Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Síða 27

Faxi - 01.12.1982, Síða 27
brigða eða friðsemdar og sátta við sjálfan sig og aðra. Eða svo ég vitni í bók J. Cullbers „Kreppa og þroski“. „Síöasti áratugurinn fyrir eftirlaunaaldur getur orðið sumum eins og tilvera í eitruðu andrúms- lofti bæði á vinnustað og heima fyrir“. Viðbrögðin geta lýst sér sem stöðug þreyta, ýmsir líkams- kvillars.s. magasár, ristilbólga, hár blóðþrýstingur, höfuðverkur, melt- ingartruflanir og andleg depurð eða oflæti, en allt eru þetta kreppueinkenni. Breytingarnar sem eiga sér stað, og það álag sem þeim fylgir eað kreppuein- kennin, má oft rekja til: • Líkamlegrar hrörnunar. Sjúkdóma og/eða andláts vina og ættingja. • Andstæðra sjónarmiða kyn- slóðanna sem oft leiða til tog- streitu og átaka. • Áhyggja vegna stöðu á vinnu- stað og samkeppni í því sam- bandi. Yngra fólk kemur með nýjar hugmyndir og það er erfitt að vera alltaf jafnvígur. í fræðslustarfinu nálgumst við einstaklinginn út frá því heilbrigða. Það er gert ráð fyrir kreppuein- kennum á ákveðnum þroska- þröskuldum og starfað út frá því, en ekki, að einstaklingurinn sé veikur, þurfi lyf eða læknismeð- ferð. Það er höfðað til hins eðlilega og tekið mið af styrkleika og heil- brigðum forsendum einstaklings- ins til þess að geta skilið félagslegt samhengi ytri aðstæðna og per- sónulegra viðbragða. Með fræðslu, sem miðar að vit- rænum og tilfinningalegum undir- búningi, þarf e.t.v. aldrei að koma til neinna kreppuviðbragða. Ef tímamót vinnuloka eru undirbúin, viðurkennd og ráðstafanir gerðar, kemur breytingin ekki eins og reiðarslag. Einstaklingurinn getur þá stjórnað því sjálfur hvernig breytingarnar ber að. Hann veit hvaða viðbragða er að vænta og þar með er kvíðinn og óttinn við hið óvænta úr sögunni. Það sama gildir um öldrun. Ef hún er viðurkennd og undirbúin getur fólk „elst meðvitað” og unnið þannig með sjálfu sér ef svo mætti að orði komast. Þetta er sambærilegt við þá hugmynd, sem nú er viðtekin varðandi barnsfæðingar. Það vita allar konur hversu mikilvægt það er að hafa fengið nákvæma fræðslu um gang fæðingarinnar, hvað muni gerast á hvaða stigi, hvernig konan sjálf geti brugðist við, hvernig virk þátttaka hennar sjálfrar bæði auðveldar og dregur úr kvíða. Þetta er einfaldlega sama lögmálið. Breytingar á aðstæðum. Þá vildi ég fara nokkrum orðum um nauðsynlegar breytingar, sem verða að geta átt sér stað á hög- um aldraðra til þess aö þeir ráði betur við tilveru sína en veröi ekki of fljótt ósjálfbjarga, vonlausir eða háðir þjóðfélaginu. Lítum þá fyrst á húsnæðismálin. Það hefur oft verið á það bent, að einstaklingur þurfi að skipta um húsnæði a.m.k. þrisvar á ævinni: Á meðan fjölskyldan er barnlaus, meðan börn eru í fjölskyldunni, og eftir að foreldrar/foreldri eru orðin ein á heimilinu. Svo ólíkar eru þarfir hvers skeiðs. Það er einkum þrennt sem rökstyður það að aldr- aðir búi í húsnæði við þeirra hæfi: • Fólki líður betur, aukin þægindi og minni árekstar viö umhverf- ið. • Fólk getur haldið lengur eigið heimili. • Fólk getur fyrirbyggt, frestað eöa jafnvel hindrað algjörlega stofnana- eða sjúkrahúsdvöl. Flestir eru nú orðið sammála um sanngirni og ágæti þess að aldraðir búi sem lengst á heimili sínu. Þetta krefst þó þess, að heimilið sé þá aðlagað þörfum hinna öldruöu. Það þarf e.t.v. ekki sérhannaðar íbúðir líkt og fyrir fatl- aða en það eru ótrúlega margir þættir sem hægt er að lagfæra, ef að er gætt. Ég nefni hér nokkur dæmi. 1. Staðsetning íbúðar. Þaöskiptir máli hvernig íbúðarhverfið er, þ.e. hvar heimilið er staðsett með tilliti til nálægðar verslana og annarrar þjónustu. 