Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 8

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 8
Sandgerði og á næstu árum stækkaði floti Sandgerðinga ört. Árið 1919 voru aðkomubátar u.þ.b. 80 að tölu (Gils Guðmunds- son 1981). Afli margfaldaöist á nokkrum árum með tilkomu vélar- afls og línuveiða. Um leið dróst landbúnaður saman. Á árunum 1932 til 1944 minnkaði bústofn bænda í Miðneshreppi um helm- ing. Ör vöxtur í útgerð dró til sín fólk. Um 1940 voru íbúar hrepps- ins 551, en um það leyti sem vél- bátaútgerö hófst í Sandgerðivoru þeir innan við fjögur hundruð (Elsa Kristjánsdóttir 1978). Vexti vélbátaútgerðar fylgdi stóraukin samkeppni á milli skip- stjóra. Þetta stafaði einkum af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi hafði aukin sókn í för meö sér þrengsli og lóðaþvarg í Miðnes- sjó. Veiðisvæði Sandgerðinga stækkaði að vísu samfara stækk- un báta og véla, en bátunum fjölg- aði og línur þeirra urðu æ lengri. í byrjun vélbátaútgerðar var lína hvers báts u.þ.b. 4 mílur, en fljót- lega tvöfaldaðist línulengdin. í öðru lagi kepptu skipstjórar um vinnuafl, báta og aðstöðu. Skip- stjórum var annt um að tryggja sér mannskap og eftir því sem sér- hæfing jókst um borð og teekni fleygði fram jókst eftirspurn eftir reyndum sjómönnum. Þeir sem ekki áttu bát kepptu um skipstjóra- sætin á bátum stöðvanna. Hinir þurftu stundum á fjárhagsaðstoð stöðvanna að halda og sjálfsagt fengu sumir þeirra neikvæð svör hjá stöðvareigendum. Ýmsa aðra fyrirgreiðslu þurftu flestir skipstjór- ar, ef ekki allir, aö tryggja sén Að- komumönnum þurfti að sjá fyrir fæði og húsnæði í landlegum og ef eitthvað bilaði þurftu mem að eiga aðgang að verkstæði eða viðgerðarmönnum. í allri þessari samkeppni gat orðstír skipstjórans skipt sköpum. Skipstjórar voru geröir ábyrg ir fyrir því hvernig bátur þeirra fiskaði og vandlega var fylgst með því hvernig hver og einn fiskaði í sam- anburði við hina. Hér var um ný- mæli að ræða. Formenn fyrri alda voru fyrst og fremst dæmdir eftir því hversu oft þeir réru og hversu vel þeim gekk að skila bát og áhöfn í land, en það hversu vel var aflað í hverjum róðri skrifaðist á reikning allra eða flestra um borð. Fyrst í stað varlifrarmagniðsem uppúr bátunum kom notað sem mælikvarði á afla. „Hvernig lifrar hjá þér?“ sþurðu menn. Þeirsem skráðu lifrarmagnið höfðu ekki frið fyrir spurningum um afla einstakra báta. Þeir neyddust til að hengja upp lista þar sem þeir skráðu jafn- óðum afla hvers báts. Þar sem upplýsingar um afla og veiðistað uröu mikilvægar fyrir hvern þann sem tók þátt í sam- keppni veiðanna, gættu skipstjór- ar þess jafnan að segja ekki of mikið. Menn sáu ekki ástæðu til að greina frá því á hvaða miðurn þeir héldu sig, einkum ef afli var góður. Þegar netaveiðar færöust í vöxt voru leynilegir ,,kódar“ teknir í notkun. Aflafregnir voru sagðar undir rós vegna þess að staðsetn- ing skipti enn meira máli en áður. Netaveiðar hafa löngum verið „punktafiskirí". í skjóli leyndar geta menn fiskað í friði á gjöfulum miðum jafnvel svo dögum skiptir. Róðratíminn Þegar línubátum fjölgaði hvað mest skapaðist ófremdarástand á miðunum. Menn lögðu línuna á mismunandi tímum og þegar dregið var kom oft í Ijós aö línur flæktust. Lóðaþvarg olli miklum töfum og veiðarfæri skemmdust. Mönnum varð Ijóst að óbeisluð samkeppni var engum til góðs. Til að koma í veg fyrir allsherjar- ringulreið hófu skipstjórar við- ræður um samræmdan róðratíma og sameiginlega burtfararstaði. Eftir því sem ég kemst næst komu skipstjórar á Suðurnesjum sér saman um róðratíma fyrir u.þ.b. 50 árum. Við Vestmannaeyjar náðu línuveiðar hámarki nokkru fyrr, og þar voru settar reglur um róðrartíma þegar árið 1901. Sums staðar, til að mynda við Austfiröi, tók náttúran af mönnum ómakiö. Þar var lagning línunnar bundin við ákveðinn tíma vegna hraðra strauma og sjávarfalla. Á meðal skipstjóra á Suður- nesjum var róðratíminn mikið deilumál árum saman, en að lok- um náðist samkomulag sem náði til flestra verstöðva. Fyrst voru sett lög um róðratíma og burtfararstaði árið 1945. Rökin fyrir róðratíman- um voru meðal annars þau aö nauðsynlegt væri aö samræma „tímann" svo að menn vissu hvað aðrir heföust að. Þannig mætti koma í veg fyrir að línur flæktust. Einnig var því haldiö fram að „tím- inn“ jafnaði aðstöðumun. Leik- reglur samkeppninnar yrðu sann- gjarnari ef allir hæfu róður á sama tíma. Þeir sem yrðu fyrstir á miðin hverju sinni gætu fiskað þar í friði án þess að óttast að þeir sem á eftir kæmu legðu í sama far. Sandgerðingar, Keflvíkingar og Grindvíkingar komu sér saman um „tímaverði", sem gáfu merki þegar róður skyldi hefjast og fylgdust með því að reglur væru virtar. Samkomulaginu um róðratím- ann fylgdi mikið kapphlaup á ,,bestu“ miðin. Aðstöðumunur var að sjálfsögðu ekki úr sögunni, heldur fólst hann fyrst og fremst í því að ganghraði báta var mis- munandi mikill. Ekki virðist þóvél- arafl hafa ráðið úrslitum um afla. Könnun á aflabrögðum Sand- gerðisbáta á vetrarvertíð 1943 og 1948 leiðir í Ijós að mjög veikt samband var á milli heildarafla báts og vélarstærðar. Hvað sem því líður er Ijóst að menn freistuðu þess að styrkja stöðu sína í kapp- hlaupinu á miðin með því aö láta setja stærri vélar í báta sína. Frá Nýr bátur i höfn. M/b Sjávarborg GK-60 nýkomin í heimahöfn fánum skrýdd. Minni bátar og hluti byggðarlagsins sjást ibaksýn. r v / landlegum er Sandgerðishöfn eins og þéttur skógur. Myndasmlður: Reynir Sveinsson. FAXI-188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.