Dave, Imagine That, Norbit, The Haunted Mansion eða I Spy (að meðaltali hafa þessar mynd- ir fengið undir fimm í einkunn á hinni mjög svo jákvæðu kvikmynda- vefsíðu imdb.com.). En Murphy er fleira til lista lagt en að leika í vondum myndum því þeir sem hafa séð heimildarmynd- ina Eddie Murphy Raw frá árinu 1987 vita að fáir eru betri á sviði en hann. Murphy var hluti af Saturday Night Live-hópnum í fjögur ár og var stjarna hópsins. Hann hafði einstakt nef fyrir tímasetningum Aftur á stóra sviðið ÓLÍKU SAMAN AÐ JAFNA Eddie Murphy var vinsælastur allra gamanleikara á níunda áratug síðustu aldar. Hann umgekkst helstu stjörnurnar á þessum tíma eins og Sylvester Stallone og Michael Jackson. Nú fær hann kannski síðasta tækifærið til að bæta sitt ráð með því að vera kynnir á Óskarnum. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY og var undir sterkum áhrifum frá Richard Pryor, hann þótti stund- um ófyrirleitinn, grófur og jafn- vel dónalegur en alltaf fyndinn. Og á níunda áratug síðustu aldar fór hann á kostum í hverri myndinni á fætur annarri; Beverly Hills Cop, 48 Hours, Coming to America og Trad- ing Places. Og þetta veit leikstjór- inn Ratner og veðjar þess vegna á Murphy. „Eddie er grínsnillingur, hann er einn besti uppistandari allra tíma og hefur haft mikil áhrif á þá list. Ást hans á kvikmyndum og einstakur hæfileiki til að töfra fram ógleymanlegar persónur eiga eftir að gera Óskarskvöldstundina að ógleymanlegri stund,“ segir í yfir- lýsingu frá Ratner. freyrgigja@frettabladid.is Schwarzenegger fær stærra hlutverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.