Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 63

Faxi - 01.12.1982, Blaðsíða 63
Knattspyman áSuðumesjum seinasta leiktímabil Sigurvegarar Viðis i 3. deiidkaria, 1982, Viðir, Garði. Aftari röð Irá vinstri: Haukur Hafsteinsson þjálfari, Ingimundur Guðnason tormaður, Jón Ögmundsson, Grétar Einarsson, Vilhjálmur Einarsson, Sigurður Magnússon, Vilberg Þor- valdsson, HalldórEinarsson, PálmiEinarsson, Magnús Magnússonog GunnarHasier. Fremri röð frá vinstri: Klemenz Sæmundsson, Ingimundur Guðmundsson, Ólafur Róbensson, Gísli Heiðarsson, Guðmundur Jenz Knútsson, Björgvin Björgvinsson og Guðjón Guðmundsson. Sigurvegarar Viðis i 2. deild kvenna i knattspymu. Aftari röð frá vinstri: Ingimundur Guðnason formaður, Þóra Björg Magnúsdóttir, Bryndis Knútsdóttir, Helga Birna Ingimundardóttir, Svanhildur Einksdóttir, Vilborg Knútsdóttir, Bryn- dis Rúnarsdóttir.Ásdís Hiöðvesdóttir, Katrín Eiriksdóttir, Agústa Asgeirsdóttir, Kristin Eyjólfs- dóttir, Örn Eyjótfsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Auður Finnbogadóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir, Kristbjörg Eyjólfsdóttir, Guðlaug Sigurðardóttir fyrirliði, Eyrún Finnbogadóttir, Helga Eiríks- dóttir, Þuriður Jónasdóttir og GuðriðurS. Brynjarsdóttir. Víðirsigraði í tveimur deildum Arangur knattspyrnumanna og kvenna á Suðumesjum var miðlungi góður þegar á heildina er litið á árinu sem er að líða. Þátttaka var mikil en sigrar í landsmótum fáir, aðeins tveir. Víðir vann í lll-deildinni, undir leiðsögn Hauks Hafsteinsson- ar, sem ætlar að þola bæði súrt og sætt með þeim í ll-deildinni næsta ár. Kvennaflokkur Víðis sigraði í ll-deild undir stjórn Arnars Eyjólfssonar, en óvíst er hvort hann á tök á því að berjast með þeim í l-deildinni við félög- in af höfuðborgarsvæðinu. Við- isliðin innsigluðu sigra sína bæði sama daginn eða 4. sept- ember. Karlaflokkurinn norður á Sauðárkróki, með því að vinna Tindastól með 3:0 og kvenna- flokkurinn spilaði á grasvellin- um í Keflavík við KA frá Akur- eyri og sigraði með 1:0. Var það í aukaúrslitaleik, því hinum fyrri sem háður var fyrir norðan lauk með markalausu jafntefli. Faxi óskar Víði til hamingju með sigrana og vonar að þeim gangi vel á hinum nýja vettvangi í knattspyrnunni á komandi leik- tímabili, en þar hafa þeir ekki áður haslað sér völl. Góður árangur ÍBK í Bikarkeppninni Meistaraflokkur karla ÍBK, komst í úrslit í Bikarkeppninni en beið lægri hlut fyrir ÍA, 1:2, en hefði alveg eins getað farið með sigur af hólmi, en þetta var ekki þeirra happadagur. Liöið sýndi í Bikarkeppninni að mikið býr í því en það tókst þeim ekki að sýna í l-deildinni, enda áttu þeir í vök að verjast og rétt mörðu að halda sæti sínu þar. Þjálfari var Karl Her- mannsson. Allar líkur benda til þess að Guðni Kjartansson muni annast þjálfun ÍBK að ári og nú verða þeir aö setja stefnuna á efsta sætið, því að senn eru liðin 10 ár síðan íslandsmeistaratitillinn hafnaði í Keflavík seinast. Miðað við