2. Hæð íbúðarinnar. Það skiptir miklu máli, hvort búið er á fyrstu eða fjórðu hæð í lyftu- lausu húsi. 3. Stærð ibúðarinnar. Það er óþarfi að búa í fimm herbergja íbúð ef tveggja eða þriggja herbergja íbúð nægir. 4. Hönnun íbúðarinnar. Hér þarf að huga að hvort hún er á einni eða tveim hæðum og hvort þvottaaðstaða er á hæðinni. Varðandi hönnun íbúðar er ennfremur mikilvægt að athuga. • dyraumbúnað (þ.e. gerð og breidd) • gólfrágang (sleip gólf, þurr teppi) • handrið • handföng (á göngum, á bað- herbergjum, við rúmið) • gluggabúnað • stiga (breidd þrepa) • lyftur. 5. Samband út á við. Tengsl við umheiminn skipta að sjálfsögðu miklu máli fyrir öryggi og sálræna líðan. (Er sími nálægur? Bjöllur sem tengdar eru t.d. næstu íbúð o.s.frv.). 6. Nýtingarmöguleikar. Margir sem búa einir í rúmgóðu hús- næði gætu e.t.v. leigt út frá sér eða búið með öðrum eldri eða yngri einstaklingi, sem hægt væri að hafa stuðning af. Slíkt gæti frestað flutningi og um leið nýtthúsnæðið betur. Skrefið að flytja er stúndum óhjákvæmilegt og oftast kemur að einhverri breytingu. Þetta mætir hins vegar mikilli innri mótstöðu hjá flestum. Þessi innri mótstaða tengist trega varðandi: - að leysa upp eigið heimili - að skiljast frá kærum hlutum sem dýrmætar endurminningar eru tengdar við - að missa ákveðna félagslega stöðu í eigin augum og um- hverfisins. Þetta að „verða að draga saman seglin”, hafa ekki lengur sinn eigin garð, bílskúr eða verkstæði - að missa aðstöðu eða mögu- leika til að taka á móti gestum, og halda boð. Þetta er nokkuð sem fólk saknar, jafnvel þótt það sé nánast hætt að taka á móti gestum eða halda stór boð. Bara tilfinningin að geta það ekki er sár. Allt þetta hefur sín áhrif á sjálfs- ímyndina og e.t.v. er það þeim mun erfiðara sem þess er meiri nauðsyn. Ef þetta er hins vegar gert í tíma, meðvitað og markvisst verður það oft léttara. Annar þáttur mótstöðunnar tengist hugmyndum og viðhorfum til elliheimila eða annarra vist- heimila fyrir aldraða. í eyrum margra hefur orðið elliheimili sama hljóm í dag og áður þrátt fyrir gjörbreyttan rekstur þeirra og fjölbreytileika. Sú afstaða hefur til skamms tíma verið ríkjandi, að vistun á stofnun væri neyðar- lausn. Heilsubrestur, einstæð- ingsskapur eða árekstrar vegna þeirrar tilfinningar að vera öðrum til byrði væru ástæðurnar, sem þvinguðu fólktil aðfara ástofnun. í skýrslu Jóns Björnssonar sem gerð var í samvinnu við Félsgs- málastofnun Reykjavíkurborgar 1972 er greint frá niðurstöðum nokkurra athugana um viðhorf fólks gagnvart elliheimilum. í Ijós kom að ókostirnir tengdust eftir- farandi hugmyndum: • að verða að hlíta reglum • aðfáfjöldaafgreiðslu • að lífið einkenndist af aðgerð- arleysi • leiðayfir því aðyfirgefa „sitt” • að missa fjölsklyldutengsl. Sundhöllin i Kefia vik hefur verið mjög mikið notuð i sumar. Gamla fólkið hefur sértima á laugardagsmorgnum. Hér eru nokkur þeirra við annan heita pottinn. FAXI - 207

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.