Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 33

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 33
er, en ferðin gengur heldur seint, eða svo fannst okkur Símoni, með þennan vandræðafarm innan- borðs, en í áttina þokast þó. Við höfum stefnu á Bessastaði, sem eru nú farnir að skýrast, enda var nú farið að birta. Bjarni fór oft að vitja um konuna, og hún tjáði honum alltaf að sér liði bærilega. Henni hefur sannarlega ekki verið fisjað saman þeirri konu. Þegar við loksins komum inn á fjarðarmótin, þ.e. opinn Hafnar- fjörð, fór heldur að draga úr veðr- inu, og þegar við eigum stutta leið eftir undir Álftanes, komum við í logn og sólskin, en dálítil kvikavar. Vindurinn lá við, eins og kallað er, það var logn í landi þó stoimur væri þegar frá landi dró. Við breyt- um strax um stefnu og förum grunnleið, það er milli lands og skerja á Skerjafirði. Þegar við komum inn á Skerja- fjörð í logn og glaðasólskin fannst mér vera kominn tími til að reyna að sinna veiku konunni eitthvað. Ég fer fram í lúkar að ná í Ijósmóð- urina. Þeirri sjón, sem þar blasti við, ætla ég ekki að lýsa; báðar konurnar höfðu verið mikið sjó- veikar, sem ekki var furða, og kastað upp án tillits hvar þaö lenti. Oddný var þó það hress að hún gat með hjálp komizt upp á dekk. Ég sagði henni hvernig ástatt væri hjá veiku konunni, og henni þyrfti eitthvað að hjálpa ef mögulegt væri. Oddný gat, þó aðstæður væru ekki góðar, eitthvað liðsinnt henni, mikið hefur það ekki verið, því hún var fljót, allt um garð geng- ið fyrir löngu, barnið fætt og allt I bezta lagi, eftir því sem Oddný sagði. Það var haft eftir Guðveigu að hún hafi varla oröið þess vör, að hafa fætt barn, á þennan hátt, á móti kvölunum í hendinni og sjó- veikinni. Allt var látið eiga sig í kistunni, eins og það var og haldið áfram tafarlaust inn í Reykjavíkurhöfn og lent við Duus-bryggju kl. að ganga 7 að morgni 17. júní 1911, á aldar- afmæli Jóns Sigurðssonar. Var þá logn og sólskin í Reykjavík, - og þessi sögulega sjóferð á enda Viö fórum nú að svipast um eftir aðstoð, að koma kistunni upp á Landakotsspítala, því þangað átti konan að fara, en okkur vildi það til, að um leið og við rennum að bryggjunni, snarast maður niður á hana. Ég kannaðist við manninn, það var Einar Jónsson, fisksali, hefur auðvitað búizt við að við værum að koma með fisk í soðið handa bæjarbúum. Ég bið hann um aðstoð, og þegar ég hef lýst öllu fyrir honum, brá hann undir eins við og útvegaði 6 menn og bárum við svo kistuna upp á spítala með öllu, sem í var. Einari og hans mönnum borgaði ég kr. 2 00 á mann og voru þeir ánægðir með viðskiftin. Það fór nú svo um Guðveigu og litlu dóttur hennar, að hún sjálf lifði þetta af, en hendinni varð ekki bjargað, hún var tekin af. Ég heyrði sagt eftir Matthíasi Einars- syni að hann vildi kenna því um að ekki hafi nógu vel verið búið að blóðeitruninni í upphafi. Litla dóttir hennar lifði líka og var skírð Sæunn. Hún er nú gift kona í Grindavík. Móðir hennar vildi endilega láta mig ráða nafni hennar, en ég baðst alveg undan því. Ég vil að loku, þó seint sé, leið- rétta þá missögn - eða þá þjóö- sögu, sem myndaðist um mig eftir þetta, að ég hafi átt að drýgjaein- hverja hetjudáð, með að bjarga konunni í barnsnauð, taka á móti barninu og gera, ég veit ekki hvað mikið konunni til hjálpar. Sann- leikurinn er svo sem lýst hefurver- ið - ég gerði ekkert, það lítið gert var gerði Ijósmóðirin, löngu eftir að allt var um garð gengið. - Þar hafa æðri máttarvöld áreiðanlega verið aö verki, eins og svo oft bæði fyrr og síðar. En að þessi tvísýna ferð tókst svona vel, er Símoni Kristjánssyni áreiðanlega eins mikið að þakka og mér, - en þó mest þeim, sem ferðum okkar stjórnar. Ekki vil ég skiljast svo við þessa frásögn, að geta ekki ofurlítið meir Ág. Flygenrings. Eftir að við höfð- um lokið þessum erindum í Reykjavík, fórum við auðvitað til Hafnarfjarðar á Víkingi og komum þangað laust fyrir hádegi. Eftir að hafa gengið frá bátnum fórum við Símon heim að sofa. Ég gekk við heima hjá Flygenring, það var í leiðinni hjá mér, ég vissi að hann var heima, því nú var hátíðisdagur og ég vildi gefa honum skýrslu um allt ferðalagið. Ég var ekki kominn meir en fram í miðja frásögnina, þegar hann stendur upp og biður mig að bíða. Hann fer fram og kemur aftur aö vörmu spori, með Þórunni konu sína, og biður mig að byrja áfrá- sögninni aftur-og eftirað ég hafði lýst því öllu - helst hverju smá- atriði - segir Flygenring hrærður: ,,Miklir gæfumenn eruð þið Símon, þið hafið bjargað tveimur mannslífum." Ég minnti hann á hans þátt, hann hafi lagt til bátinn, - og hann hafi drifið okkur á staö og beðið okkur að gera það sem við gætum. ,,Já,“ svarar hann, ,,en ég vissi ekki um nema - eitt mannslíf." GLEÐILEG JÓL! GOTT OG FARSÆLT NYTT AR! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. VERSLUNARBANKI ÍSLANDS Keflavík FAXI-213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.