þann efnivið sem fyrir hendi er ætti það að takast ef allir leggjast á eitt, leikmenn þjálfari, knatt- spyrnuráð, stjórn ÍBK og áhorf- endur. Reynir með tærnar í l-deildinni Reynismenn í Sandgerði voru með tærnar á þröskuldi l-deildar. Ekki vantaði nema herzlumuninn — eða kannski bara viljann. Liðið hafnaði í þriðja sæti, undir stjórn Kjartans Mássonar þjálfara. Hætt er við að róðurinn verði þyngri næsta ár, með Frammara, KA og FH-inga sem keppinauta. Hins vegar hafa Reynismenn sýnt að þeir geta unnið hina sterku og má þar minna á FH-ingana sem þeir unnu mjög sannfærandi í Sand- gerði í sumar. Jón Hermannsson hefur nú tekið við þjálfun þeirra, og má góðs af honum vænta, enda gengið vel með þau lið sem hann hefur meðhöndlað. Reynismenn hafa nú fengið grasvöll, sem er til mikilla bóta. --------—---\ Magnús Gtslason skrífar um íþróttir Njarðvíkingarnir byrjuðu vel undir leiðsögn Mile og voru í efri mörkum deildarinnar um tima, en fengu svo skelli sem næstum kostuðu þá ll-deildarsætið. Voru í lokin í fallhættu. Liðið vann góða sigra, m.a. FH með 5:1 og Þór Ak. 1:0, á Njarðvíkurvellinum, sem sýndi að þeir voru til alls vísir þeg- ar ságállinn varáþeim, — en liðið var óstöðugt eins og íslenska veðráttan, — aldrei að vita hvemig blési næst. Ekki er enn vitað hver muni þjálfa þá á komandi leiktíma- bili, þó getur komið til mála að Mile verði með þá þriðja árið í röð. Grindvíkingar sátu eftir í III- deildinni, rétt einu sinni enn. Margt benti til þess í vor að þeir væru með öflugt lið og góðan þjálfara, Hörð Hilmarsson, sem jafnframt spilaði með þeim. Reyndar höfðu þeir misst góða leikmenn en að sjá áttu þeir nóg sterkra pilta eftir. Einhvern veginn tókst ekki að nýta þá. Liðið varð aldrei sterk heild og átti mjög misjafna leiki. Frekar en fyrri daginn þá er enginn uppgjaf- artónn í Gindvíkingum. Þeir ætla sér stóran hlut í IIl-deildinni í sum- ar. Kjartan Másson hefur feert sig um set, frá Sandgerði til Grinda- víkur og hyggst vinna UMFG upp í ll-deild, hvað sem það kostar. Kristinn Jóhannsson er aftur kom- inn í þeirra herbúðir eftir ársdvöl með ÍBK og fleiri góðir leikmenn munu keppa um sæti í Grinda- víkurliðinu. Yngri flokkarnir voru hvergi nærri sigrum í Landsmótunum, þótt þeir kæmust í úrslit. Keflvík- ingar komust í úrslit í 5. flokki og 4. flokki. Grindvíkingar í 2. flokki og Reynismenn í 3. flokki, en betur máefduga skal. Af öðrum mótum má nef na Litlu bikarkeppnina, Stóru bikarkeppn- ina, sem Víðir vann, Suðumesja- mótið, þar sigraði Víðir í meistara- flokki, en Grindvíkingar, í II. IV. og V. flokki. Njarðvíkingar unnu III. og VI. flokkinn. Reynismenn unnu í meistaraflokki innanhúss, en Njarðvík í III., IV og V. flokki, en Grindavík í II., og VI. flokki. Aðsókn að leikjum var sæmileg, mætti þó vera meiri. Mest var hún þó þegar Suðurnesjaliöin voru að keppa sín á milli, bæði í II- og III- deild, svoog í Bikarkeppninni. FAXI - 243 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.