Fréttablaðið - 13.09.2011, Page 12

Fréttablaðið - 13.09.2011, Page 12
13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR12 // KYNNINGARFUNDIR Þriðjudaginn 13. september Kl. 19 fyrir 13 - 15 ára Kl. 20 fyrir 16 - 25 ára // NÁMSKEIÐ FYRIR 13 - 15 ÁRA 19. september - mánudagar kl. 17 - 21 27. september - þriðjudagar kl.17 - 21 Akureyri - 27. sept, kl. 17 - 21 // NÁMSKEIÐ FYRIR 16 - 20 ÁRA 28. september - miðvikudagar kl. 18 - 22 Akureyri - 28. sept, kl.18 - 22 // NÁMSKEIÐ FYRIR 21 - 25 ÁRA 21. september - miðvikudagar kl. 18 - 22 FRAKKLAND, AP Franski lögfræð- ingurinn Robert Bourgi segist hafa fært bæði Jacques Chirac, þáverandi Frakklandsforseta, og Dominicque de Villepin forsætis- ráðherra tugi milljóna dala í ferðatöskum frá þjóðarleiðtogum í vestan verðri Afríku á árunum 1995 til 2005. Meðal annars hafi hann fært Chirac tíu milljónir dala frá þjóð- höfðingjum í Senegal, Búrkína Fasó, Fílabeinsströndinni, Gabon og Vestra-Kongó, sem Chirac hafi síðan notað í kosningabaráttu sinni árið 2002. Bourgi áætlar að samtals hafi þessir tveir menn fengið tuttugu milljónir dala með þessum hætti. Allt hafi þetta fé verið ólöglegt og hvergi talið fram. Lögmenn þeirra Chiracs og Villepins segja ekkert hæft í þessu. Jean Veil, lögmaður Chiracs, segir tímasetninguna á þessum yfirlýs- ingum auk þess harla grunsam- lega. Chirac á nú þegar í dómsmáli, þar sem hann þarf að svara fyrir ásakanir um að hafa borið ábyrgð á því, meðan hann var borgarstjóri í París á árunum 1977 til 1995, að búin hafi verið til tvö gervistörf hjá borginni. Launagreiðslur vegna þeirra hafi svo verið notaðar til að fjár- magna að hluta starfsemi Íhalds- flokksins. Auk þess styttist í kosninga- baráttu í Frakklandi, því á næsta ári verða forsetakosningar. Bourgi neitar því að pólitískar hvatir búi að baki fullyrðingum sínum, en viðurkennir að hann hafi ekkert í höndunum til að sanna ásakanir sínar, enda hafi greiðsl- urnar verið reiddar af hendi í reiðufé. „Ég hef engar sannanir. Í svona málum eru aldrei neinar sannanir,“ sagði hann. Í gær hélt Michel de Bonnecorse, sem lengi var ráðgjafi Chiracs í málefnum Afríkuríkja, því síðan fram að Nicolas Sarkozy, núver- andi Frakklandsforseti, hefði feng- ið sinn skerf af fénu frá Afríku. Þetta stangast reyndar á við það sem Bourgi hefur sagt, því hann segir að Sarkozy hafi sagt sér árið 2005 að tími ferðatöskusending- anna væri liðinn. Martine Aubry, sem er leiðtogi Sósíalistaflokksins og sækist eftir að verða forsetaefni hans gegn Sarkozy í kosningunum á næsta ári, segir þessar ásakanir mjög alvarlegar og hvetur til þess að dómstólar rannsaki þær. gudsteinn@frettabladid.is Fengu fúlgur frá leiðtogum Afríkuríkja Tveir fyrrverandi leiðtogar Frakklands, þeir Jacques Chirac og Dominique de Villepin, eru sagðir hafa fengið tuttugu milljónir dala frá þjóðhöfðingjum í Afríku. DE VILLEPIN OG CHIRAC Lögmenn þeirra beggja segja ekkert hæft í ásökunum um að þeir hafi þegið fé frá leiðtogum Afríkuríkja. