Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Síða 60

Faxi - 01.12.1982, Síða 60
LEIKFELAG KEFLAVIKUR: HÖFUNDUR: Sigurður Róbertsson LEIKSTJÓRI: Jónína Kristjánsdóttir LEIKMYND OG BÚNINGAR: Jónína Kristjánsdóttir HVfSLARI: Halla Sverrisdóttir LÝSING: Jón Þór Eyjólfsson UÓSMYNDIR: Haukur Ingi Hauksson LEIKSKRÁ: Ingibjörg Guðnadóttir Hjördis Ámadóttir SVIÐ: Árni Ólafsson, Ólafur Erlingsson Jón F. Sigurðsson. Drottínn alsherjarog Gabriel horfa á Lúsiferog ára hans laumastað almættinu. HÖFUÐBÓUÐ OG HJÁLEIGAN Höfundur bregður sér á vett- vangsgöngu til himnaríkis að logagylltu hásæti Drottinsallsherj- ar og lætur meginhluta leiksins gerast þar. Á ferð sinni lítur hann inn í aldingarðinn Eden og sér fyrstu viðbrögð kvenréttinda. En hann fer hjá garði á hjáleigunni — bújörð Satans. Fyrir mikinn leikritahöfund er það ærið verkefni að túlka þessa tvo viðkomustaði og hafa margir spreytt sig á því með misjöfnum árangri og af tvennu tilefni — ann- ars vegar til að skýra og efla trú á Guðlega-tilveru, hins vegar að draga úrtrúarlegum mætti. Undir- ritaður þekkir lítið til leikverka Sig- urðar eða bókmenntaritunar hans og er því lítt hæfur til að meta stöðu hans sem leikritahöfundar. í verki þessu skopast hann háðulega að þeirri trú er Þjóðkirkj- an boðar — gerir Drottin allsherjar að svefnpurku sem snuprar erki- engilinn Gabriel en lætur vel viö félagsskap Lúsifers — erkióvinar- ins. Ég hef séð þetta talið gaman- leikrit og vissulega em nokkrar spaugilegar senur (reblik) fyrir þá sem sætta sig við aö spaugað sé með trúmál. Leikarar voru allir kornungir og svo til alveg óreyndir á leiksviði og með tilliti til þess og annarra að- stæðna má telja að Jónínu hafi tekist vel að koma þessum búskap á fjalirnar á svo stuttum tíma sem raun var á — vikuæfing til viðbótar hefði þó ekki sakað. Drottin alls- herjar — aðalhlutverk — lék Ámi Margeirsson. Hann hefur alla burði í þetta hlutverk, er stór og stæðilegur, raddsterkurog álitleg- ur. En hvort tveggja er að Árna vantar leikræna þjálfun og svo held ég að það liggi fjarri eðli hans að skopast með Drottin allsherjar eins og höfundurætlasttil, til þess þarf langþjálfaða leikara. Gabríel erkiengil lék Jóhannes Kjartansson. Hann hélt sig trú- verðugt við hásæti Drottins, var ráðhollur og velviljaöur en réð lítt við þau tök sem Lúsifer, leikinn af Adam og Eva hugleiða afleiðingar syndafallsins. FAXI - 240 Lúsifer klæðist skrautklæðum er hann fer í einkaerindum til Drottins alsherjar.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.