Búfræðingurinn - 01.01.1936, Side 52
48
Vatnshrútur.
Eftir Ásgeir L. Jónsson.
Vatnshrútur er einfalcLasta,handhægasta og tiltölulega ódýrasta
sjálfvirka lyftivélin,til að lyfta litlu vatnsmagni um all mikla
hæð. Hann gengur fyrir vatnsafli»og er notaður,l)ar sem staðhættir
leyfa,til að lyfta neysluvatni neðan úr vatnsbóli og u££ í íbúðar-
hús og peningshús.
Her verður ekki farið inn ú þá braut að lýsa vatnshrútnum,gerð
hans eða lögmáli því,er hann byggist á,en gefnar skulu nokkrar leið-
beiningar um,hvernig vatnshrútnum skal komið fýrir og hverjar kröfur
verða gerðar til þeirra.
Til þess að vatnshrútur sé starfhæfur,þarfs
1. Minnst íins metra halla niður,frá yfirborði vatnsbóls.
2. Nægjanlegt vatnsmagn,bæði til að drífa hrútinn og til
heimilisþarfa.
En hrúturinn skilar aðeins nokkrurn hluta af ]pví vatni,sem í
gegn um hann fer. Hvað sá hluti er stór,fer eftir hlutfallinu
milli fallhæðar (= h) aðfærslupípunnar,sem flytur vatnið frá vatns-
bólinu til hrútsins og stighæðar (= H) þrýstileiðslunnar,sem flytur
vatnið frá hrútnum upp í vatnsjpró hússins. Þannig er talið,að
ef hlutfallið H : h er 2 4 6 8 lo
þá skili hrúturinn 4o % 18 % 11 % 7 % 4 % af vatni því,
sem til hans fellur,upp í vatnsþró.
Það er algerlega rangt.þegar því er haldið fram (smbr. rit-
gerð í 22. árg. Búnaðarritsins, "Vatnsleiðsla á heimilum” og smbr*
þeim upplýsingum,sem gefnar eru í sumum verslunum,er selja vatns-
hrúta),að hrúturinn geti ekki 1-yft vatninu hærra en svarar 7-faldri
fallhæðinni (H s h = 7),og að hann skili yfirleitt ekki nema um lo%
af J)ví vatnsmagni,sem honum berst. Sannleikurinn er sá,að þegar
hæðarhlutfallið H ; h er = 7,þá skilar hrúturinn '/lo hluta af vatn-
inu. Hitt er annað mál,að með tilliti til endingar og notorku hrúts-
ins,er æskilegt,að hæðarhlutfallið sé ekki stærra en 1 s 8. Hlut-
fallið H s h = 3 til 4 er mjög æskilegt.
í ýmsum sveitum landsins eru vatnshrútar í notkun. Eg hefi
séð suma þeirra,og um þá er það ,að segja,undantekningarlaust,að
fyrirkomulagi þeirra er að meira eða minna leyti ábótavant. Mætti
af því ráða,að landið eigi fáum mönnum á að skipa,er kunni vel að
setja niður vatnshrút. Þessir venjulegu gallar virðast ekki stór-
vægilegir,og í flestum tilfellum kostar ekki stór fé að bæta úr
þeim,en þeir draga oft verulega úr notorku hrútsins. Hér verður
þessum ágöllum ekki lýst sérstaklega,en hins vegar sagt frá þeim
J