Fréttablaðið - 13.09.2011, Síða 28

Fréttablaðið - 13.09.2011, Síða 28
13. SEPTEMBER 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● meistaradeild evrópu „Það er kominn smá fiðringur í mann enda er búið að tala mikið um þetta hér úti,“ segir Kolbeinn, en Ajax er nú í riðli með spænska stórliðinu Real Madrid annað árið í röð. Ajax komst reyndar ekki áfram í fyrra því liðið endaði í þriðja sæti riðilsins, einu stigi á eftir öðru stórveldi, AC Milan frá Ítalíu. Þá var Kolbeinn ekki kom- inn til Ajax en félagið keypti hann nú í sumar frá öðru hollensku liði, AZ Alkmaar, fyrir 4,5 milljónir evra. Miklar vonir eru því bundn- ar við Kolbein, sem fékk treyju númer níu, en margar stór- stjörnur hafa áður klæðst þeirri treyju í gegnum tíðina. Ein þeirra er Dennis Bergkamp, sem nú er aðstoðarþjálfari Franks de Boer hjá félaginu. Báðir hófu ferilinn hjá Ajax og voru þar að auki lykil- menn með hollenska landsliðinu á tíunda áratugnum. ERFIÐUR EN SKEMMTILEGUR RIÐILL Auk Real Madrid eru franska liðið Lyon og Dinamo Zagreb frá Króatíu með Ajax í D-riðli Meistara deildarinnar. Ef úrslitin verða eftir bókinni má gera ráð fyrir því að Ajax og Lyon berjist um að fylgja Real í sextán liða úrslitin. Ekki má þó afskrifa Króatana, sérstaklega þegar þeir spila á sínum heimavelli. „Þetta er erfiður riðill en það er engu að síður skemmtilegt að fá að mæta þessum stórliðum. Við eigum séns á að komast áfram og lítum á Lyon sem okkar helsta keppinaut,“ segir Kolbeinn. „Þeir frönsku hafa ekki verið upp á sitt besta að undanförnu og virðast ekki vera jafn sterkir og þeir voru fyrir nokkrum árum.“ Fyrsti leikur Ajax í riðlinum verður einmitt gegn Lyon á heima- velli. Kolbeinn segir að sá leikur sé afar mikilvægur. „Við þurfum að byrja vel í keppninni. Góð úrslit í þessum leik gefa okkur byr undir báða vængi fyrir næstu leiki. Real er auðvitað með frábært lið og er lík- legast til að vinna riðilinn en við erum líka með gott lið og ætlum okkur að komast áfram.“ VERÐUM KANNSKI BESTU VINIR Hinn 27. september rennur síðan upp stór stund hjá íslenskum knattspyrnuáhugamönnum þegar Kolbeinn og félagar leika gegn Real Madrid á Santiago Bernabéu. Kolbeinn segist vissulega vera spenntur fyrir þeirri tilhugsun að spila þar en veltir þó ekki vöngum yfir því öllum stundum. „Það kemur kannski að því þegar nær dregur,“ segir hann í léttum tón. „En ég veit að það verður gaman að fara á þennan sögufræga völl og mæta mörgum af bestu fótboltamönnum heims, þá sérstaklega Cristiano Ronaldo. Við eigum nú leik gegn Portú- gölum með íslenska landsliðinu í næsta mánuði og vonandi fær maður að mæta honum þrisvar á skömmum tíma. Við verðum kannski orðnir bestu vinir eftir það,“ segir hann og hlær. DRAUMUR AÐ RÆTAST Kolbeinn segir þátttöku Ajax í Meistaradeildinni hafa haft mikið að segja um þá ákvörðun að ganga til liðs við félagið í sumar. „Það heillaði að spila í henni en mestu máli skiptir að mér er ætlað stórt hlutverk hjá liðinu. Það kom í ljóst strax í fyrsta leik að ég á að vera aðalframherji liðsins enda er númerið sem ég fékk ekkert lítið. Ég held því að ég hefði ekki getað tekið betra skref á ferlinum en að koma til Ajax.“ Kolbeinn er ekki nema 21 árs gamall en segir nú gamlan draum vera að rætast. „Þegar ég var yngri dreymdi mig um að spila í Meistaradeildinni. Nú er næst á dagskrá að sýna öllum að ég get staðið mig í þessari keppni.“ eirikur@frettabladid.is Vil sýna öllum að hér á ég heima Kolbeinn Sigþórsson verður sjötti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu þegar lið hans, Ajax, hefur leik í keppninni gegn Lyon á heimavelli á morgun. LUIS SUÁREZ Ajax (2007-2011) Fullt nafn: Luis Alberto Suárez Díaz Fæddur: 24. janúar 1987 Viðurkenningar með Ajax: Markahæstur og leikmaður ársins í Hollandi 2009-10. Ferill: 2005–2006 Nacional 27 10 2006–2007 Groningen 29 10 2007–2011 Ajax 110 81 2011– Liverpool 16 6 Landsleikir: Úrúgvæ 49 21 ZLATAN IBRAHIMOVIC Ajax (2001-2004) Fullt nafn: Zlatan Ibrahimović Fæddur: 3. október 1981 Ferill: 1999–2001 Malmö FF 40 16 2001–2004 Ajax 74 35 2004–2006 Juventus 69 23 2006–2009 Inter 88 57 2009–2011 Barcelona 29 16 2010– AC Milan 28 14 Landsleikir: Svíþjóð 67 28 PATRICK KLUIVERT Ajax (1994-1997) Fullt nafn: Patrick Stephan Kluivert Fæddur: 1. júlí 1976 Ferill: 1994–1997 Ajax 70 39 1997–1998 AC Milan 27 6 1998–2004 Barcelona 182 90 2004–2005 Newcastle 25 6 2005–2006 Valencia 10 1 2006–2007 PSV Eindhoven 16 3 2007–2008 Lille 13 4 Landsleikir: Holland 79 40 DENNIS BERGKAMP Ajax (1986-1993) Fullt nafn: Dennis Nicolaas Bergkamp Fæddur: 10. maí 1969 Viðurkenningar með Ajax: Markahæstur í Hollandi 1991, 1992 og 1993. Valinn leikmaður ársins 1991 og 1992. Ferill: 1986–1993 Ajax 185 103 1993–1995 Inter 52 11 1995–2006 Arsenal 316 87 Landsleikir: Holland 79 37 MARCO VAN BASTEN Ajax (1982-1987) Fullt nafn: Marcel van Basten Fæddur: 31. október 1964 Titlar með Ajax: Evrópumeistari bikarhafa 1986–87, hollenskur meistari 1981–82, 1982–83, 1984–85 og bikar meistari 1982–83, 1985–86, 1986–87. Ferill: 1982–1987 Ajax 133 128 1987–1995 AC Milan 147 90 Landsleikir: Holland 58 24 Kolbeinn Sigþórsson Fæddur: 14. mars 1990 (21 árs) Verð: 4,5 milljónir evra. Ferill: 2006–2007 HK 5 1 2010–2011 AZ Alkmaar 32 15 2011- Ajax 5 4 Landsleikir: Ísland 8 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.