Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 19

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 19
Hjónin Þorbjörg Valdimarsdóttir og Jón Kristjánsson ásamt bömum sinum. Talið frá vinstri: Þorvarður Björn, Borghildur Guðrún, Valdimar Kristján og Jón Albert. svo smáhjalla niður af því. Ef ég hefði reynt niðurgöngu hjá vörðu- brotinu hefði ég hrapaö niður í Súrnadal, en gömul þjóðtrú segir að samtals 18 manns hafi orðið úti við að hrapa þar niður. Eftir að ég kom niður af Núpnum sé ég Ijós í glugga. Ég barði þar að dyrum og þá hefur klukkan verið um 2 eftir miðnætti. Loks kemur maður til dyra og ég segi honum frá slysinu og bið um gistingu. Hann sagði mér að Sumarliði póstur hefði átt heima á næsta bæ og skyldi ég fara þangað. Þótt ég væri mjög þrekaður og í klakabrynju þannig að ekkert var autt nema augu og nefbroddur fór ég að leita bæjar- ins, sem bóndinn vísaði mér á. Eftir nokkurn tíma hrapa ég fram af kvestu niður við sjó. Þar var stórt timburhús, sem kvestan var í kring um en í því húsi var enginn. Mér gekk mjög erfiðlega að kom- ast til baka upp kvestuna og notaði ég þá svipuna í annað sinn til þess að höggva spor. Ég fann sárt til þess hversu þreyttur og svangur ég var. Ég hafði ekki smakkað al- mennilegan mat í nær tvo sólar- hringa. Loksins kom ég svo aftur að sama bæ og áður og baröi þar að dyrum í annað sinn. Þegar bóndinn kom til dyra lét ég hann vita það að mér þætti það hart að geta ekki fengið að liggja inni eftir þennan hrakning. Hann svaraði því ekki neinu en ég fékk [xd að standa innan dyra á meðan hann klæddi sig til þess að fylgja mér að næsta bæ. Þar vöktum við upp og þegar ég sagði fréttina af slysinu fór allt fullorðið fólk á fætur. Það þurfti að hjálpa mér til þess að losna við klakabrynjuna og ytri fötin, því allt var svo freðið. Ég átti erfitt með að gera grein fyrir því hvar slysið hefði orðið því að ég hafði aldrei fariö þessa leiö áður. Þegar ég sagði frá steinunum á brúninni sagðist ein maður, Guð- mundur Jósefsson að nafni, átta sig á því hvar þetta væri. Um nótt- ina voru send boð um slysið til hreppstjórans á Sandeyri. Eftir þaðfóru allir í rúmið afturog varég látinn sofa til fóta hjá Guðmundi. Þegar ég var að sofna hrökk ég upp við það að mér fannst ég vera að hrapa niður fjallið og gekk þetta svona fram undir morgun. Ég var því mjög lerkaður og þreyttur eftir þennan svefntíma. Um morguninn vakna ég við það að bærinn er orðinn fullur af fólki. Tómas hrepp- stjóri er þar kominn með marga menn til þess að leita að Sumar- liða pósti. Ég varð að endurtaka allt það sem ég hafði sagt frá um nóttina. Búiö var aö þurrka fötin mín og fóru allir fram á það að ég væri með í leitinni, því að menn héldu að ég vissi eitthvað frekar um það hvarslysið hafði orðið. 18 manns fóru í leitina. 5 fóru út með Bjamarnúpi og þar á meðal Guð- mundur Jósefsson, sem taldi sig vita hvarslysið hafði orðið. Ég lenti með þeim 13, sem leituðu í Súrna- dal. Áður en leitarhópnum var skipt var ákveðið að þeir sem yrðu fyrri til þess að finna líkin skyldu senda mann til að láta vita af því og ætti hann að hóa. Nokkru eftir að við höfðum dreift okkur í Súrnadal heyrðum við hóað og síðan kom maður að utan. Hann sagði okkur að þeir hefðu fundið Sumarliða og hestinn liggjandi hlið við hlið fyrir ofan fjörukambinn. Hesturinn var sprunginn og hnakklaus en ekkert sá á líki Sumarliða. Nú voru þeir hóaðir saman, sem voru við leitina í Súrnadal og flestir af þeim fóru heim og þar á meðal ég því að ég var ekki búinn aö ná mér eftir ófar- irnar og svefnleysið. Tveir menn fóru með sleöa til þess að draga á lík Sumarliða heim. Þegar þeir komu út fyrir var allt horfið bæði menn og