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI „Við teljum N1 traust félag og áhugaverðan fjárfest- ingarkost,“ segir Finnbogi Jóns- son, framkvæmdastjóri Fram- takssjóðsins. Sjóðurinn hefur samið um kaup á 15,8 prósenta hlut í olíu- versluninni N1. Kaupverð mun ráðast þegar rekstur ársins verð- ur gerður upp. Framtakssjóðurinn kaupir eignahlutinn af skilanefnd Glitn- is og Íslandsbanka og þéttist hluthafahópurinn nokkuð fyrir vikið. Stærstu hluthafarnir eftir viðskiptin verða Framtakssjóð- urinn, Íslandsbanki, Arion banki og skuldabréfaeigendur. Skuldsetning N1 varð mjög þung í efnahagshruninu 2008 og fór félagið í gegnum fjárhags- lega endurskipulagningu. Niður- staðan varð sú að kröfuhafar, að mestu bankar og lífeyrissjóðir, tóku félagið yfir í sumar. Lífeyrissjóðir áttu fjórtán prósent af heildarkröfum á N1 og töpuðu þeir rúmum fjórum milljörðum króna við endur- skipulagningu skulda félagsins. Eftir því sem næst verður kom- ist telja stjórnendur Framtaks- sjóðsins kaupin afar hagstæð, ekki síst fyrir þær sakir að þeir eygja von um að fá kröfur sínar til baka með skráningu N1 á markað eftir tvö ár. - jab Framtakssjóðurinn kaupir 15,8% hlut í N1: Lífeyrissjóðir vonast til að fá tapað fé til baka STOKKIÐ Á HJÓLI Breski hjólreiða- kappinn Sam Pilgrim hátt á lofti fyrir framan Frúarkirkjuna í Nürnberg í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Illugi Gunnarsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, mun snúa aftur á þing í þessari viku. Illugi steig til hliðar frá störfum á Alþingi í apríl á síðasta ári vegna þeirrar óvissu sem kom upp þegar rannsóknarnefnd Alþingis sendi málefni peninga- markaðssjóða til saksóknara. Í Kastljósi í gær sagði Illugi að hann hafi viljað gefa yfirvöld- um ráðrúm til að átta sig á stöðu mála. Lögmannsstofan Lex hafi nú sent frá sér álit sem segir að ekkert hafi verið athugavert við fjárfestingarheimildir, fjárfest- ingarstefnu og eignasamsetningu Sjóðs 9, sem var undir Glitni. Nú sé búið að vísa þessu máli frá og því telur Illugi enga ástæðu til að halda sig lengur frá þingstörfum. - sv Lögfræðiálit á Sjóði 9: Illugi snýr aftur til þingstarfa KJARAMÁL Kaupmáttur lágmarks- bóta í almannatryggingakerfinu hefur hækkað 50 prósent meira en kaupmáttur almennra launa frá árinu 2000. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök atvinnulífs- ins hafa tekið saman og birtu nýverið á vefsíðu sinni. Kaupmáttur lágmarksbóta var í júlí í ár 65 prósent hærri en árið 2000. Frá árinu 1995 hefur hann tvöfaldast. Kaupmáttur lágmarkslauna hefur hins vegar hækkað um 24 prósent frá árinu 2000 og kaupmáttur almennra launa um 10 prósent. Þá kemur einnig fram í tölun- um að kaupmáttur atvinnuleysis- bóta hefur aukist um 32 prósent frá árinu 2000. Atvinnuleysisbæt- ur hafa því hækkað um 20 prósent umfram laun. Lágmarksbætur almanna- trygginga eru nú rúmar 196 þús- und krónur á mánuði. Lágmarks- laun eru aftur á móti 182 þúsund krónur á mánuði. Í pistlinum á vefsíðu SA segir að hlutfallslega hækk- un lágmarks bóta megi rekja til tveggja ákvarðana stjórnvalda á síðustu árum. Árið 2007 hafi tekjutrygging verið hækkuð um næstum helming og árið 2009 hafi uppbót vegna framfærslu- viðmiðs verið tekið upp. Þá hafi verið lögð á það áhersla allan síðasta áratug að hækka lægstu launin í landinu umfram þau sem eru hærri. - mþl meiri hækkun hefur orðið á kaupmætti lágmarksbóta en almennra launa frá árinu 2000. 50% Samtök atvinnulífsins segja kaupmátt bóta hafa hækkað meira en kaupmátt launa síðustu 10 ár: Kaupmáttur bóta 65% hærri nú en árið 2000 PENINGAR Kaupmáttur bóta hefur hækkað meira en launa samkvæmt SA. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.