Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 29
Skagamaðurinn Árni Gautur Arason var fyrstur Íslendinga til að leika í Meistaradeildinni þegar hann stóð á milli stang anna hjá Rosenborg í leik gegn Galatasaray í október 1998. Árni hafði verið vara markvörður Rosenborg í rúmt ár og aðeins spilað tvo deildarleiki þegar hann var óvænt kallaður inn í byrjunar liðið fyrir leikinn gegn Galatasaray. Hann stóð sig vel í leiknum og Rosenborg sigraði 3-0. Hann lék einnig í síðari leiknum gegn Galatasaray en sá leikur tapaðist með sömu markatölu. Eftir það fékk hann ekki tæki- færi fyrr en gegn Dynamo Kiev í febrúar 2000. Árni náði að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður liðsins og lék alls 21 leik í Meistara deildinni. Meðal mótherja í þessum leikjum voru stórliðin Real Madrid, Bayern München, Juventus, Inter, Ajax, Porto og Lyon. Árni Gautur yfirgaf Rosenborg undir lok árs 2003 og gekk til liðs við Manchester City. meistaradeild evrópu ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 5 ● HINIR FIMM FRÆKNU Þeir fimm íslensku leikmenn sem leikið hafa í Meistara deildinni eru: ● Eiður Smári Guðjohnsen, 45 leikir og 7 mörk með Chelsea og Barcelona 2003-2009. ● Árni Gautur Arason, 21 leikur með Rosenborg 1998-2002 ● Eyjólfur Sverrisson, 8 leikir með Hertha Berlin 1999-2000. ● Sölvi Geir Ottesen, 3 leikir með FC København 2010-2011. ● Helgi Sigurðsson, 1 leikur með Panathin aikos 2000-2001. Leikir í undan- keppni Meistara- deildarinnar eru ekki taldir með í þessari tölfræði. Eyjólfur Sverrisson í leik með Hertha Berlin. Hann lék með liðinu í átta ár og hjálpaði því að komast upp í efstu deild í Þýskalandi og alla leið í Meistaradeildina. Árni Gautur Arason lék með Rosenborg í sjö ár og var lengst af aðalmarkvörður liðsins. Rosenborg varð norskur meistari öll árin sem Árni lék með liðinu. Wayne Rooney fagnar hér öðru marki sínu gegn tyrkneska liðinu Fenerbahce í Meistaradeildinni, 28. september 2004. MYNDIR NORDICPHOTOS/GETTY Eyjólfur Sverrisson er sann færður um að Kolbeinn Sigþórsson geti staðið sig í Meistara deildinni. Sjálfur lék Eyjólfur átta leiki í þessari sterkustu deild í heimi. Eyjólfur var atvinnumaður í þrettán ár og varð bæði þýskur og tyrkneskur meistari. Hann er með reyndustu leikmönnum Íslands á erlendri grund og veit vel hvað þarf til þess að ná langt í boltanum. „Kolbeinn getur farið alla leið,“ segir Eyjólfur og sparar honum ekki hólið. „Hann er mjög sér- stakur leikmaður. Býr yfir mikilli tæknilegri getu og er með ofboðs- lega flottar hreyfingar. Það er helst að þær minni mann á Marco van Basten eins og hann var í gamla daga. Þeir hjá Ajax hafa greinilega séð eitthvað í honum sem minnti þá á þessar gömlu hetjur.“ Eyjólfur segir að Kolbeinn fái varla stærra og betra svið en Meistaradeildina. „Sérstaklega ef liðin þeirra kom- ast áfram í sextán liða úrslitin – það er draumur allra knattspyrnu- manna.“ OF MARGIR ÚTLENDINGAR Eyjólfur varð þýskur meistari með Stuttgart vorið 1992 og hefði lík- lega orðið fyrsti Íslendingurinn til að komast alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar ef mistök hefðu ekki átt sér stað í leik gegn Leeds United í 1. umferð undan- keppni Meistaradeildarinnar um haustið. Þá mátti aðeins hafa þrjá útlendinga í hverju liði en Stuttgart skipti óvart fjórða útlendingnum inn á og leikurinn var dæmdur tapaður. Eyjólfur var lánaður frá Stutt- gart til Besiktas í Tyrklandi vetur- inn 1994-95 og varð tyrkneskur meistari með liðinu, sem þar með vann sér keppnisrétt í Meistara- deildinni. Eyjólfur