lík því að stór snjóskriða hafði fallið og tekið allt með sér út á sjó. Talið var að hengjan við fjallsbrúnina hafi sprungið fráfjall- inu við hóin. Einn maöur var að brölta í snjókrapinu í sjónum og köstuðu þeir til hans bandi og drógu hann í land. Þetta var sá yngsti og þróttmesti þeirra leitar- manna, sem lentu í snjóflóðinu, Halldór Ólafsson, en hann var þá um tvítugt. Halldór var orðinn svo kaldur og þjakaður að þeir þurftu að draga hann heim á sleðanum. Veðrið var slæmt, hörkufrost, hvasst og skafrenningur. Þegar heim var komið voru fötin harð- frosin utan um Halldór og varð með mestu varkárni að rista allt utan af honum. Mönnum fannst það vera kraftaverk að hann skyldi ekki vera kalinn, en líkast til hefur það bjargað honum að komast fljótt heim og án þess að bleyta sig. Einn af leitarmönnunum sem fórst var áður nefndur Guðmundur Jósefsson. Strax og heim var komið var settur út bátur þótt hvasst væri og farið út eftir til þess að leita að líkunum, en það bar engan árangur. Stuttu síðar fund- ust lík tveggja leitarmanna rekin. Sent var skeyti til Ásgeirsverzlun- ar á ísafirði um að senda bát norö- ur með tvær líkkistur og kom hann þegar veðrið lægði 5 dögum eftir snjóflóðið. Ég fór með bátnum vestur til ísafjarðar og var ég svo niðurdreginn út af þessum slysum að um enga skemmtun var að ræða fyrir mig um þessi jól og ára- mót. Kvöldið sem ég kom til ísa- fjarðar var ég mjög þreyttur og fór snemma að sofa. Finnur Jónsson póstmeistari kom þá heim til mín til þess að frétta af slysunum og heimtaði að ég skyldi vakinn til þess að skýra honum frá þeim. Allt þetta umstang, sem þessi svaðil- för olli gerði mig mjög viðkvæm- an.“ Eftirmáli Þó nokkrir hafa skrifað um slys- in við Bjarnarnúp 17 og 18. des- ember 1920, en þetta er í fyrsta skipti sem samferðamaður Sum- arliða pósts skýrir sjálfurfrá þeim. Þegar óveðrinu slotaði fór séra Jónmundur frá Grunnavík yfir Snæfjallaheiði til þess aö jarða þá tvo, sem fundust og halda minn- ingarguðþjónustu um hina tvo. Á meðan hann var fjarverandi brann prestsetrið á Stað í Grunnavík til kaldra kola. Tókst að bjarga fólki en nær engu af innanstokksmun- unum. Prestsetrið var nýbyggt, þvi að séra Jónmundur lét byggja það eftir að hann kom til Grunnavíkur. Guðrún kona séra Jónmundar kól svo á fótum við brunann að hún beið þess aldrei bætur. Hafliði Gunnarsson á Berurjóðri við Gullhúsá á Snæfjöllum hafði oft klifið hamrasyllur Bjarnamúps upp og niður, en aldrei þar sem Sumarliði hrapaði niðurendavoru þær syllur taldar ógengar. Hafliða datt í hug að ef til vill hefði hnakk- urinn og pósturinn orðið eftir í fjall- inu, því aö þegar hesturinn fannst var hann hnakklaus. Eftir að snjóa leysti fór Hafliði einn góðviðrisdag aleinn af stað út í syllur Núpsins. Tókst ferðalag þetta svo vel, að hann fann pósttöskuna fasta á klettasnaga einum óskemmda og sömuleiðis hnakk Sumarliða. Gat hann bjargaö þessu og fór með það heim til sín. í pósttöskunni var allmikill peningapóstur, um 1500 krónur. Peningaseðlarnir voru að vísu orðnir blautir, en Hafliði lét þurrka þá, svoað þeirvoru allirvel iæsilegir, er hann skilaði póst- meistaranum á ísafirði töskunni með öllu, sem í henni var. Hlaut Hafliði fyrir þennan frábæra dugn- að, áhættu og skilvísi 150 króna fundarlaun. Póstferðir yfir Snæfjallaheiði voru lagðar niður eftir slysið og hefur póstur verið sendur sjóleiðis til Grunnavíkur- og Slétturhrepps ætíð síðan þar til þær sveitir lögö- ust í eyöi. Þorvarður Jónsson yfirverkfræðingur Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla ogfarsældar á komandi ári. Þökkum útvegsmönnum viðskiptin á árinu. FAXI- 199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.