Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1982, Page 9

Faxi - 01.12.1982, Page 9
Landmenn afm/b Muninn við fiskaðgerð útieins og tiðkaðist fram undirmiðja öid. 1943 til 1952 jókst hestaflafjöldi Sandgerðisbáta um 114%, en á sama tíma jókst stærð bátanna (brúttólestir) aðeins um 68%. Af ályktunum útgerðarmanna og sjómanna frá þessum tíma er líka Ijóst að vélaraflið var nýtt út í ystu æsar. Útvegsbændafélag Kefla- víkur kvartaði yfir því haustiö 1953 að bátavélar væru „mikið keyrð- ar“ á vetrarvertíð. Skipstjóra og stýrimannafélagið Vísir ályktaði þá aö lítið væri við þessu að gera, en þó mætti stytta þá leið sem far- in væri „með fullri ferð“, með því að breyta reglum um burtfarar- staði. Saga róðratímans er býsna merkileg, ekki síst fyrir þá sök að þrátt fyrir harða samkeppni og hagsmunaárekstra náðist sam- komulag sem flestir gátu unað við. Og frumkvæðið kom frá sjómönn- um sjálfum. Fiskileit Breytingar á aðstæðum fisk- veiða eru ekki einskorðaöar við báta og veiðarfæri. Á síðustu ára- tugum hafa tækninýjungar auö- veldað skipstjórum staðarákvörð- un og fiskileit. Svo mjög hafa þessar nýjungar breytt sjósókn að oft er látið að því liggja að tæknin hafi tekið af mönnum ómakið. Nú- tíma fisksjár hafa gert fiskinn sýni- legan í vissum skilningi og radar og lórantæki hafa gert mönnum kleift að rata á fjarlæg mið þrátt fyrir slæmt skyggni. Ég hef kannað að hve miklu leyti tækninýjungar sem þessar hafa breytt þýðingu skipstjórans fyrir mismunandi aflabrögð. Ég at- hugaði gögn um afla, stærð, og sjóferðafjölda Sandgerðisbáta á tíu vetrarvertíðum frá 1943 til 1981. Mérlékm.a. huguráaðvita hvort stærð báts og sjóferðafjöldi hefðu meiri þýðingu fyrir aflanum nú en áður, eða, með öðrum orð- um, hvort það að bátar úr sömu verstöð fiska misvel á sömu vertíð stafaði í vaxandi mæli af tækni- legum ástæðum. Hér er ekki rúm til að gera ítarlega grein fyrir þeirri tölfræðilegu könnun, sem um er að ræða, en í stuttu máli var niður- staðan sú að síðustu fjóra áratugi eða svo hefði engin teljandi breyt- ing orðið. Sá hluti aflamunar Sandgerðisbáta, sem ekki á ræt- ur að rekja til mismunandi báts- stærðar og mismunandi sjóferða- fjölda, hefur lítiö breyst. Hinn per- sónulegi þáttur, framlag skipstjór- ans, hefur ekki rýrnað eins og oft er gefið í skyn. Ekki er þó ólíklegt að snögg kynslóöaskipti hafi orðið í hópi skipstjórnarmanna. Allavega hef- ur þjálfun skipstjóra tekið stakka- skiptum. Áður tileinkuðu menn sér smátt og smátt þann þekkingar- banka, sem fyrri kynslóðir höfðu aflað í glímu sinni við fiskinn og náttúruöflin. Nú fer þjálfun skip- stjórnarmanna fram í sérhæfðum stofnunum. Leiðsögn eldri manna er því takmarkaðra vegamesti en áður. Þetta er þó ekki einhlítt. Fiskveiðar eru mun félagslegri nú en áður. Veiðar verða vart stund- aðar án þekkingar á öllu því sem fram fer á miðunum. ,Skipstjórann varðar meira um það hvað aðrir hafast að en formann fyrri alda. Talstöðin hefur auðveldað mönn- um að verða sér úti um þá þekk- ingu sem máli skiptir. Slíka þekk- ingu er aðeins hægt aðtileinkasér í starfi, vegna þess að hún er stað- bundin og síbreytileg. í tíð árabátaformannsins skipti skilningur á náttúrulegum teiknum sköpum. Ferðir fugla gátu verið vísbending um að loðna væri að ganga á miðin og sagt var aö ,,á eftir loðnu kæmi fiskur“. Af lit sjávar mátti stundum draga álykt- anir um fiskigöngur. Veðurspár voru byggðar á ítarlegri staðbund- inni þekkingu, m.a. á sjólagi og skýjafari. Fiskimið voru ,,kortlögð“ með hliðsjón af „djúpmiðum" og ,,landmiðum“, sem í sameiningu mynduðu flókin hnitakerfi. Kenni- leitin, sem Sandgerðingar notuðu til að rata á þekkt fiskimið, voru u.