hafði hins vegar ekki áhuga á því að leika áfram í Tyrklandi og sumarið 1995 seldi Stuttgart hann til Hertha Berlin, sem þá lék í næstefstu deild þýska boltans. Tveimur árum síðar var liðið komið upp í efstu deild og Eyj- ólfur átti stóran þátt í því að liðið náði sínum besta árangri, þriðja sæti í Bundesligunni veturinn 1998-99. LÉK GEGN AC MILAN OG BARCELONA Eyjólfur lék loks með Hertha Berlin í Meistaradeildinni vetur- inn 1999 til 2000. Þar lék hann átta leiki en Hertha var í riðli með Chelsea, Galatasaray og AC Milan. Liðið endaði í öðru sæti riðils ins á eftir Chelsea en á þessum árum tók við önnur riðla- keppni með sextán liðum. Þar var Hertha í riðli með Barcelona, Porto og Sparta Prag en komst ekki áfram. EYJÓLFUR SVERRISSON, ÞJÁLFARI UNDIR 21 ÁRS LANDSLIÐS ÍSLANDS, LÉK 8 LEIKI Í MEISTARADEILDINNI MEÐ HERTHA BERLIN Kolbeinn minnir mann á Marco van Basten Eyjólfur Sverrisson Fullt nafn: Eyjólfur Gjafar Sverrisson Fæddur: 3. ágúst 1968 Starf: Þjálfari U21 árs landsliðs Íslands Ferill sem leikmaður: 1984–1989 Tindastóll 81 66 1990–1994 Stuttgart 108 21 1994–1995 Besiktas 33 9 1995–2003 Hertha Berlin 193 13 Landsleikir: Ísland 66 10 ÁRNI GAUTUR ARASON SPILAÐI 21 LEIK Í MARKI ROSENBORG Í MEISTARADEILD EVRÓPU Á ÁRUNUM 19892002 Fyrstur Íslendinga í Meistaradeildinni Arsenal keypti Mikel Arteta frá Everton örfáum mínútum áður en félagsskipta glugganum var lokað á Englandi. Hann segist hafa tekið á sig launalækkun til þess að fá tæki- færi til að spila í Meistaradeildinni með Arsenal. Arteta er fæddur í San Sebastián í Baskahéröðum Spánar. Besti vinur hans í æsku var Xabi Alonso, sem nú leikur með Real Madrid. Þá dreymdi um að leika saman með heimaliðinu, Real Sociedad, en leiðir skildu þegar þeir voru fimmtán ára og Barcelona bauð Arteta samning en Alonso fékk tækifæri með Socie- dad. Arteta komst þó aldrei í aðallið félagsins en lék með B-liði Barce- lona á sama tíma og Pepe Reina, nú- verandi markvörður Liverpool. Það var góður skóli og Arteta er alinn upp við sama leikkerfi og allar helstu stjörnur Barcelona undanfarin ár. Hann var lánaður til PSG í Frakklandi árið 2000. Þaðan lá leiðin til Rangers, síðan heim til Sociedad í skamman tíma og loks til Everton. Núna er honum ætlað að stýra leik Arsenal á miðjunni og taka við hlutverki Cesc Fabregas, sem var seldur til Barcelona. MIKEL ARTETA LÆKKAÐI Í LAUNUM TIL AÐ SPILA MEÐ ARSENAL Í MEISTARADEILDINNI Wayne Rooney hefur skorað 25 mörk í 64 leikjum með Manchester United í Meistaradeildinni. Hann byrjaði með stæl þegar hann skor- aði þrennu í fyrsta Meistaradeildar- leik sínum, þegar United sigr- aði Fener bahce frá Tyrklandi 6-2, skömmu eftir að United keypti hann frá Everton haustið 2004. Þetta var jafnframt fyrsti leik- ur Rooney fyrir United. Hann var aðeins 18 ára og 335 daga gamall og er yngsti leik maðurinn sem skorað hefur þrennu í Meistara deildinni. Fimm aðrir leikmenn hafa skorað þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildar leik: Marco van Basten (AC Milan), Faustino Asprilla (Newcastle United), Ya- kubu (Maccabi Haifa), Vincenzo Ia- quinta (Udinese) og Grafite (Wolfs- burg). Þrenna í fyrsta leiknum Byrjaði hjá Barcelona Mikel Arteta Fullt nafn: Mikel Arteta Amatriain Fæddur: 26. mars 1982 (29 ára) Verð: £10.000.000 frá Everton Ferill: 1999–2002 Barcelona B 42 3 2000–2002 PSG (láni) 31 8 2002–2004 Rangers 50 12 2004–2005 Real Sociedad 15 1 2005–2011 Everton 173 28 2011– Arsenal 1 0 Landsleikir: Spánn U21 12 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.