Faxi - 01.12.1982, Side 28
Kostirnir væru hins vegar:
• trygg umönnun
• daglegt samneyti viö annað
fólk
• vera ekki öörum til trafala
• geta búiö í hentugu húsnæöi.
í sömu skýrslu er gerö grein fyrir
mismunandi áhrifum stofnana eftir
rekstrarformi þeirra þ.e.a.s. hefö-
bundinna og óhefðbundinna
stofnana. Heföbundnar stofnanir
höföu eftirfarandi áhrif:
• sjálfsmynd einstaklinganna
varö neikvæöari
• aölögunarhæfni þeirra minnk-
aöi
• félagsleg samskipti og athafn-
arsemi varö í lágmarki
framtíöin var litin döprum aug-
um og lítt sem ekkert aö henni
hugaö.
Óhefðbundnar stofnanir höföu
allt önnur áhrif, þ,e, stofnanir sem
umfram allt eru minni, og þar sem
félagsstarf og þjónustutilboð af
ýmsu tagi eru veitt, þar var tilfinn-
ingin varðandi þaö að eldast já-
kvæöari:
• Þær stuðluðu aö aukinni at-
hafnasemi og virkari samskipt-
um milli einstaklinga.
• Fólk deildi tilfinningum sínum,
skiptist á skoðunum, ræddi aö-
stæöur sínar og eignaðist fé-
laga.
• Þátttaka í félagslífi utan stofn-
unar varö virkari.
• Miðun út í framtíöina lengri.
Biðröð við vinsæia vatnsnuddið.
En hugum þá örstutt aö öldrun
og atvinnu. Eins og fjallað hefur
veriö um hér aö framan er stór
hluti ævinnar eftir þegar náö er
60-70 ára aldri. Miðaö viö hinn
háa meðalaldur íslendinga nú
orðið er ekki óraunhæft að hugsa
sér aö margir eigi þá 15-20 ára
virkt lífsskeið framundan. Þaö er
viöurkennt, aö allt frá fyrstu vikun-
um er ungbarninu mikilvægt að
hafa viðfangsefni (eitthvaö til aö
horfa á, finna og skynja) viö hæfi.
Þetta á viö um alla mannsævina.
Til hinsta dags er manneskjunni
mikilvægt að hafa örvandi og
þroskandi viöfangsefni sem gefa
lífinu tilgang. Þegar vinnulok nálg-
ast er því mikilvægt aö huga aö,
hvaö geti tekið við, þannig aö ein-
staklingurinn veröi ekki fyrir áfalli
vegna skyndilegra umskipta. Þaö
sem hér skiptir máli er því einkum
eftirfarandi:
1. Hæg breyting og aöiögunar-
tími. Þaö er aö ekki veröi skyndi-
legt rof frá því aö hafa unniö fullt
starf frá kl. 9-5, eða jafnvel fram á
kvöld eins og oft tíökast í íslensku
þjóöfélagi, og yfir í algjöra kyrrsetu
eöa aögeröaleysi. Slíkt leiöir óhjá-
kvæmlega til krepputilfinningar
sem tengist því, aö einstaklingn-
um finnst hann skyndilega vera
einskis nýtur, utanveltu og ein-
mana. Auk andlegrar deyföar,
framtaksleysis og einsemdar sem
slíkt getur leitt til, lætur líkamleg
hrörnun oftast ekki á sér standa en
líkamleg viöbrögö eru óaðskiljan-
lega samofin andlegu ástandi og
félagslegum þáttum.
2. Hafa eitthvað fyrir stafni sem
hefur tilgang þann hluta dagsins
sem ekki er unnið. Hér er mikil-
vægt aö nýta reynslu og þroska
hinna eldri í þágu yngri kynslóðar-
innar. Aldraöir gætu lagt sitt aö
mörkum innan ramma skólakerf-
isins til aö viðhalda menningararfi
okkar og brúa kynslóðabilið. Til
þess aö þeir geti minnkaö viö sig
og unnið hálfan dag áöur en aö
vinnulokum kemur eöa unnið létt-
ari störf, hlutastörf eöa á vernduð-
um vinnustöðum þurfa ýmsar
breytingar aö koma til.
