Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1982, Qupperneq 30

Faxi - 01.12.1982, Qupperneq 30
Stefán Siqurfinnsson: Víkingur hét vélbátur, sem Ágúst Flygenring kaupmaöur í Hafnarfirði átti. Þetta var lítið skip, '8-9 lestir, með 10 hestafla Gideonvél, en gekk tiltölulega vel, eftir þeirra tíma kröfum. Við vorum tveir á bátnum. Hinn maðurinn var Símon Kristjánsson hafnsögu- maður, sem nú er nýlega látinn. Hann var vélstjóri. Báturinn var oft í flutningum til Suðumesja, allt suður í Hafnir, flutti ýmsar nauð- synjar til bænda, svo sem mat- vöru, kol, salt og útgerðarvörur, en tók hjá þeim fisk til baka, því að Flygenring hafði mikil skifti við Suðurnesjamenn á þeim árum. Núvarþaðhinn 16. júní 1911, að komiö var flutningaskip í Hatnar- fjörð til að taka fiskfarm hjá Flygenring. Lá það inni í höfn, en fiskurinn var úti á Langeyrarmöl- um, og langt að flytja hann. Var Víkingur því hafður til þess að draga bátana á milli. Seint urp kvöldið þegar vinnu var hætt og við komum að bryggju, er Flygen- ring kominn þar sjálfur og biður okkur blassaöa að fara suður að Gerðum, sækja þangað veika konu og flytja hana til Reykjavíkur. Sagði hann að séra Kristinn Daníelsson á Útskálum hefði sím- að til sín og sagt að konan lægi fyrir dauðanum í blóðeitrun, og ekkert gæti bjargað lífi hennar nema skjót læknisaðgerð. „Því langar mig, drengir mínir, að biðja ykkur að fara á Víkingi og sækja konuna og flytja hana til Reykjavíkur." Mér er enn í minni sá brennandi áhugi, sem var í Flygenring í þetta sinn, eins og æfinlega þegar hann vildi láta eitthvað ganga fljótt. En nú réði mestu hjá honum hin ríka samúð, sem hann hafði með veiku konunni, og hin meðfædda þrá hans að hjálpa alltaf, ef hægt var að hjálpa. ,,Eg vona aö þið gerið allt sem ykkur er mögulegt, því að mannslíf liggur við,“ sagði hann. Við spurð- um hvort við mættum ekki skreppa heim að borða. Nei, stórt og ákveðið nei. ,,Ef ykkur vantar eitt- hvað, þá skuluð þið fara upp í búð og fá þar það sem ykkur vantar, og þarf ekki að skrifa það. Það er að- eins þetta, ferðin þarf að ganga svo fljótt sem mögulegt er, þaö eitt getur bjargað konunni. Muniö að mannslíf er í veð1 og ég treysti ykk- ur til að gera það sem þið getið.“ Við svo búið fer ég upp í búð og sæki eitthvað handa okkur Símoni, því við höfðum víst lítið borðað þennan dag, við máttum aldrei láta standa á okkur við milli- ferðirnar, en það voru þá ekki gerðar strangar kröfur til klukku- stundar matmálstíma, þegar mikið lá við. Þess skal getið hértil skýringar, að 1911 mun vegurinn suðurmeð sjó hafa verið kominn suður undir Hraunabæi. Á honum mun hafa verið byrjað 1907 í Hafnarfirði. Var því engin önnur leið til að koma sjúkling til Reykjavíkur af Suður- nesjum, en sjóleiðin. í búðarferðinni var ég mjög fljót- ur. Þó var Símon búinn að ná í olíutunnu og var að binda hana, við afturhornið á vélarhúsinu stjórnborðsmegin og segir: ,,Ég ætla að binda hana hérna á kulið, það er ekki víst að það verði logn alla leiðina suður.“ Að svo búnu var lagt af stað og mun þá klukkan hafa verið farin að ganga átta. Símon reyndist sannspár. Þegar við komum fram fyrir Álftanes var kominn norðan rokstormur og leizt okkur satt að segja hreint ekkert á ferðina, eða það að hægt yrði að hafa samband við land í Gerðum. Við höldum þó ótrauðir áfram hver sem erindislokin kynnu að veröa því síðustu orð Flygenrings hljóm- uðu án afláts fyrir eyrum okkar: ,,Ég treysti ykkur, að þiögeriðþað, sem þið mögulega getið, það er mannslíf í veði.