þ.b. 55 aðtölu. Þrátt fyrir alla þessa þekkingu töluðu menn um að „renna blint í sjóinn". Sjómenn drógu ályktanir um lífkerfi sjávar og verur, sem voru huldar sjónum þeirra, út frá sýnilegum náttúrulegum teiknum. Hugtakið „eftirtekt", sem oft ber á góma í frásögnum gamalla sjó- manna, er órækur vitnisburður um mikilvægi ályktana sem eru byggðar á sýnilegum atburðum í náttúrunni. Eftirtekt af þessu tæi er nokkuð frábrugðin aðferðum skipstjóra nú á tímum. Rafeindatæknin hefur gert skipstjórum kleift að fylgjast mað ýmsu sem áður var falið. Heimur þeirra er þess vegna frá- brugðinn þeim sem blasti við for- mönnum fyrri tíðar. Þennan mun orðaði reyndur skiþstjóri, Þórhall- ur Gíslason, hnyttilega í samtali við höfund þessarargreinar: „,Áður fylgdust menn meira með ýmsu i náttúrunni. Nú þurfa þeir þess ekki lengur. Tæknin slævir menn“. Áður en nútíma fiskileitartæki komu til sögunnar, gátu menn ekki öðlast vitneskju um fiskinn milliliðalaust, nema þegar hann hafði verið dreginn á land. Álykt- anir um fiskigöngur var einungis hægt að draga af öðrum náttúru- legum fyrirbærum. Nú eru slíkar ályktanir að sumu leyti óþarfar. Enn sem fyrr er það þó náttúran, sem sér skiþstjórum fyrir upplýs- ingum. í vissum skilningi eru ,,neistar“ fiskileitartækjanna, myndir radarsins og talnarunur lóransins jafn náttúruleg fyrirbæri og fuglar himinsins og kennileiti í landi. En það er ekki lengur ástæða til að velta vöngum yfir hinum hefðbundnu teiknum. „Eftirtektinni" gömlu hefur því hrakað. Sömu sögu er að segja af fiskikortunum. Þau eru ekki lengur hugarfóstur fiskimannsins, heldur hafa þau verið fest á þrykk. Stað- arákvörðun hefur þar af leiðandi orðið formlegri og vélrænni en áð- ur. Nú kunna menn aö spyrja hvort nútíma aðferðir við fiskileit séu í eðli sínu frábrugðnar þeim sem áður tíðkuðust. Víst er að sú þekking sem máli skiptir, hefur breyst. Skipstjórum er Ijóst að sjávarhiti hefur áhrif á hrygningu og fiskigöngur. Þeim er líka fullljóst að endurkast rafeindatækjanna gefur margvíslegar vísbendingar um botnlag og fiskistofna. Og svo mætti lengi telja. En sérhver skipstjóri prófar sínar eigin til- gátur. Sífellt eru gerðar kerfis- bundnar tilraunir með fiskimið, ,,neista“, veiðarfæri, beitu o.s.frv. Slíkar tilraunir eru ekki ósvipaðar tilraunum fyrri kynslóða. Áður fyrr settu formenn fram tilgátur um fiskigöngur á grundvelli eigin at- hugana á samhengi í náttúrunni. Gildi þeirra var prófað, þær voru staðfestar eða þeim hafnað í Ijósi fenginnar reynslu. Aðferð skip- stjóra er hin sama. Ef eitthvað skil- ur á milli kynslóðanna að þessu leyti er það nákvæmnin í mæling- um þeirra síðarnefndu, sem nú- tímatækni hefur gert mögulega. Vandamál líðandi stundar eru leyst á svipaðan hátt og áður. Þankagangurinn er hinn sami, en upplýsingamar sem menn eiga aðgang að hafa breyst. Heimildir: Elsa Kristjánsdóttir 1978. „Byggða- þróun á Suðurnesjum“, Faxi (1-2). Gils Guðmundsson 1981.,,Sandgerði — önnurgrein", Faxi (2). Jón H. Júlíusson 1980.,,Þróun hafnar- mála i Sandgerði“, Faxi (jólabl). Magnús Þórarinsson (ritstj.) 1960. Frá Suðurnesjum. Reykjavik: Félag Suðurnesjamanna í Reykjavik. Meðan hafnarskilyrði voru slæm í Sandgerði var stærð báta um 20 tonn, - eins og þessir er liggja við Haraldarbryggju, - sem siðar fékk nafnið Miðnesbryggja. FAXI-189

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.