Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1982, Síða 70

Faxi - 01.12.1982, Síða 70
Sigurður Jónsson: Þegar mínusinn missti puntið Það er lélegur ráðgjafi sem ekki þiggur góö ráö og þarfar ábend- ingar. Menn ætla stundum að þeir séu fullvel að sér um ýmis málefni, en reka sig svo á það einn góðan veðurdag, að ekkert er algilt eða óumbreytanlegt. Þannig fór fyrir mér fyrir um 7 árum þegar ég kom til Áfríkuríkisins Tanzaníu til að vinna við ráðgjafarstörf á vegum norræns þróunarverkefnis til efl- ingar samvinnustarfi. Enda þótt ég lærði margt þama eins og vera ber í mannlegum samskiptum, þá varðaði vanþekking mín, sem hér er gerð að tilefni þessa pistils, sem betur fer ekki starf mitt nema óbeint. Eðlilega fylgdi starfinu talsvert funda og námskeiðahald þar sem rekstur samvinnufélag- anna var til umfjöllunar, og skömmu eftir komu mínatil lands- ins var efnt til námskeiðs í einu félaganna um slík málefni. Ég var talsvert vanur slíkum námskeið- um að heiman, og hafði útbúið hjálpargögn með máli mínu, og voru það stórar pappírsarkir árit- aðar með filtpenna (flipover). Á eina slíka örk hafði ég útbúið sýn- ishom af rekstraryfirliti og jafn- framt sýnt hvernig tölurnar væru fengnar. Allt gekk þetta vel og fundarmenn fylgdust allvel með máli mínu og hjálpargögnunum, en þegar ég var að Ijúka við að skýra rekstraryfirlitið þá óskaði einn fundarmanna eftir að fá orðið og benti hann mér á, að það virtust vera röng formerki við skýringarn- ar um útreikning talnanna. Ég varð aldeilis hlessa því ég átti von á fyrirspumum og umræðum en ekki á þessu. Ég taldi mig vel vita að plús væri plús og mínus væri mínus o.s.frv., og þar sem ég sá ekkert athugavert við yfirlitið þá óskaði ég eftir frekari skýringum á ábendingunni. Og viti menn, — þarna var komið að mér að þiggja ábendingar og góð ráð því í Ijós kom að minn íslenski mínus, strik á milli tveggja lóðréttra punkta, þýddi ekki lengurmínus heldurvar orðinn formerki fyrir deilingu, en punktalaus eða strípaður mínus stóð eftir. Ekki var nú nóg með þetta, því okkur þótti einsýnt að tvípunkturinn, sem ég notaði að íslenskum sið sem formerki fyrir deilingu, ætti líklega ekkert skylt við stærðfræði og skyldi framvegis aðeins notaður sem tvípunktur. Ég sagði fundarmönnum sem var, að þessi fræði hefði ég nuniö á (slandi og væri mér einnig vel kunnugt, að frændur okkar í Sví- þjóð og Danmörku hefðu numið sömu fræði og a.m.k. skrifað svona formerki 1972 þegar ég var þar við nám. Þeir bentu mér á móti á prentuð eyðublöð sem í notkun voru í samvinnufélögunum og þar sem ,,nýja“ ritunaraðferðin var notuð, og einnig á vasatölvuna mína, sem var sammerkt þessu. Ég hef gætt þess síðan að nota ekki ,,gömlu“ formerkin og ekki fengið fleiri ábendingar þeim varðandi. Síðar uppgötvaöi ég einnig, að punktur í stað margföld- unarmerkisins x varð líka að fara á bannlista, en ég hafði reyndar sjaldan notað það merki. Nú skeður það síðan í Kenya árið 1980, að ég er með námskeið og nota svipuð hjálpargögn. Þá kom í Ijós, að nákvæm ritun er mikilvæg a.m.k. hér, því það olli sumum fundarmanna óþægind- um að ég ritaði stundum punkt í stað kommu fyrir framan aukastafi t,d, aura (hér cent) í upphæðum. Þótt þetta flokkist undir smáatirði hjá okkur, þá getur þetta haft veru- lega þýðingu fyrirfólk, sem erekki allt of vant tölum. Og ekki var þó allt komið fram varðandi van- menntun mína eða aðlögunar- leysi að nýjum reglum. Eittstærsta bankaveldi heims, Barclays Band Ltd. sá nefnilega ástæöu til að senda mér bréf þar sem ég var góðfúslega beðinn um að rita ekki tölustafinn sjö með þverstriki á ávísanir til að koma í veg fyrir að Sigurður Jónsson. þessi tala væri mislesin í bankan- um sem tölustafurinn fjórir. Þess var einnig