Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1982, Page 11

Faxi - 01.12.1982, Page 11
Ragnar Guðleifsson: Samvinnuverslun á Suðumesjum fyrír 1945 FYRSTA BÚÐ KRON i KEFLAVÍK. Aðalgata 10. í dyrunum stendur Sölvi Ólafs- son, en við hjólið er sendiHinn, Guðbjörn Þorsteinsson, sem seinna varð kunnur skipstjóri og útgerðarmaður. KRON-BÚÐIR OPNAÐAR í KEFLAVÍK Þegar Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis var stofnað og Pönt- unarfélag V.S.F.K. varð eitt af stofnfélðgum þess, var það ákveðið, að fljótlega yrði opnuð sölubúð í Keflavík. Var þegar haf- ist handa um framkvæmdir og 9. nóvember það ár var opnuö sölu- búð við Aðalgötu 10, í húsi Þórar- ins Ólafssonar, trésmiðs. Hús þetta hafði áður verið trésmíða- verkstæði Þórarins, en það var upphaflega byggt sem verslunar- hús. Guðmundur Helgi Ólafsson byggði húsið og verslaði þar á sinni tíð. Miðað við verslanir hér á þeim tíma, var verslunarhús þetta sæmilegt hvað stærð snerti. Þar voru allar innréttingar, hillur og borð, af nýjust gerð og hagkvæm- ar mjög á þeirra tíma mælikvarða. En búðin var lítil og ekki til fram- búðar, einkum var vinnuaðstaða öll við afgreiðslu pantana og út- sendingu þeirra ófullnægjandi. Þannig var háttað viðskiptakjör- um félagsmanna KRON, að þeir höfðu rétt til að panta vörur hálfs- mánaðarlega, sem þeirsóttu sjálf- ir eða voru sendar heim til þeirra. Þessar vörur fengu þeir með 5% afslætti. Auk þess greiddi KRON tekjuafgang eftir ársuppgjör, gegn framvísun kassakvittana. Var þessi arður öll þau ár, sem KRON starfaði 7%, þar af voru 4% borg- uð út, en 3% lögðust í stofnsjóð. Þegar Keflavíkurdeildin skildi við KRON og Kaupfélag Suðurnesja var stofnað, fluttust stofnsjóðir fé- lagsmanna til kaupfélagsins. Flestir félagar notuðu sér þessi kjör og pöntuðu reglulega. Þessi afgreiðsla útheimti sérstakt hús- rými. Þar við bættist að frá þessari búð gekk sölubíll í nágranna- byggðarlögin: Leiru, Garð, Njarðvík, (Ytri- og Innri Njarðvík), Hafnir og Grindavík (öll hverfin þrjú). Voru þessar söluferðir fam- ar vikulega. Vörur vorn seldar úr bílnum - skilað var pöntunum og tekið á móti nýjum pöntunum. Til þess að bæta úr brýnni þörf fyrir stærri búð og rýmra vinnu- svæði til afgreiðslu pantana, var nú ötullega að því unnið aö deildin eignaðist stærra og fullkomnara verslunarhús og vann enginn bet- ur að því en framkvæmdastjóri fé- lagsins, Jens Figved. Hann hafði á því brennandi áhuga, enda leið ekki á löngu að úr rættist. Þrátt fyrir alla erfiðleika, sem þá var við að etja, vegna heimsstyrjaldarinnar, kom að því, að haustið 1941 skýrði Figved frá því, að starfs- mannafélag KRON ætti skíða- skála í nánd við Hveradali, sem þeir vildu selja og hefði hann í hyggju að fá samþykki stjórnar Fyrsta starfsfólk KRON í Keflavík Ragnar Guðleifsson deildarstþrí. Margrét Arinbjörnsdóttir. Sölvi Ólafsson. Jens Figved, framkvæmdastjórí KRON. KRON til þess að kaupa skálann, flytja hann suður til Keflavíkur og byggja þar úr honum búð. Leið nú haustiðog fram á vetur- inn 1942, en þá sagði Figved frá því að skíðaskálinn væri fenginn. Var skálinn síðan fluttur suður sundurrifinn á tveimur bílum. Lá nú brakið um tíma á fiskreit Edin- borgarverslunar, þar sem nú eru mörk verslunarhúss Kaupfélags Suðurnesja, Hafnargötu 30, og verslunarhúss Stapafells. En KRON hafði þá keypt lóðina þar fyrir vestan, að Tjarnargötu, þar sem verslun Kaupfélagsins, Hafn- argötu 30, stendur nú. Þórður Jasonarson byggingarmeist- ari. Byggði verslunarhús KRON í Keftavík, 1941-42. Ekki hafði brakið úr skíðaskál- anum legið þarna lengi, er bíll kom frá KRON í Reykjavík og sótti meginið af máttarstoðum skíða- skálans, sem var. Leið nú að vori, en þá kom Figved einn góöan veðurdag með teikningu af hinu fyrirhugaða verslunarhúsi. Húsið hafði teiknað Halldór H. Jónsson, arkitekt, og var hann með í förinni. Skömmu síðar kom byggingarmeistarinn, en hann var Þórður Jasonarson, þá nýkominn frá Svíþjóð og um líkt FAXI-191

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.