Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 46
13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 ráða & feta ostateningar henta el í kartöflusalatið, á pítsuna, sósuna, salatið, ofnréttinn og smáréttabakkann. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA ms.is Gráða & feta ostateningar í olíu Nýtt Dúóið Two Step Horror, sem er skipað Þórði Grímssyni og Önnu Margréti Björnsson, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Living Room Music. Parið samdi plötuna veturinn 2008 til 2009 í stofunni heima hjá sér. Hún kom út í Bret- landi í maí hjá óháðu bresku útgáfunni Outlier Records. Plat- an er núna fáanleg í 12 Tónum, Smekkleysu og Lucky Records. Two Step Horror er í hópnum Vebeth sem samanstendur af tón- listar- og myndlistarmönnum. Meðal annarra meðlima eru hljómsveitirnar Singapore Sling, Third Sound, The Dead Skeletons, The Gogo Darkness, Hank og Tank og The Meek frá Bandaríkjunum. Fyrsta platan frá Horror TWO STEP HORROR Dúóið Two Step Horror er skipað þeim Þórði Grímssyni og Önnu Margréti Björnsson. Breska hljómsveitin Coldplay hefur tekið upp dúett með banda- rísku söngkonunni Rihönnu. Lagið heitir Princess of China og verður að finna á plötunni Mylo Xyloto sem kemur út 24. október. „Lögin á plötunni mynda eina heild. Strákar og stelpur eru aðal- persónurnar og efst á listanum hjá stelpunum var Rihanna en það tók okkur smá tíma að safna kjarki til að spyrja hana,“ sagði söngvarinn Chris Martin. „Hún hefur ótrúlega rödd og hún er mjög ólík minni.“ Söng dúett með Coldplay RIHANNA Breska hljómsveitin Coldplay hefur tekið upp dúett með bandarísku söngkonunni Rihönnu. „Ég var búinn að vera í Skruddu í fimm- tán ár og mig langaði til að gera eitthvað annað,“ segir Ívar Gissurarson, nú fyrrver- andi forleggjari hjá Skruddu. Ívar er búinn að setja íbúð sína í miðbæ Reykjavíkur í leigu og er fluttur til smábæjar ins Sjöpo í Svíþjóð ásamt konu sinni. Þar hyggst hann verða innan handar dóttur sinni sem er að fara í framhaldsnám, og vera afi í hjáverkum. Ívar hefur þó ekki alveg sagt skilið við bókaútgáfu því í prentsmiðju er komin endur útgáfa á bók Ingólfs heitins Margeirs- sonar, Lífsjátning: Endurminningar Guð- mundu Elíasdóttur söngkonu. Ástæðan er sú að Ívar er að standa við gefið loforð. „Við Ingólfur erum frændur, hann er móður- bróðir minn. Við sátum saman þegar ég var búinn að taka þessa ákvörðun og vorum að rabba saman. Hann hafði mikinn áhuga á því að við færum að bralla eitthvað saman og ég lofaði honum að fyrst skyldi ég gefa út eftirlætisbókina mína, Lífsjátningu. Þetta er því draumur okkar beggja að rætast,“ en Ívar segist hafa heyrt það út undan sér að bókin sé í miklum metum hjá ungum konum um þessar mundir. „Ingólfi hefði þótt vænt um að heyra það.“ Ívar útilokar ekki að fara út í bókaútgáfu á nýjan leik en það verði hins vegar aldrei jafn stórt í sniðum og Skrudda var. „Hugur- inn er alveg farinn að mjatla en ég ætla þá að gera eitthvað sem hef gaman af og þykir vænt um.“ - fgg Sígild bók Ingólfs endurútgefin FLUTTUR AF LANDI BROTT Ívar Gissurarson, oftast kenndur við Skruddu, er fluttur til Svíþjóðar til að aðstoða dóttur sína. Hann hyggst þó gefa aftur út samtalsbókina Lífsjátningu eftir Ingólf Margeirsson sem kom út fyrir þrjátíu árum. Elektrópoppsveitin Sykur hefur sent frá sér nýtt lag í stafrænu formi sem nefnist Shed Those Tears. Þetta er einnig fyrsta smáskífulag sveitarinnar sem kemur út í Bretlandi. Lagið fékk góða dóma í breska blaðinu The Guardian á dögunum þar sem hljóðgervlarnir, taktarnir og raddirnar þóttu blandast einkar vel saman. Lagið verður að finna á næstu plötu Sykurs sem er væntanleg síðar á árinu á vegum Record Records. Fram undan eru tónleikar á Hoxton Bar and Kitchen í London 29. september á hinni norrænu Ja Ja Ja-upp- ákomu og á Airwaves-hátíðinni. Sykur með glænýtt lag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.