getið, sem almenn ábending, að tölustafinn einn skyldi ávallt rita sem lóðrétt strik. Ja nú fór í verra, og ég gat nánast tekið undir með harmónikkuspil- aranum á réttarballinu fyrir vestan, sem svaraði aðfinnslum um takt- vísi sína á þann veg að takturinn hefði farið út um gatið. Það var örugglega eitthvað gat í menntun minni eða endurmenntun úr því að tölur mínar og reikningsformerki voru ekki lengur gild. Mér datt aldrei í hug að slíkir hlutir væru ekki eins um alla heimsbyggðina þar sem merki eru á annað borð notuð. En nú hafði annað sannast og ég vildi vita ástæðuna. Höfðu kennararnir og íslenska mennta- kerfið brugðist mér eða hafði mér sést yfir greinar í dagblöðum og víðar þar sem athygli almennings var vakin á því, að mínus væri ekki lengur mínus og deiling ekki leng- ur tvípunktur heldur mínus og punktur bara punktur en ekki sama og ex? Ég leitaði svara við þessu en fékk engin. Það er tiltölulega auð- velt að svara þeirri spurningu hvað sé eina ferfætta kvenspen- dýrið, sem hefur brjóstin á milli framfótanna með því að fletta upp í dýrafræði eða alfræðibók. T engsl mín viö fyrrum stærðf ræði- kennara mína, sem e.t.v. höfðu aldrei verið mikil, höfðu rofnað með árunum eftir skólagöngu og ekki var auðvelt að leita svara við mínum spurningum. Dönsk kennslukona, sem dvaldi hér sagði mér, að hún hefði lært sömu hluti í reikningi og talnaskrift og ég, en nú væri þetta breytt en ekki vissi hún heldur hvenær þetta hafði skeð. Ég hef raunar ekki enn fengið viðhlýtandi skýringu á þessu fyrirbæri sem ég vil kalla þegar mínusinn missti puntið. Þetta rifjaðist upp fyrir mér nú fyrir skömmu eftir að ég var beðinn að senda eitthvað efni í blaðið FAXA, og var að vandræðast yfir hvers konar efni gæti höfðað til lesenda blaðsins. Ég fékk nefni- lega senda ársskýrslu frá stóru ís- lensku fyrirtæki, og er hún fyrir- tækinu á allan hátt til sóma um útlit og efni. Þarna blöstu sem sé við mér ,,gamlir“ puntaðir mínusar, og var ekki laust við að ég varpaði öndinni léttar við þá uppljóstun, að greinilega hefur núverandi al- þjóðavenja, a.m.k. að því leyti sem varðar tölvur, um ritun reikn- ingsformerkja farið fram hjá fleir- um en mér á landinu góða. Það skyldi þó aldrei vera, að án nokk- urra múra hafi okkur tekist að ein- angra gamlar ritunarreglur á (s- landi? -------------------------------------------------------------- Sigurður Jónsson erfæddur í Keflavík 12. mars 1946. For- eldrar hans eru Jón Valgeir EUeserson sem lést er Sigurður var 10 ára og Ragnheiður Jónsdóttir, sem unnið hefur t Álna- vörudeild K.S.K. til skamms tíma. Sigurður hóf einnig störf hjá K.S.K. eftir að hafa lokfð gagnfræðaprófi hér. Síðan lá leiðin í Samvinnuskólann. Og áfram hélt hann námi á vegum Samvinnuhreyfingarinnarfyrst hér á landi, síðan íSvíþjóð og því næst háskólanámi á íslandi og við Uppsala University í Svíþjóð. Aðal námsefni hans var rekstrartækni og markaðsstjómun. Störf hans hafa síðan verið afar fjölþætt, flest á vegum Sam- vinnuhreyfingarinnar — m.a. kennt við Bréfaskólann, verið skrifstofustjóri og kaupfélagsstjóri. Tekið þátt í félags- og menningarmálum. Skrifað greinar í samvinnuritin Hlyn og Samvinnuna, þýtt söluritfyrirSÍS ogsamið ýmis co-operative rlt í Kenya, en þar og í Tanzaniu hefur hann að mestu starfað síðan 1975 á vegum Samvinnuhreyfingarinnar, sem skipu- lagsráðunautur og nú sem verslunaifulltrúi. Ritstjóri FAXA sendi Sigurði boð og bað hann um greinar- stúf frá Afríku og reiknaði með frásögn af æsandi villidýra- veiði eða kynþátta vandræðum suður þar, en fær skemmti- lega frásögn af formúlu frávikum sem Sigurður segir hér frá. V______________________________________________________________/ FAXI-250

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.