Fréttablaðið - 08.09.2011, Page 18

Fréttablaðið - 08.09.2011, Page 18
8. september 2011 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is Úlfa 18.893 26.990 Halli 17.493 24.990 Sigmar 9.093 12.990 Sigurbjört 9.093 12.990 Sigurbjört 9.093 12.990 Cintamani Kringlunni, Cintamani Bankastræti, Cintamani Austurhrauni 30% AFSLÁTTUR FRÁ FIMMTUDEGI TIL FIMMTUDAGS AF MJÚKUM SKELJUM OG MERINO ULLARPEYSUM „Konur eru stundum ekki nógu duglegar við að stíga fram. Það er ekki nóg að þær hafi hugmynd á blaði, mikilvægt er að gera þær að veruleika og koma þeim í formi vöru á markað, segir Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður og stofn- andi Samtaka frumkvöðlakvenna. Alþjóðleg ráðstefna samtakanna var sett í fyrradag í gær þar sem vakin er athygli á uppfinninga- og frumkvöðlastarfsemi kvenna. Ráðstefnan hefur verið haldin annað hvert ár frá 2007 og er þetta í þriðja sinn sem hún er haldin, en í fyrsta sinn hér á landi. Hér eru 158 konur skráðar á ráðstefnuna, sem haldin er með fjölmörgum fyrirlestrum, umræðum og sýn- ingum í ráðstefnuhúsinu Hörpu í tvo daga en lýkur með hátíðlegum hætti í Bláa lóninu í kvöld. Í kynningu um ráðstefnuna segir að ráðstefnan sé einhver fjölmennasta samkoma frum- kvöðlakvenna í Evrópu á árinu. Mikilvægt sé að draga frum- kvöðlastarf kvenna fram í dags- ljósið. Tölfræðin sýni að konur fái aðeins fimmtung af þeim styrkj- um sem séu í boði hér og þá iðu- lega lægri upphæðir en aðrir fá. Á sama tíma eru konur skráðar fyrir fimmtungi allra fyrirtækja hér. Í öðrum Evrópuríkjum eru konur skráðar fyrir aðeins níu prósent- um af öllum einkaleyfum en eiga fimm til fimmtán prósent af öllum tæknifyrirtækjum. - jab Fjölmenni á evrópskri ráðstefnu frumkvöðlakvenna: Konur fá aðeins brot styrkja HLUTI RÁÐSTEFNUGESTA Mikilvægt að styðja konur í því að gera hugmyndir sínar að veruleika, segir formaður Samtaka frumkvöðlakvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta var tilraun og hefði engu breytt. Það var verið að reyna að tryggja hagsmuni ríkisins og þessar kröfur eins og hægt var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að ólíklegt þyki að Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ), sem á tæplega fimmtíu milljarða króna kröfu á hendur Sögu fjárfestingar- banka og VBS fjárfestingarbanka fái hana að fullu greidda. Eftir því sem næst verður komist gæti ESÍ í besta falli fengið tíu prósent af kröfunni til baka, um fimm millj- arða af um fimmtíu. Krafan er tilkomin eftir svo- kölluð ástarbréfaviðskipti fyrir- tækjanna sem fólst í að þau öfluðu gömlu stóru bönkunum lausafjár úr Seðlabankanum með endur- hverfum viðskiptum. Þegar bank- arnir fóru í þrot stóðu Saga og VBS uppi með kröfur Seðlabank- ans. Kröfum þessum var breytt í lán til fyrirtækjanna. Ekki var um nýjar lánveitingar að ræða. VBS fór í þrot ári eftir að kröf- unni var breytt í lán og náði fyr- irtækið aldrei að greiða fyrstu afborgun þess. Ólíklegt þykir að mikið skili sér af skuldinni til ESÍ. Líklegt þykir hins vegar að eign- arhaldsfélag Sögu fjárfestingar- banka sem á að standa straum af afborgunum geti greitt allt að fjórðung af tæplega tuttugu millj- arða láni. - jab FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur J. Sigfússon segir ríkið ekkert hafa tapað á því að hafa breytt kröfu á hendur Sögu fjárfestingabanka og VBS fjárfestingarbanka í lán. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ríkið talið geta fengið til baka aðeins tíu prósent af lánum til VBS og Sögu: Tilraun sem breytti litlu STIG er gildi OMX Iceland hlutabréfa- vísitölunnar. Vísitalan var rúm þúsund stig í maí.914,48

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.