Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1982, Page 37

Faxi - 01.12.1982, Page 37
Hluti bílaflotans árið 1960. Elsti vagninn árgerð 1965. Honum hefur verið ekið 1.260þús. km. Stjórn S.B.K. Sitjandi frá vinstri: Jón P. Guðmundsson, Guðjón Stefánsson form. sérieyfisnefndar, Ásgeir Einarsson. Standandi frá vinstri: Ragnar Friðriksson fuiitrúi, Sveinn Guónason, fulltrúi starfsmanna i sérleyfisnefnd. Jón Stigsson, eftirlitsmaður og Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri. Heildarvelta fyrirtækisins á ár- inu 1981 var kr. 5.503.301.- Rekstrarhagnaður var kr. 412.144,- Eins og áður segir hefur rekstr- arhagnaður fyrirtækisins verið skaplegur undanfarin ár. Þess vegna var hægt að kaupa nýja vagna á árunum 1980 og 1981. Á árinu 1983 þarf aö fá nýjan vagn og er vonast til, að hagur fyrirtæk- isins verði með þeim hætti, að það takizt. Á liðnum 40 árum hefur hagur Sérleyfisbifreiða Keflavíkur verið með ýmsu móti. Stundum gengið vel og stundum illa. Miklar þjóðfé- lagsbreytingar hafa átt sér stað á þessum 4 áratugum. Hafa þær haft margvísleg áhrif á rekstur fyr- irtækisins. Stjórnvöld hafa oft á tíðum haft mikil áhrif á afkomuna, sér í lagi með verðlagshömlum, sem hafa stórskaðað fyrirtækið. En þrátt fyrir margskonar erfið- leika, sem fyrirtækið hefur gengið í gegn um, skal það sérstaklega tekið fram og undirstrikað, að það hefur aldrei fengið fjárstyrk frá bæjarsjóði, hvorki í rekstur né til fjárfestingar. Það er von stjórnar fyrirtækisins, að ekki þurfi til þess að koma í framtíðinni og að hagur þess blómgist og dafni á komandi árum, bæjarbúum og öðrum til hagsældar. (Frá stjóm Sérleyfisbifreiða Kefla- víkur) nýja bílakostinn svo sem þörf var á. Þá var gripið til þess ráðs að selja bæjarsjóði fasteignir fyrir- tækisins, afgreiðslu- og skrifstofu- húsnæði, bílaverkstæði og þvottahús bifreiða. Með því móti var hægt að hefja endumýjun vagnakostsins og hefur endurnýj- un verið eðlileg síðan. Afgreiðslan var flutt í nýtt húsnæði á lóðinni Hafnarg. 10-12. Viðhald bifreið- anna hefur verið keypt af bæjar- sjóði eftir að hann eignaðist verk- stæðið. Samtímis því að fasteignir fyrir- tækisins voru seldar var óhjá- kvæmilegt annað en að draga nokkuð saman reksturinn. Ferð- um á áætlunarleiðum var fækkað úr 18 í 12 og jafnframt var starfs- mönnum fækkað. Síðan þetta var hefur ferðum aftur verið fjölgað úr 12 í 14. Um leið og starfsemin vardreg- in saman og starfsmönnum fækk- að, var bæjarstjóri gerður aðfram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Ragnar Friðriksson, sem áður hafði gegnt því starfi, tók viö nýju starfi á bæjarskrifstofunum og heyra málefni sérleyfisbifreiðanna undir hann í þvi starfi. Auk sérleyfisins er ýmiss annar akstur rekinn á vegum fyrirtækis- ins. Fyrst skal nefna akstur á starsfólki Varnarliðsins, en þann akstur hefur fyrirtækið annast í 25 ár óslitið. Auk þess er nokkur akst- ur á skólabörnum fyrir Varn arliðið. Haustið 1978 var hafinn akstur á skólabörnum í Keflavík. í dag er um 250 börnum ekið milli heimilis ogskóladaglega. Hópferðir eru enn sem fyrr snar þáttur í starfsemi fyrirtækisins. Bifreiðir fyrirtækisins aka sem Tveir nýjustu biiarnir. næst 550 þús. km. á ári og er far- þegafjöldi á ári um 180 þús. á sér- leyfisleiðinni. Bifreiðarnar eru nú 8 talsins og geta flutt samtímis 414 farþega. Starfsfólk er 15 að tölu, þar af eru 10 vagnstjórar. FAXI-217

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.