“ Við hökdum áfram suður og stefnum á Garð- skaga. Það verð ég að segja að veltingurinn á bátnum var mikill, báturinn var kjölfestulaus en hlið- arbáran þó nokkur. Við Símon gerðum okkur Ijóst þegar í stað og áttum samtal um það, að mjög hæpið væri að hægt yrði aö hafa samband við okkur úr Guðveig Eiríksdóttir. landi í Gerðum, því við þekktum báðir hve landtaka í Gerðum er vafasöm í norðanstormi. Þó vild- um við ekki láta ófreistað að fara alla leið, hver sem erindisbkin yrðu. Þannig höldum við áfram, ferðin gengur heldur seint, vegna hinna snöggu og miklu hreyfinga á bátnum og klukkan er farin að ganga 12 þegar við komum suður að Gerðum. Flygenring mun hafa símaö suður, þegar við fórum á stað og fólk þar suður frá vitað aö við vor- um á leiðinni og því beðið eftir okkur. Við förum eins nærri landi og við þorum, því ég var vel kunn- ugur þar, snúum upp í vindinn og andæfum þannig stundarkorn. Þá sjáum við að tekið er eftir okkur, því nú er dregið upp flagg, viðsjá- um það, þó skuggsýnt sé; það var dimmara en búast hefði mátt við eftir árstíma, loftið var skýjað og ákaflega þungbúið og sérstaklega skuggalegt að horfa til landsins. En þegar flaggið kom upp, var flaggað í hálfa stöng. Hvort það hefur verið gert viljandi eða óvilj- andi vitum við ekki, en við skildum flaggið þannig, og það myndufleiri hafa gert, að annaðhvort væri konan, sem við áttum að sækja dáin, eða þá að ólendandi væri í Gerðum. Hvort sem heldur var, álitum við að okkur væri vísað frá. Við dokum þó dálítið við, en auk- um þó ferðina á bátnum. Eftir því hefur verið tekið í landi, því flaggið er dregið niður - og samstundis upp aftur, en þá að hún. Við gefum þá til kynna að við tökum eftir því, snúum við og förum á nýjan leik eins nærri landi og við þorum, í álandsstormi, og snúum þar við og andæfum upp í vind og báru. Eftir dálitla stund sjáum við, okkur til mikillar gleði, að bátur kemur undan skugganum, út úr brimgarðinum. Viðsnúum viðáný og förum á móti bátnum, eins nærri landi og við þorum, þar til við náum sambandi við hann og get- um fest taug í hann og andæfum með hann beint í vindinn - frá landi, sem okkur fannst við vera komnir allt of nærri, ef eitthvað bæri út af. Það verð ég að segja að okkur Símoni brá heldur í brún, þegar við sáum að konan veika, sem við áttum að taka, var í stórri kistu rekinni saman úr heilum borðum, sýnilega búin til fyrir þennan flutn- ing - og náttúrlega búið um kon- una sem í rúmi. Það var útilokaður möguleiki að koma kistunni neins staðar undir þiljur á Víkingi, en að hafa hana upp á dekki, í því veðri sem var, fannst mér ekki koma til mála. Ég hafði orð á því við Þórð Þórðarson, sem kom út með bátn- um og ég vissi að var í umboði oddvita að sjá um umbúnað og flutning á konunni. Ég sagði hon- um að kistan væri svo stór að það væri ómögulegt að koma henni undir þiljur, en að hafa hana uppi á dekki í þessu veðri - og væntan- lega í mikilli ágjöf eftir að farið væri að stíma á móti, það væri alveg ófyrirgefanleg flónska, svo við gætum ekki tekið þá ábyrgð á okk- ur - af því líka ekkert væri einu sinni til aö breiða yfir kistina á dekkinu. Þórðursegir: ,,Þið verðið að taka konuna hver sem afleiðingin verður, það er ekkert um annað að gera, kon- an verður að komast undir læknis- hendur, ekkert annað getur bjarg- að lífi hennar, takist það ekki er alveg vonlaust að hún lifi, að sögn læknis." Ég ætlaði að halda áfram að mótmæla Þórði, en þá flugu mér í BARNFÆTTÍ SLÖRKULEGRI SJÓFERÐ Frásögn þessa skráði Stefán Sigurfinnsson árið 1955. Hann var formaður á Víkingi í eftirfarandi frásögn. Stefán var fæddur á Vatnsleysuströnd en fluttist með móð- ur sinni og stjúpföður að Bakkakoti í Leiru og ólst þar upp. Stefán gerðist snemma sjómaður og varð formaður á fyrsta kútterbyggða mótorbátnum með stýrishúsi, er kom hér suð- ur. Bátur þessi hét Ágúst og varð síðar fyrsta varðskip íslend- inga og þá notaður til landhelgis- og veiðaifæragæslu af Garðmönnum undir stjóm Stefáns. Síðar á ævinni gerðist Stefán forstjóri fyrirtækis Eggert Jónssonar í Innri-Njarðvík. I__________________7 FAXI-210
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.