Faxi - 01.12.1982, Qupperneq 14
Iðnir Suðumesjaríthöfundar
Bókaflóðið hefur boríð eftirtaldar bækur ríthöfunda
afSuðumesjum á fjömr Faxa
Séra Jón Thorarensen frá Kot-
vogi sem þekktur er og virtur fyrir
ritstörf sín — og þá ekki hvaö síst
af Suöumesjamönnum sendir nú
áttræður frá sér bókina LITLA
SKINNIÐ — eöa blöndukútur-
inn.
í bókinni segir séra Jón einkum
frá uppruna sínum og rekur líf og
störf forfeöra sinna. Enn sem fyrr
miölar höfundurinn þannig samtíö
sinni og eftirkomendum söguleg-
um fróöleik og þá ekki hvaö síst
um sjómennsku í gömlum stíl og
er þar bæöi um eigin frásagnir og
annarra aö ræöa. Einnig hefur
bókin aö geyma þjóðsögulegar
frásagnir og sögur dulræns eðlis
ásamt skrá um Hafnamiö.
Stíll séra Jóns er sem fyrr þrótt-
mikill og málfariö kjamyrt. Litla
skinnið er falleg bók hvernig sem
á hana er litiö.
Hún er gefin út af Nesjaútgáf-
unni.
*
Út er komið annað bindi endur-
minninga Karvels Ögmunds-
sonar SJÓMANNSÆVI.
KEFLAVÍK
Auglýsing um tímabundna um-
ferðartakmörkun í Keflavík
Frá laugardegi 4. desember til föstudags 31.
desember 1982, að báðum dögum meðtöld-
um, er vöruferming og afferming bönnuð á
Hafnargötu á almennum afgreiðslutíma versl-
ana.
Á framangreindu tímabili verða settar hömlur á
umferð um Hafnargötu og nærliggjandi götur,
og annars staðar, sem þurfa þykir, svo sem
tekinn upp einstefnuakstur eða umferð öku-
tækja bönnuó með öllu. Veróa þá settar upp
merkingar er gefa slíkt til kynna.
Keflavík, 1. desember 1982.
Lögreglustjórinn í Keflavík
Fyrsta bindi Sjómannsævi end-
urminninga Karvels kom út I fyrra
og hefur vakið mikla athygli og
fengið góöa dóma, enda er þar um
einstæðar lýsingar á lífi og starfi
fólks á bernskuárum hans aö
ræða.
í ööru bindi Sjómannsævisegir
Karvel Ögmundsson m.a. frá
fyrstu árum sjómennsku sinnar og
samferðarfólki sínu. Frásagnar-
hæfileikar Karvels eru fágætir og
leiða þeir lesandann auðveldlega
inn í iöu viöburöanna. Bókaútgáf-
anÖrn ogÖrlygurgefurbókina út.
*
GEIRFUGLARNIR er nýútkomin
skáldsaga eftir burtflutta Keflvík-
inginn Árna Bergmann ritstjóra.
Geirfuglarnir er skáldsaga í end-
urminningarstíl og gerist í litlu
plássi á Suöurnesjum, Selatöng-
um. Sögumaður er drengur, sem
þar fæöist og nemur smám saman
veröldina í kringum sig. En yfir
byggöinni vofir háski sem er
kannski óumflýjanleguren hefðief
til vill mátt afstýra. Geirfuglarnirer
frumraun Árna í skáldsagnagerö
og þykir mönnum vel af staö fariö.
Mál og menning gefur bókina
út.
*
Jón Dan hefur nýveriö sent frá sér
skáldsöguna VIÐJAR sem bóka-
klúbbur Arnar og Örlygs gefur út.
Sagan fjallar einkum um unglings-
dreng, sem ekkert hefur haft aö
fööur sínum aö segja og baráttu
hans viö umhverfið. En kona leitar
lags við hann og leiðir hún hann í
sannleikann um leyndardóma lífs-
ins. Efnistök höfundar leiöa hug
lesandans sterklega inn í viöhorf
og vandamál allra unglinga.
Jón Dan er fæddur á Vatns-
leysuströnd, sem kunnugt er og
sögusviöiö í mörgum bókum hans
er heimaslóðir hér suður meö sjó.
*
Grindvíkingurinn Guðbergur
Bergsson er höfundur nýútkom-
innar skáldsögu sem nefnist
Hjartað býr enn í helli sinum.
Sagan gerist á núverandi
heimaslóö höfundar, Reykjavík og
þó mest á Hlemmi.
Aðalpersónur sögunnar eru
hjón, maöurinn sálfræöingur en
konan félagsráögjafi. Þau skilja
eftir aö tekiö er aö rofa til í lífsbar-
áttu þeirra og þeim hafa fæöst
tværdætur. Þáersvokomiöaöallt
snýst um jafnréttið. En eftirskiln-
aöinn tekur viö ,,hiö frjálsa líf“ og
flækjur þess. Mál og menning gef-
ur bókina út.
FAXI- 194