Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1982, Qupperneq 53

Faxi - 01.12.1982, Qupperneq 53
þetta ástand mitt. Mér þótti býsna ótrúlegt aö þetta myndi enda illa. Ég haföi ekki til þess unnið aömér fannst. En enginn ræöur sínum næturstaö. Minningarnar um þessi síöustu spor á þessari þrautagöngu minni eru farnar aö rykfalla, en einhvern veginn hefi ég rammað rétta leið. Ef ég settist niður vildi sækja á mig svefn og eins konar dofi, en ég var mjög var um mig og alltaf reif ég mig upp áöur en ég sofnaði. Þó var eins og mók væri á mér. Kuldinn á fótun- um magnaðist og var ég oröinn kálfdofinn, sérstaklega á vinstri fæti. Og svo sannarlega var ég einmana, því mér var ekki einu sinni stoð af hundinum, heldur var hann mér til erfiðis. En hvaö var nú á seyði, allt í einu rekur hundurinn upp bofs og tekur viöbragö og stekkur ofan af heröum mér og hleypur út í buskann og um leið verö ég þess var aö skafbylurinn er búinn. Því næst sé ég mér til mikillar gleði aö ég er kominn aö sjónum. Nú var mér borgið. Þarna voru fáeinar kindur, sem hundur- inn haföi fundið lykt af. En þessi staður er kallaöur Réttir. Þeirsem áttu heima utar á Ströndinni köll- uöu þetta inn á Réttum. Nokkuð langt í fjarska sá ég bregöa fyrir Ijósi og reiknaði meö aö þaö væri á Bakka eða Bjargi. En nú vareftir drjúgur spotti, því þaö munu vera þrír til fjórir kílómetrar, sem ég átti eftir. Þegar mér varö litið til heiöar- innar sá í hríðarvegginn, en belti næst sjónum var skafbylslaust vegna sjóroks. Sjór var viö flæöi og sýndist hafrót, enda hvassviðri. Nú tók ég til aö reyna aö nudda vinstri fótinn, því ég fann fyrirvíst aö þaö var kominn kalvottur í hann. Eftir stutta stund lagði ég af staö suðureftir. Sá spölur varekki langur, en furöu erfiöur reyndist hann, en loksins náöi ég heim og baröi aö dyrum. Eftir drykklanga stund var loka dregin frá hurö og út kom Manga gamla, en um leið og hún kom auga á mig fómaöi hún höndum og rak upp hálfgert hræðsluhljóð. Sennilega hefur henni sýnst þetta vera draugur, en þegar hún áttaöi sig spuröi hún: ,,Ertu lifandi blessaö barn?“ Ég kvaö svo vera. Komdu þér strax inn í hlýjuna. Þegar ég kom í hit- ann, þó hann væri ekki mikill, rann á mig mók. Manga gamla reif utan af mér utanyfirfötin og dró af mér sokkana og skóna. Þaö fyrsta sem mig langaði í var vatn og svo fór ég aö finna til þess aö ég var svang- ur. Manga gamla haföi beðiðeftir mér og haföi haldið viö eldi í elda- vélinni. Allt hitt fólki svaf svefni hinna réttlátu og haföi aö sjálf- sögöu engar áhyggjur af strákn- um, hann myndi skila sér. Brátt fóru aö koma verkir í vinstri fótinn, þegar hann fór að hitna og þeir ágerðust, þegar lengra leiö. Siöan fór ég aö sofa og svaf allvel, en þó vaknaði ég annaö slagið meö verkjum í fætinum, en þaö hvarf aö mestu þegar frá leið. Aö lokum ætla ég að slá út í aöra sálma. í bóVinni „Borgfirsk blanda“ I, bls. 94 - 95 stendur þetta: ,,Eitt hiö versta veður er ég man eftir var mannskaöaveöriö sem gekk yfir landiö sunnudaginn þann 8. febrúar, 1925.“ Og ennsegirþar: „Þegar komiö var á fætur þennan morgun var veöur sæmilegt, en svartur bakki í norðvestri og talið líklegt aö veð- ur mundi versna, er á daginn liöi.“ Þetta segir Magnús Sveinsson og af því má marka aö ég man þetta mjög vel og þaö er víst aö veðrið var mjög vont. Þennan dag uröu miklir mannskaðar, bæöi á sjó og landi. Tveir togarar fórust og meö þeim týndust 67 menn. Vélbátur fórst viö Stafnes og meö honum 6 menn og 6 manns fórust í landi. þar af 2 börn. Ég hefi á nokkrum stööum vitn- aö í Ijóö Kristjáns Jónssonar, vegna þess aö mér hafa alltaf ver- ið þessi Ijóö hugstæð. Á bernskuheimili mínu var óvenju mikið til af bókum, bæöi Ijóö og laust mál. Bækurnar las ég og læröi og um tíma kunni ég mörg af fegurstu kvæðunum og mér varö ,,Heimkoman“ kærust. Lýsir hún ferðalagi manns í stór- hríö á heiðum uppi, sem komst til byggöa heill á húfi. Og þaö eitt út af fyrir sig aö komast heill til byggða er ekki svo lítill ávinningur, sá hefirsigrað þraut. Skráð i janúar 1980 Matthías Hallmannsson ( Jóhann Jónsson: EINSETU- KONAN Af tilviljun einni leið mín lá að litlum og gömlum bæ, hvar aldraða konu eina sá sem eigi ég gleymt þó fæ. Hún yndi sitt festi við þann veg sem veröldin sneyddi hjá. Enda var hegðan annarleg, - í ýmsu frá venjum brá. Bærinn stóð upp við heiðarhorn með holtabörð allt i kring. í annála skráður ævaforn sem útvörður lands og þing. Fáirþvi sóttu hana heim, né höfðu þar langa bið. Og atlæti hennar ofbauð þeim sem örsjaldan litu þar við. í kotinu var hún fyrrum fædd og foreldrum sínum stoð. Uns borin voru til moldar mædd, - hið markvissa dauðans boð. Eitt sinn var hún við karlmann kennd sá kærleikur entist stutt. En svo voru ástarbréfin brennd og burtþeirri minning rutt. í hrörlegum bænum bjó nú ein og brá lítið siðum þar. Heyjaði á sumrin sömu rein og sætin i hlöðu bar. Er þakin var grundin þykkum snæ hún þraukaði ein síns liðs. Kindurnar hýsti í köldum bæ er kom i staó elds og viðs. Og vetrarkvöldin hin löngu las hún liðinna alda mennt. Á deilur manna og dægurþras oft döprum var augum rennt. Hreinlæti var ei henni tamt né hugsa um glæsta flík. Þó örsjaldan virtist geðið gramt en göfgin í hjarta rik. Ef ferðalangur kom fjöllum af og fannbarinn knúði dyr. Mild hún afsinni matbjörg gaf og manngæsku seint og fyr. En þegar hún ein og ellimóð orkaði varla neitt, víkja henni af vangi þjóð vildi og kjörum breytt. í sjúkrahúsinu siturnú og syrgir hinn forna reit. Ræðir um eiginn bæ og bú þvíbetra hún ekkert veit. En þá er hún kveður þennan heim og þreytan úr beinum fer. Mun hún í hjarta þakka þeim, sem þakklætið einum ber. FAXI - 233
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.