Þessir þættir varða löggjöf og
lífeyrissjóösmál, vinnumarkaös-
stefnu og persónuleg viöhorf. Ef til
vill er þaö síðasta mikilvægast, en
þaö er forsenda hinna atriöanna.
Eigin vitund og viöurkenning á
nauðsyn breytinga og nauðsyn
þess að berjast fyrir þeim. Ekki er
síður mikilvægt aö þekkja sinn vitj-
unartíma og geta sætt sig viö að
minnka viö sig vinnu í tíma og
hætta störfum, þegar þaö er tíma-
bært þ.e.a.s. áður en einstakling-
urinn er farinn aö tapa á því sjálfur
og e.t.v. farinn aö skemma fyrir
öörum.
3. Undirbúa endanleg vinnulok.
Þaö kemur aö því, aö einstákling-
urinn er ekki fær um aö stunda
launavinnu. Þá er mikilvægt, aö
hann leggi ekki árar í bát heldur lifi
áfram skipulegu lífi meö föstum
liðum eins og venjulega en setjist
ekki í biðsal dauöans. Þaö sem
hann geturgerter:
• aö skipuleggjatíma sinn
• aö halda fasta liöi
• aö virkja sig félagslega
• aö stunda íþróttir og göngu-
feröir
• aðsækjaleikhúsognámskeið.
Þaö er endalaust hægt aö læra
og lifa virku lífi til æviloka. Mörgum
finnst þetta erfitt. Oft má heyra viö-
bárur: ,,Æ,ég treysti mér ekki út í
dag”, „þaðerhálftilgangslaustað
vera aö fara í göngutúr án þess aö
hafa eitthvert erindi”, ,,ég held
þaö sé samahvar ég ligg”, o.s.frv.
Allt þetta tengist uppgjafartilfinn-
ingunni og hræöslu viö aö gera
þaö óvenjulega og viðurkenna í
verki aö eitthvað markvisst sé
hægt og þurfi aö gera. í þessu felst
jú endanleg viðurkenning á því aö
endirinn nálgist.
Aö lokum þetta: Þaö er ekki nóg
aö bjóöa þjónustu og skipuleggja
hana fyrir aldraða. þaö þarf fyrst
og fremst aö virkja þá sjálfa og
breyta viðhorfum einstaklinga og
stjórnvalda. Aldraöir eiga fullan
rétt á því að eiga úrkosti og geta
tekið virkan þátt í lífinu eins lengi
og þrek þeirra leyfir. Ekkert nema
opin umræöa og viöurkenning á
málefnum aldraöra ásamt virkni
þeirra sjálfra getur leitt til nauö-
synlegra aögeröa og viöhorfs-
breytinga. Þannig er ráöstefna að
þessu tagi ánægjulegt framtak og
um leið og ég þakka fyrir aö hafa
verið beöin aö leggja fram minn
skerf hér í dag vona ég, aö um-
ræöan um þessi mál hér á Suður-
nesjum sé rétt aö byrja.
Fjölbrautaskóli
Suðurnesja
Keflavík
Pósthólf 100-Sími 92-3100
FLUGLIÐABRAUT
Námsbraut í bóklegum greinum til atvinnuflug-
prófs verðurstarfræktvið Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja árið 1983 efnæg þátttaka fæst.
Inntökuskilyrði eru 17 ára aldur, grunnskóla-
prófog einkaflugmannspróf í bóklegum grein-
um.
Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu skól-
ans, eóa til Flugmálastjórnar, Reykjavíkurftug-
velli, í síðasta lagi 21. desember 1982.
Jón Böðvarsson
skólameistari
Agnar Koefoed-Hansen
flugmálastjóri
FAXI- 208